Moldvarpan skrifaði:http://www.youtube.com/watch?v=TAibh3SqRUo Frábært video til að byrja gott kvöld!
Er ekki soldið meira mál að brugga bjór heldur en sterkann spíra?
Hvaða efni notaru til að búa til góðann bjór?
Í hvaða hlutföllum?
Hvað tekur langann tíma að brugga einn dashh af bjór?
Hvernig hendiru kolsýru í flöskuna?
Ég hef minnstar áhyggjur af þrifnaðinum, meiri áhyggjur af gæðum bjórsins
Ég er ekki all-grain'er (enþá) svo ég versla bara beer kit, t.d Europrís, aman.is o.f.l eru að selja svoleiðis.
Þú tekur þá dós, tæmir hana í 30L fötu, setur ca 2-4L af heitu vatni út í, setur svo 1KG sykur, Dextros eða t.d 1.3KG DME (Dry Malt Extract) fer eftir smekk.
Hrærir þetta saman þangað til þetta leysist allt upp (LME, Liquid Malt Extract sem er í dósinni er ROSALEGA þykt!)
Fyllir upp að ca 20-23L með köldu vatni, mælir hitann samt og passar þig á að fara ekki yfir 20-22°, hrærir alveg vel í ca 1-3min
Tekur hydrometer readings, t.d á þessum sem ég postaði var OG (Original Gravity) 1.044, Svo skelliru gerinu útí, lokar fötunni og setur loftlásinn á.
Eftir gerjun tók ég annað reading, (Final Gravity) og var það 1.008
Sem gefur mér um 4.8% alkahól
Gerjunin tekur 7-10 daga, en þó er ráðlagt að láta fötuna standa í ca 14-20 daga til þess að gerið farlægi eftirbragð sem gæti myndast (t.d með sykri)
Svo skelluru þessu á flöskur, ég er með 500ml flöskur og set því 1/2 teskeið af sykri/dextros í hverja flösku, fyllir svo á þær, lokar og hristir vel.
Geymir þetta á góðum stað í svona 14-20 daga, skellir í kæli 2-6 daga fyrir smökkun.
Edit; Sykurinn sem þú s.s setur á flöskurnar, er til þess að þegar bjórinn er kominn á þá byrjar gerið að éta sykurinn aftur, og þá myndast Co2, nema núna er enginn loftlás svo loftið kemst ekki út.
Það sem gerist er að eftir nokkra daga fer Co2 að éta sig í vökvann og myndar þannig gos í bjórinn
Þetta er gaman