Síða 1 af 1

Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 13:53
af Leviathan
Væri til í að heyra álit vaktara, sérstaklega þeirra sem vita eitthvað til, á spám um yfirvofandi náttúruhamfarir. Þá á ég við Elenin alignment og rafsegulsviðið (magnetosphere?). Hef séð fréttir um mikla virkni í Yellowstone og eldgosaviðvaranir hafa verið gefnar út á Kanarí og kjarnorkuver öll í viðbragðsstöðu. Mér skilst að í síðasta alignment hafi flóðbylgjan í Japan orðið og þar áður hamfarirnar í Chile.

http://theextinctionprotocol.wordpress. ... -in-years/
http://theextinctionprotocol.wordpress. ... -eruption/
http://www.sott.net/articles/show/23543 ... -In-Norway
http://www2.nict.go.jp/y/y223/simulation/realtime/
http://www.youtube.com/watch?v=uhB9sVJvgD8

Finnst of mikið vera í gangi til að hunsa conspiracy "nuttana". :-#

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 14:35
af Zethic
Las ekki í gegnum linkana (skoðaði snökkt) og ætla ekki að gera.

Ef heimurinn endar, hvað græðum við á því að hafa áhyggjur af því löngu áður ?

Ef eitthvað gerist, verður það útum allt í fréttunum, og við fáum tíma til þess að kveðja.


Enjoy life as it is man
http://www.youtube.com/watch?v=ZtZ1TK1Sfpg
http://www.youtube.com/watch?v=ouANEo2w0Pg

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 14:39
af coldcut
Leviathan skrifaði:Finnst of mikið vera í gangi til að hunsa conspiracy "nuttana". :-#


Afsakið en hvaða conspiracy ertu að tala um? Er náttúran með conspiracy til þess að drepa okkur öll?

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 18:38
af bulldog
fokk !!!!! eins gott að heimurinn endi ekki áður en ég verð kominn með nýjustu uppfærsluna :mad

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 19:08
af worghal
ég ætla mér bara að vera rólegur, ef þetta gerist, þá gerist það, ekkert sem við getum gert til að stoppa þetta.
einnig veldur þetta mér minnimáttar áhyggjum þar sem þetta mun gerast á endanum hvort eð er :)

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 19:15
af Leviathan
Zethic skrifaði:Las ekki í gegnum linkana (skoðaði snökkt) og ætla ekki að gera.

Ef heimurinn endar, hvað græðum við á því að hafa áhyggjur af því löngu áður ?

Ef eitthvað gerist, verður það útum allt í fréttunum, og við fáum tíma til þess að kveðja.


Enjoy life as it is man
http://www.youtube.com/watch?v=ZtZ1TK1Sfpg
http://www.youtube.com/watch?v=ouANEo2w0Pg

Ég talaði aldrei um heimsendi, einfaldlega náttúruhamfarir.

coldcut skrifaði:
Leviathan skrifaði:Finnst of mikið vera í gangi til að hunsa conspiracy "nuttana". :-#


Afsakið en hvaða conspiracy ertu að tala um? Er náttúran með conspiracy til þess að drepa okkur öll?

Tja, ef þetta er satt þá er þetta massívt samsæri. Að vara ekki almenning við.

http://www.redicecreations.com/article.php?id=16950

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 19:17
af worghal
að vara almenning við eyðileggingu = chaos
að leina hættunni fram á hinstu stundu = controll

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 19:20
af Leviathan
worghal skrifaði:að vara almenning við eyðileggingu = chaos
að leina hættunni fram á hinstu stundu = controll

Hehe, er það ekki frekar augljóst? Samt sem áður ótrúlega mörgum sem hefði mögulega verið hægt að bjarga t.d. í Japan. Kannski er þetta tómt kjaftæði, það ætti þá að koma í ljós mjög bráðlega.

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 19:40
af Zorglub
Las einhverntímann að þegar Yellowstone gýs þá verði öskumyrkur á jörðinni í ca 200 ár :roll:

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 19:40
af worghal
Zorglub skrifaði:Las einhverntímann að þegar Yellowstone gýs þá verði öskumyrkur á jörðinni í ca 200 ár :roll:

nei, bara 3-5 ár

edit: semsagt ösku myrkur í 3-5 ár en það verður aska í loftinu löngu eftir það

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 19:47
af ingibje
fyrir mér er þetta bara enn einn samsæriskenninginn.

voða fínt að binda þetta við einhverjar hluti sem venjulegi maðurinn hefur ekki hundsvið á (Elenin alignment og rafsegulsviðið (magnetosphere?)) og sýna síðan einhver tölurit í hrönnum.
nefna síðan hamfarirnar í japan og chile sem fóru ekki framhjá neinum.


svo er þetta allveg næsti bær við heimsendi, þetta er allavega á virkilega háu stigi.

það sem er slæmt við svona samsæriskenningar er að fólk sem er slæma geðheilsu lætur dæla í sig allskonar vitleysu og fer með það í öfgar.

ég er kannski mjög þröngsýnn á þetta og ekki búin að kynna mér þetta vel enn þetta eru allavega mín 5.cent.

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 22:41
af Zethic
ingibje skrifaði:fyrir mér er þetta bara enn einn samsæriskenninginn.

voða fínt að binda þetta við einhverjar hluti sem venjulegi maðurinn hefur ekki hundsvið á (Elenin alignment og rafsegulsviðið (magnetosphere?)) og sýna síðan einhver tölurit í hrönnum.
nefna síðan hamfarirnar í japan og chile sem fóru ekki framhjá neinum.


svo er þetta allveg næsti bær við heimsendi, þetta er allavega á virkilega háu stigi.

það sem er slæmt við svona samsæriskenningar er að fólk sem er slæma geðheilsu lætur dæla í sig allskonar vitleysu og fer með það í öfgar.

ég er kannski mjög þröngsýnn á þetta og ekki búin að kynna mér þetta vel enn þetta eru allavega mín 5.cent.




Allveg sammála þessu, ég myndi halda að með því að vara við "heimsendir" með svona orðasúpu myndu fjölmiðlar einfaldlega búa til heimsendir. Fólk panicar auðvitað yfir svona, og fer að klára "mál" sem að þá á útkljáð. (Ósætti við einhvern = Morð, verslanir tæmdar eins og í UK nýlega, sjálfsmorð ofl.)

If it happens, it happens, akkurat ekkert hægt að gera í svona hamförum.


Svo eins og með þessar kenningar... hvernig er þetta öðruvísi en gæjinn með biblíuna að spá heimsendir fyrr á árinu ?
Hann fann eitthvað sem að meikar sense fyrir suma fyrir hreina tilviljun og fólk trúir því sem hann segir.
Bara ignora svona tilviljanir, pældu í öllum "tilviljununum" sem hafa orðið hingað til, öll smáatriði sem hafa valdið því að við erum hérna á Jörðinni.


Eins og ég heyrði einhverstaðar
"Worrying is as affective as solving an algebra equation by chewing bubble gum"

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 23:12
af Minuz1
Heimildarmynd með drama ívafi um Yellowstone eldgos.
http://topdocumentaryfilms.com/supervolcano/
Vísindaleg frásögn í kvikmyndaformi....mér finnst þetta æðislegt.

Síðasta álíka stórgos færði mannkynið í 2500 manns uþb.

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 23:19
af Gúrú
Damn it náttúrufræðikennsla í grunnskólum landsins y u no exist ~1950.

Cliff notes á slóð 1: Það er nokkurnveginn ekkert merkilegt við þessa frétt, þetta gerist mjög reglulega og lítið annað kemur fyrir hinn eðlilega mann en aukin norðurljós.
Cliff notes á slóð 2: Kanaríeyjar liggja ofan á miðlungsstórum möttulstrók, það er ekkert óeðlilegt við jarðskjálfta né eldgos á slíku svæði (við erum á stórum möttulstrók).
Cliff notes á slóð 3: Kórónugos gerast ~þrisvar til ~1/5 sinnum á dag eftir því hvaða tímabil sólin er að ganga í gegnum, þegar að þau gerast á þeim hluta sólar sem að snýr að Jörðu það skiptið
þá kemur auðvitað aukin geislun hingað tímabundið, þú munt hinsvegar aldrei taka eftir því né mun það hafa áhrif á líf þitt.
Cliff notes á slóð 4: Ætla að svara með álíka áhugaverðri slóð: http://hraun.vedur.is/ja/gps/predorb/olkepred.html
Cliff notes á slóð 5: Af hverju ertu að linka á svona drepleiðinleg myndbönd? :(, vitna bara í þennan mann sjálfan fyrst að þú lést mig horfa á þetta:
Q: I want to know whats your opinion on comet Elenin[...]
A: Elenin has no influence on earthquakes whatsoever, this is a cleverly created myth and created dis information to keep people in fear

Ef að það þyrfti bara aukalega við þyngdaraflsáhrif sólar áhrif einhverrar drasl halastjörnu hvað ætti þá að gerast þegar að
100.000 milljarð sinnum stærri massi í álíka mun minni fjarlægð frá Jörðinni bætti þyngdaraflsáhrifum sínum við þyngdaraflsáhrif sólar?
Tunglið okkar?

Cliff notes: Allt bull um "Elenin - Earth - Sun alignment" og tengingu þeirra við jarðskjálfta er já, bull.

Eldgos geta samt vissulega fokkað okkur upp. :)

worghal skrifaði:að vara almenning við eyðileggingu = chaos
að leina hættunni fram á hinstu stundu = controll

Myndi halda að það væri reyndar öfugt. 8-[

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 23:24
af vesley
Minuz1 skrifaði:Heimildarmynd með drama ívafi um Yellowstone eldgos.
http://topdocumentaryfilms.com/supervolcano/
Vísindaleg frásögn í kvikmyndaformi....mér finnst þetta æðislegt.

Síðasta álíka stórgos færði mannkynið í 2500 manns uþb.


Ef Yellowstone mun gjósa á næstunni þá erum við "fokkd"

Hinsvegar finnst mér vera "skemmtilegra" að lesa um Ísland og þau gos sem hafa orðið hér. Lakagígar t.d. höfðu mjög stór áhrif á veðurfar í Evrópu.
Gosið í Lakagígum og Eldgjá höfðu líka stór áhrif á monsúnvindana, yfirborð í ánni Níl snarlækkaði og talið að það hafi valdið því að 1 af hverjum 7 hafi látið lífið úr hungri í Nílardal.

1/3 af allri kviku/hrauni á plánetunni hefur komið upp á Íslandi :8)

Kannski smá off topic en gaman að lesa þetta ef fólk hefur áhuga á því hvernig Ísland myndaðist http://www.schooltube.com/video/71a0163 ... de-Iceland

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Þri 27. Sep 2011 23:25
af worghal
Gúrú skrifaði:
worghal skrifaði:að vara almenning við eyðileggingu = chaos
að leina hættunni fram á hinstu stundu = controll

Myndi halda að það væri reyndar öfugt. 8-[

nei, þegar fólk er látið vita af svona þá verður panic. og hvað gerir almenningur í panic kasti ?

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Mið 28. Sep 2011 00:25
af Leviathan
Gúrú skrifaði:Damn it náttúrufræðikennsla í grunnskólum landsins y u no exist ~1950.

Cliff notes á slóð 1: Það er nokkurnveginn ekkert merkilegt við þessa frétt, þetta gerist mjög reglulega og lítið annað kemur fyrir hinn eðlilega mann en aukin norðurljós.
Cliff notes á slóð 2: Kanaríeyjar liggja ofan á miðlungsstórum möttulstrók, það er ekkert óeðlilegt við jarðskjálfta né eldgos á slíku svæði (við erum á stórum möttulstrók).
Cliff notes á slóð 3: Kórónugos gerast ~þrisvar til ~1/5 sinnum á dag eftir því hvaða tímabil sólin er að ganga í gegnum, þegar að þau gerast á þeim hluta sólar sem að snýr að Jörðu það skiptið
þá kemur auðvitað aukin geislun hingað tímabundið, þú munt hinsvegar aldrei taka eftir því né mun það hafa áhrif á líf þitt.
Cliff notes á slóð 4: Ætla að svara með álíka áhugaverðri slóð: http://hraun.vedur.is/ja/gps/predorb/olkepred.html
Cliff notes á slóð 5: Af hverju ertu að linka á svona drepleiðinleg myndbönd? :(, vitna bara í þennan mann sjálfan fyrst að þú lést mig horfa á þetta:
Q: I want to know whats your opinion on comet Elenin[...]
A: Elenin has no influence on earthquakes whatsoever, this is a cleverly created myth and created dis information to keep people in fear

Ef að það þyrfti bara aukalega við þyngdaraflsáhrif sólar áhrif einhverrar drasl halastjörnu hvað ætti þá að gerast þegar að
100.000 milljarð sinnum stærri massi í álíka mun minni fjarlægð frá Jörðinni bætti þyngdaraflsáhrifum sínum við þyngdaraflsáhrif sólar?
Tunglið okkar?

Cliff notes: Allt bull um "Elenin - Earth - Sun alignment" og tengingu þeirra við jarðskjálfta er já, bull.

Eldgos geta samt vissulega fokkað okkur upp. :)

worghal skrifaði:að vara almenning við eyðileggingu = chaos
að leina hættunni fram á hinstu stundu = controll

Myndi halda að það væri reyndar öfugt. 8-[

Haha, takk fyrir frábært svar. :)

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Mið 28. Sep 2011 00:44
af FuriousJoe
Btw Elenin átti að rústa jörðinni í gær, 2 vikum fyrir gærdaginn áttu þvílíkar náttúruhamfarir að eiga sér stað, sem m.a áttu að rústa mörgum þjóðum.


Það gerðist ekki.

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Sun 02. Okt 2011 14:39
af cure
Það er hellingur af pappakössum búnir að spá heimsendi, ég veit ekki hversu oft, en talan er 100% allveg mjög há !! whoever fears death cannot enjoy life (rétt hjá Nonna)
og þeir sem eru alltaf að hugsa um einhvern heimsendi eru í þessum whoever flokki.
En "spámönnunum" tókst það sem þeir ætluðu sér og náðu að hræða og sannfæra helling af fáfróðu fólki..
eins og munið þið ekki eftir fíflinu sem seldi allar eigur sínar þegar heimsendi var spáð síðast :D spauglegt.

Re: Yfirvofandi náttúruhamfarir

Sent: Sun 02. Okt 2011 16:34
af Eiiki
Hættið þessu rugli, ef það verður ekki heimsendir 21.12.2012 verður hann aldrei ;)