Síða 1 af 1

Reiknivélar - Tölvunarfræðinemar

Sent: Fim 08. Sep 2011 12:52
af Nuketown
Eruði að nota reiknivélar í þessu námi?

hvaða reiknivélar eruði þá að nota og hvernig gagnast hún ykkur?

Re: Reiknivélar - Tölvunarfræðinemar

Sent: Fim 08. Sep 2011 13:17
af hagur
Þegar ég var í þessu þá fékk ég þessa vél lánaða hjá kunningja mínum: http://education.ti.com/educationportal ... i89ti.html

Ég notaði hana í 2 kúrsum ef ég man rétt, stærðfræðigreiningu og tölfræði. Nýttist vel þar, þó aðallega til að fara yfir lausnir og sannreyna. Gat verið ómetanlegt að hafa hana í prófum, einmitt til þess.

Re: Reiknivélar - Tölvunarfræðinemar

Sent: Fim 08. Sep 2011 19:26
af Nuketown
hagur skrifaði:Þegar ég var í þessu þá fékk ég þessa vél lánaða hjá kunningja mínum: http://education.ti.com/educationportal ... i89ti.html

Ég notaði hana í 2 kúrsum ef ég man rétt, stærðfræðigreiningu og tölfræði. Nýttist vel þar, þó aðallega til að fara yfir lausnir og sannreyna. Gat verið ómetanlegt að hafa hana í prófum, einmitt til þess.


Já það er ómetanlegt. Svo það má nota þessar í prófum? Getur TI nspire cx cas og TI NSpire cas gert það sama og þú fékkst lánaða? Veistu hvort casio fx 9750 GII gerir þetta líka?

Svo ein æðisleg spn, hver eru byrjunarlaun nýutskrifadra tölvunarfræðinga?

Re: Reiknivélar - Tölvunarfræðinemar

Sent: Fim 08. Sep 2011 19:47
af hagur
Já, það mátti hafa grafískar reiknivélar í öllum prófum a.m.k í þessum tveim áföngum.

Ég hugsa að Nspire Cas vélarnar geti gert allt sem þessi gerir, þær eru mikið nýrri og dýrari held ég. Er samt ekki 100% viss um þetta.

Get því miður ekki svarað þér með byrjunarlaun nýútskrifaðra tölvunarfræðinga, þekki það bara alls ekki. Ætli þau séu ekki jafn misjöfn og fyrirtækin eru mörg. Tölvunarfræðingar eru jú ekki á taxtalaunum (nema e.t.v. þeir sem vinna í opinbera geiranum). Það eru markaðslaun sem gilda og þá semur í raun hver fyrir sig ;)

En eitt er víst að það er næga vinnu að hafa í dag fyrir tölvunarfræðinga og mörg fyrirtæki eiga í vandræðum með að finna fólk.

Re: Reiknivélar - Tölvunarfræðinemar

Sent: Fim 08. Sep 2011 20:11
af Daz
Ef ég má leyfa mér að giska, þá er byrjunarlaunin (fyrir fulla vinnu) varla mikið undir 300k. Þeir sem geta sýnt fram á þekkingu/reynslu í því sem á að vinna við byrja svo hærra en það.
Skv. VR könnuninni síðustu voru meðallaunin ca 500-550 minnir mig.

Annars hef ég ekki hugmynd, ég var byrjaður að vinna löngu áður en ég útskrifaðist og það eru margar netbólur síðan :o