Síða 1 af 1

Hvar fengi maður gúmmíkant (hringur)

Sent: Fös 16. Sep 2011 14:24
af TraustiSig
Sælir.

Var að velta því fyrir mér hvort að einhver hérna væri með vitneskju um hvar maður gæti fengið svona gúmmíkant eins og er t.d. aftan á HAF X.

Mynd

Þá er ég að tala um margar stærðir (mig vantar t.d. kant sem hefur innra málið 56mm)

Ég er að setja upp XBMC fyrir framan sjónvarpið hjá mér og gerði gat með dósabor.. langaði að athuga hvort að það er til eitthvað eins og þetta til þess að setja inn i gatið og þá fengi maður allaveganna prik frá konunni fyrir frágang á þessu :happy

Re: Hvar fengi maður gúmmíkant (hringur)

Sent: Fös 16. Sep 2011 14:49
af gardar
Ef þú finnur þetta ekki, þá geturðu alltaf farið í svona hringlaga op eins og vinsælt er að nota á skrifstofum nú til dags.

Mynd
http://www.pic-homes.com/home-office-de ... t-huelsta/

Re: Hvar fengi maður gúmmíkant (hringur)

Sent: Fös 16. Sep 2011 15:01
af TraustiSig
Já ég var búinn að skoða þetta.. Mér fannst þessi svarti gúmmíhringur flottari :)

Re: Hvar fengi maður gúmmíkant (hringur)

Sent: Fös 16. Sep 2011 15:13
af gardar
Það er samt spurning hversu vel þeir halda, þegar þú ert kominn í stóra hringi.... En svo hefur maður líka séð svona stóra hringi með "hári" í staðin fyrir gúmmí flapsana.

Re: Hvar fengi maður gúmmíkant (hringur)

Sent: Fös 16. Sep 2011 15:27
af TraustiSig
Já ég er aðalega að spá í kantinum sjálfum.. Það skiptir í raun ekki máli hvernig flipar eða strengir eru inn í svo lengi sem þeir þjóna sínum tilgangi.