Var að fá fyrsta Android símann og vantar leiðsögn(HTC WF-S)
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2266
- Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
- Reputation: 3
- Staða: Ótengdur
Var að fá fyrsta Android símann og vantar leiðsögn(HTC WF-S)
http://www.gsmarena.com/htc_wildfire_s-3777.php
HTC Wildfire S
Það eru nokkur atriði sem ég er að velta fyrir mér. Ég hef ekki áður handleikið android síma. Finnst þetta rosalega flott og er spenntur. Skjárinn líka svo skýr, kemur á óvart.
1 ) Er sniðugt að "roota" svona síma og fara í einhvern þannig pakka eða er þetta bara gott í deafult ? (Ég geri mér ekki fulla grein fyrir þessu)
2 ) Að loka forritum í svona síma , finnst mér vera að vefjast fyrir mér , mér finnst ég eiga erfitt að átta mig á þvi hvort að forrit eru að keyra í bakgrunni , eða bara lokuð.
Er til task manager ?
3 ) Síminn minn er stilltur á London tíma og ég finn ekki hvernig ég get látið "reykjavík-time" displayast í klukkubarnum.
4 ) Síminn er með ljósi sem virðist blikka stundum , rautt ljós , en ég átta mig ekki á því afhverju þetta ljós blikkar bara "stundum"
5 ) Hvernig veit ég hvaða android útgáfu ég er með og er hann pottþétt með nýjustu útgáfunni ?
6 ) Er hægt að fá íslenska stafi í lyklaborðið ?
7 ) Er ég betur settur með PC vél eða MAC vél þegar að ég er að gera símann í stand , best væri ef að það væri bara jafngott ?
PS :
Síminn kostaði 50 k.
Þetta var ódýr sími , 600MhZ CPU , 512 MB RAM , fékk símann hjá NOVA.
Var ég að gera slæm kaup m.v hvað hann kostar ?
Nörd
-
- Vaktari
- Póstar: 2327
- Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: South side
- Staða: Ótengdur
Re: Var að fá fyrsta Android símann og vantar leiðsögn(HTC WF-S)
hér er mest allt sem þig vantar viewtopic.php?f=73&t=34841
lyklaborðið íslenska er þetta https://market.android.com/details?id=c ... .norwegian
í þessum verð flokki hefði ég kanski tekið Sams. galaxy Ace með 800mhz örgj.
lyklaborðið íslenska er þetta https://market.android.com/details?id=c ... .norwegian
í þessum verð flokki hefði ég kanski tekið Sams. galaxy Ace með 800mhz örgj.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Var að fá fyrsta Android símann og vantar leiðsögn(HTC WF-S)
Skal reyna að svara einhverju, hundavaðslega.
1) Ekkert frekar. Ef þú finnur einhverja virkni/forrit sem þú vilt fá og þarft root aðgang fyrir, þá er það líklega nauðsynlegt, en það er engin ástæða til að roota "af því bara"
2) Venjulega lokar maður forritum með því að fara í takkan lengst til vinstri og finna þar "exit" eða "Quit". Hins vegar með því að nota back takkann. Almennt áttu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvaða forrit eru í gangi, en það eru til task managerar, t.d. advanced task killer pro.
3) Settings takkin, (lengst til vinstri) -> Date and Time.
4) Teipaðu yfir ljósið, þá blikkar það aldrei
5) Settings takkinn -> Settings -> About (phone) (neðst) -> Android version
6) jebbs, t.d. með að sækja "scandinavian keyboard" af marketinu
7) Breytir engu, nema þú ætlir að roota, getur verið að einhver root forrit sé bara til í PC, þekki það ekki.
ps: Síminn virðist svipaður og LG Optimus One, nema með betri myndavél (örlítið stærri skjár?). HTC er samt meira "quality" merki, hvað sem það þýðir.
1) Ekkert frekar. Ef þú finnur einhverja virkni/forrit sem þú vilt fá og þarft root aðgang fyrir, þá er það líklega nauðsynlegt, en það er engin ástæða til að roota "af því bara"
2) Venjulega lokar maður forritum með því að fara í takkan lengst til vinstri og finna þar "exit" eða "Quit". Hins vegar með því að nota back takkann. Almennt áttu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvaða forrit eru í gangi, en það eru til task managerar, t.d. advanced task killer pro.
3) Settings takkin, (lengst til vinstri) -> Date and Time.
4) Teipaðu yfir ljósið, þá blikkar það aldrei
5) Settings takkinn -> Settings -> About (phone) (neðst) -> Android version
6) jebbs, t.d. með að sækja "scandinavian keyboard" af marketinu
7) Breytir engu, nema þú ætlir að roota, getur verið að einhver root forrit sé bara til í PC, þekki það ekki.
ps: Síminn virðist svipaður og LG Optimus One, nema með betri myndavél (örlítið stærri skjár?). HTC er samt meira "quality" merki, hvað sem það þýðir.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 664
- Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: Var að fá fyrsta Android símann og vantar leiðsögn(HTC WF-S)
Ef þetta ljós virkar eitthvað svipað og á eldri Wildfire þá er þetta "notification" ljós, t.d. blikkar það grænt hjá mér þegar að ég er með ólesin email eða sms, rautt ef síminn er að verða rafmagnslaus eða ég er með missed call. Stillingar fyrir þetta eru undir Settings>Display>Notification Flash.
-
- Gúrú
- Póstar: 526
- Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Var að fá fyrsta Android símann og vantar leiðsögn(HTC WF-S)
BjarniTS skrifaði:PS :
Síminn kostaði 50 k.
Þetta var ódýr sími , 600MhZ CPU , 512 MB RAM , fékk símann hjá NOVA.
Var ég að gera slæm kaup m.v hvað hann kostar ?
Þetta er lítill og nettur sími og er fínn sem slíkur. HTC er gott merki og fínt að fá 12 þúsund kr. inneign hjá Nova. Bara ágætis kaup myndi ég segja.
mundivalur skrifaði:í þessum verð flokki hefði ég kanski tekið Sams. galaxy Ace með 800mhz örgj.
Samsung Galaxy Ace hefur á móti einn galla sem er að innra minnið er aðeins 278MB, Wildfire S er með 512 MB (418 user available). Öflugri örgjörvi er kostur en ég myndi ekki vilja fórna innra minninu fyrir hann.
Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3