Síða 1 af 1
CD Spilari í bíl, vantar hjálp
Sent: Fös 16. Sep 2011 19:27
af FuriousJoe
Sælir, er að tengja CD spilara í bílinn minn og er að lenda í því veseni að ef ég slekk á honum (bílnum) þá þurkast út allar stöðvarnar sem ég er búinn að vista, og þegar ég kveiki á bílnum þarf ég svo að ýta á power takkan á græjunum svo þær kveiki á sér.
Einhver sem getur aðstoðað mig ?
Re: CD Spilari í bíl, vantar hjálp
Sent: Fös 16. Sep 2011 19:30
af MatroX
það vantar að tengja 12v power snúruna í sviss. powerið er vitlaust tengt.
Re: CD Spilari í bíl, vantar hjálp
Sent: Fös 16. Sep 2011 19:30
af FuriousJoe
MatroX skrifaði:það vantar að tengja 12v power snúruna í sviss. powerið er vitlaust tengt.
En nú var ekkert vesen með kasettutækið sem var fyrir, geturu gefið mér einhverja punkta til að tékka á ?
Re: CD Spilari í bíl, vantar hjálp
Sent: Fös 16. Sep 2011 19:41
af FuriousJoe
á ég þá að svissa á 12V og ACC vírnum ? (s.s ACC fer í gula og guli fer í rauða/ACC)
EDIT; Leysti þetta með því að svissa á gula og rauða vírnum. Takk allir fyrir hjálpina!