Síða 1 af 1

Hringingar í Nova

Sent: Þri 04. Okt 2011 20:23
af Lexxinn
Eithvað sem ég hef lengi pælt í er hversvegna það er dýrara að hringja í Nova og sá það fyrst núna verðlagt á heimasíðu einhverra símfyrirtækjanna.

http://alterna.is/component/alterna/?co ... price_list

Einhverjar pælingar?

Re: Hringingar í Nova

Sent: Þri 04. Okt 2011 20:24
af biturk
af því nova vilja það...

Re: Hringingar í Nova

Sent: Þri 04. Okt 2011 20:28
af dabbijo
Come on. Ekki annað símfyrirtæki!

Re: Hringingar í Nova

Sent: Þri 04. Okt 2011 20:31
af Glazier
dabbijo skrifaði:Come on. Ekki annað símfyrirtæki!

Mmm.. ha?

Re: Hringingar í Nova

Sent: Þri 04. Okt 2011 20:41
af intenz
dabbijo skrifaði:Come on. Ekki annað símfyrirtæki!

Alterna er ekki nýtt.

Re: Hringingar í Nova

Sent: Þri 04. Okt 2011 20:58
af wicket
Þetta er útaf svokölluðum lúkningargjöldum.

Símafélögin ákveða hvað kostar fyrir önnur símafélög að koma inn í þeirra kerfi sem gerist þegar að viðskiptavinur t.d. Símans eða Vodafone hringir í númer sem er hjá Nova. Síminn og Vodafone þurfa að greiða fyrir það símtal til Nova og rukka því viðskiptavin sinn um það.

Svo gilda allskonar reglur um þessi gjöld sem Póst og Fjarskiptastofnun ákveður og ég er ekki mikið inní en þetta er svona nokkurn veginn skýringin á því hvað þetta er.