Var að fá fyrsta Android símann og vantar leiðsögn(HTC WF-S)
Sent: Þri 11. Okt 2011 14:05
http://www.gsmarena.com/htc_wildfire_s-3777.php
HTC Wildfire S
Það eru nokkur atriði sem ég er að velta fyrir mér. Ég hef ekki áður handleikið android síma. Finnst þetta rosalega flott og er spenntur. Skjárinn líka svo skýr, kemur á óvart.
1 ) Er sniðugt að "roota" svona síma og fara í einhvern þannig pakka eða er þetta bara gott í deafult ? (Ég geri mér ekki fulla grein fyrir þessu)
2 ) Að loka forritum í svona síma , finnst mér vera að vefjast fyrir mér , mér finnst ég eiga erfitt að átta mig á þvi hvort að forrit eru að keyra í bakgrunni , eða bara lokuð.
Er til task manager ?
3 ) Síminn minn er stilltur á London tíma og ég finn ekki hvernig ég get látið "reykjavík-time" displayast í klukkubarnum.
4 ) Síminn er með ljósi sem virðist blikka stundum , rautt ljós , en ég átta mig ekki á því afhverju þetta ljós blikkar bara "stundum"
5 ) Hvernig veit ég hvaða android útgáfu ég er með og er hann pottþétt með nýjustu útgáfunni ?
6 ) Er hægt að fá íslenska stafi í lyklaborðið ?
7 ) Er ég betur settur með PC vél eða MAC vél þegar að ég er að gera símann í stand , best væri ef að það væri bara jafngott ?
PS :
Síminn kostaði 50 k.
Þetta var ódýr sími , 600MhZ CPU , 512 MB RAM , fékk símann hjá NOVA.
Var ég að gera slæm kaup m.v hvað hann kostar ?