Síða 1 af 1

Ljóðaþráðurinn

Sent: Fös 12. Ágú 2011 22:25
af biturk
eru einhverjir hjérna sem eru í ljóða framkvæmdum aðrir en ég?

ljóð er vanmetin list, hún er vægast sagt æðislegt leið til að koma tilfinningum til skila hvort sem það er reiði, blygðun, ást eða annað.

langar að henda inn nokkrum ljóðum eftir mig sjálfann, reindar flest nokkura ára orðin greyin en mér þykir jafn vænt um þau fyrir því

stæðu allir saman

Sprengjurnar springa
speglarnir brotna
írak er brunnið
allflest þar ónýtt
hermenn að hörfa
hólpnir frá bombum
forsetinn flúinn
farinn frá tapi!

kúlnahríð hættir
heimurinn stoppar
barnið það grætur
brjálæðið sér
fólk er að falla
fyrir augum þess
hver mun því hjálpa
já hver mun hjálpa?

hataðir hérna
hryðjuverkamenn
sprengjur þeir sprengja
spreða úr byssum
hvað ef heimurinn
hjálp myndi veita
stæð´allir saman
...stæðu án herja?

draumarnir vaka


ég lýt á mynd af þér og ég hugsa um þig
tímarnir þeir breitast á dag hverjum
ég, í drauma heimi svíf til þín
og horfi á þig sofa, fallegum værum svefni
en ég er bara andi sem sveima
ég sé í augum þínum að þig er að dreima
og ég tárast af hamingju og ást

ég sest á rúmstokkinn og horfi á þig
hvað ertu að hugsa ég pæli í
ég finn að þú skynjar nærveru mína
því þú brosir og snýrð þér að mér
vonandi líður þér vel í svefni
en það er tímabært að ég nefni
að ég elska þig meira en allt sem ég þekki

ég finn að ég færist frá þér til baka
en ég gef þér einn koss áður en ég fer
í minningunni, þá er þetta heil eilífð
þessi eina huxun, hún er heil eilífð
ég vakna og byrja að gráta
því ég er ekki hjá þér til að vekja
en ég hlakka þó til að sjá þig aftur
mín ástkæra!


Minningarvottur


fyrir þér ég felli tár að eilífu
eitt fyrir ástina og annað fyrir vináttu
þriðja fyrir tímann sem stóð í blíðu og stríðu
fjórða fellur á gröf þína sem minningarvottur

þú vakir yfir mér, veit ég það
ég mun minnast þín á hverjum degi
þeir tímar sem við eiddum á hverjum stað
munu ekki gleimast jafnvel þó ég deyji

ó minn kæri vin þú fórst of fljótt
tæplega tvítugur eina nóvember nótt
ó minn kæri þú fórst of skjótt
en ég vona það að þú sofir rótt


nóttin langa


brýst út sem grátur í fjarlægum vindi
dimma sem svífur skýjunum á
haustnóttin læðist að logandi kindli
mannstu eftir draumnum sem ég sagði þér frá?
kerti í glugga sem flöktir við andann
sit þar og stari á mánann og sjóinn
huxanir fljúga því ekkert ég man
sorgmæddur græt því hún er nú dáin

englar þeir hvísla og þerra burt tárin
erfitt að reina að hylja öll sárin
en ég vaki og tel hvernig tímanum miðar
á meðan ég óska þér ástar og friðar



Missed


I kissed you softly on the forehead,
layed you gently on the bed.
To think of this all, it makes me sad,
in my mind, memories only glad.
Looking at you makes me afraid,
that morning I was going to tell you straight,
my soul and my heart was yours to keep,
You were everything I´d ever need.
Shaking, I slowly walked the floor,
Opened the door and just before
I closed my eyes and saw the light,
blindly I ran into the night.
Away, far away, I write these lines,
it´s hard to tell about those times.
and honestly, I have to say this,
all you need to know is in this kiss.




kafli 35

það nálgast vetur, finn það innra með mér
gleði víkur fyrir endalausri eymd
komið almyrkur, jafnt að utan sem innan
skildi ég geta skotið mér útí geim?
getur einn einfaldur maður gleimt öllu?
eða er það kannski orðið of seint?
öll þau orð sem féllu í fyrradag
eru þau núna orðin grafin og gleimd?
loforð svikin til að bjarga eigin skinni
þetta mannkyn er svo helvíti heimskt



Þunnur á þorlák

þetta var ekki góður dagur til að vakna á
mér leið ekki vel og vildi ei á stjá
jólin á morgun ég vissi það svo vel
jólakaupin eftir og ég var alveg skel
enginn aur því ég eidd´onum á bar
það var bara svo skrambi gott að sitja og þjóra þar

ég vil ekki fætur því það verður svo vont
ef ég einungis ætti bjór þá væri það gott
afréttara og glös en ég braut þau í gær
henti konunni út en ég segi henni var nær
lagði allt í rúst því ég var fullur og æstur
jólatré útum gluggan og öskraði hver er næstur!

þunnur á þorlák, það er ekki gaman
vaknaði nakinn en engin var daman
kind upp í rúmi og smokkur á limi
hvaðgerðist í gær og fannst þetta fyndið
hafði ég mök eða dó ég mínum drottni
skiptir engu máli og setti vaselín á smokkinn




á heilan helling í viðbót sem ég gæti hent inn við tækifæri en það væri gaman að sjá hvort það séu fleiri vaktarar að semja ljóð hjérna

Re: Ljóðaþráðurinn

Sent: Fös 12. Ágú 2011 22:33
af intenz
Er ekki Hugi einmitt fyrir svona lagað?

Re: Ljóðaþráðurinn

Sent: Fös 12. Ágú 2011 22:34
af SolidFeather
Það er ekki x í hugsa.

Re: Ljóðaþráðurinn

Sent: Fös 12. Ágú 2011 22:40
af biturk
þokuslæðingur læðist meðfram myrkum fjöllum
austur í landi langt frá mannabyggðum
ráfa þar aleinn án þess að þekkja norður
vitandi það að ég mun varla vakna á morgun
ég mun ekki sjá annan dag
nóttin læðist að..

ef ég sofna veit ég það, að ég mun deyja
það veit ekki nokkur maður hvar ég er
haglél dynur úr þungum dimmum skýjum
ég sakna þess svo að finna mjúka hlýju
ég mun ekki sjá annan dag
nóttin læðist að..

sjáið til þess guðir, að mannskepnan finni mig
dragið lík mitt til byggða og grafið þar
hringið kirkjuklukkum í síðasta sinn
signið, biðjið og saknið með tár á kinn
ég sá aldrei annan dag
nóttin læddist að..

þungir þankar síðann ég var lítið barn
þyngdu för mína, hvern einasta dag
en núna veit ég loksins hvert ég stefni
við dauðann loksins loforðin mín efni

gleimdi þessu hjérna

common strákar, ekki vera svona harðir, sýnið nú smá luuuv :happy

Re: Ljóðaþráðurinn

Sent: Fös 12. Ágú 2011 23:01
af braudrist
Too long, didn't read

Re: Ljóðaþráðurinn

Sent: Fös 12. Ágú 2011 23:06
af tdog
Farðu a Huga/ljóð

Re: Ljóðaþráðurinn

Sent: Fös 12. Ágú 2011 23:20
af FuriousJoe
Hvað er að ykkur strákar þetta má alveg hérna. (held ég?)



Örugglega...




Trúi því ekki að stjórnendur fari að banna ljóðrænar sálir !

Re: Ljóðaþráðurinn

Sent: Lau 13. Ágú 2011 00:42
af Zorglub
nærist á sálinni nútímljóð
náranna dreggja er litur
ambögur rata í orðanna hnjóð
örla er gramur og bitur

:-"

Re: Ljóðaþráðurinn

Sent: Lau 13. Ágú 2011 00:44
af ViktorS
Eitt sem ég heyrði...

Hiroshima

það var heitt þennan dag
kannski fullheitt

Re: Ljóðaþráðurinn

Sent: Lau 13. Ágú 2011 15:59
af Arnarr
ViktorS skrifaði:Eitt sem ég heyrði...

Hiroshima

það var heitt þennan dag
kannski fullheitt


Hahahaha

Re: Ljóðaþráðurinn

Sent: Þri 16. Ágú 2011 00:07
af Jim
Mér finnst ljóð vera snilld og að við ættum að halda í ljóðahefð íslendinga eins fast og unnt er. Ég er því miður svo lélegt skáld, ég fer reyndar stundum í "diss" ljóða (ekki rapp) bardaga við vini mína og það er bara helvíti gaman ;)