Síða 1 af 3

Einn bjór takk !

Sent: Mið 10. Ágú 2011 22:29
af FuriousJoe
Sælir, ákvað að sjá hvort það séu fleirri en ég í heimabransanum hérna.

Var að opna mér svellkaldann núna og þar sem ég hugsa svo mikið til ykkar ákvað ég að taka það upp á video og henda á youtube.

http://www.youtube.com/watch?v=NkeCIc2NW-g

Þessi er alveg rooooooooosalega góður !




Er með einhver fleirri videos þarna líka.

Svo spurningin er, ert ÞÚ að stunda bjórbruggun ?
(ef já, endilega komdu með einhverjar sögur af síðustu lögn)

Re: Einn bjór takk !

Sent: Mið 10. Ágú 2011 22:37
af Daz
Ég datt í að lesa á fagun.is og brew.is í gærkvöldi, alveg ljóst að um leið og ég verð kominn með meira (geymslu) pláss ætla ég að prófa. Meira að segja starter kit til sölu á brew.is :D

Re: Einn bjór takk !

Sent: Mið 10. Ágú 2011 22:38
af FuriousJoe
Daz skrifaði:Ég datt í að lesa á fagun.is og brew.is í gærkvöldi, alveg ljóst að um leið og ég verð kominn með meira (geymslu) pláss ætla ég að prófa. Meira að segja starter kit til sölu á brew.is :D



Hehe já mig vantar pláss líka, er bara að nota baðherbergið í þetta.

Það er líka á hreinu að það er oftast alltaf ný sótthreinsað, svo konan getur ekki kvartað! :)

Re: Einn bjór takk !

Sent: Mið 10. Ágú 2011 22:43
af Moldvarpan
http://www.youtube.com/watch?v=TAibh3SqRUo Frábært video til að byrja gott kvöld!

Er ekki soldið meira mál að brugga bjór heldur en sterkann spíra?


Hvaða efni notaru til að búa til góðann bjór?
Í hvaða hlutföllum?
Hvað tekur langann tíma að brugga einn dashh af bjór?
Hvernig hendiru kolsýru í flöskuna?

Ég hef minnstar áhyggjur af þrifnaðinum, meiri áhyggjur af gæðum bjórsins :8)

Re: Einn bjór takk !

Sent: Mið 10. Ágú 2011 22:54
af FuriousJoe
Moldvarpan skrifaði:http://www.youtube.com/watch?v=TAibh3SqRUo Frábært video til að byrja gott kvöld!

Er ekki soldið meira mál að brugga bjór heldur en sterkann spíra?


Hvaða efni notaru til að búa til góðann bjór?
Í hvaða hlutföllum?
Hvað tekur langann tíma að brugga einn dashh af bjór?
Hvernig hendiru kolsýru í flöskuna?

Ég hef minnstar áhyggjur af þrifnaðinum, meiri áhyggjur af gæðum bjórsins :8)



Ég er ekki all-grain'er (enþá) svo ég versla bara beer kit, t.d Europrís, aman.is o.f.l eru að selja svoleiðis.

Þú tekur þá dós, tæmir hana í 30L fötu, setur ca 2-4L af heitu vatni út í, setur svo 1KG sykur, Dextros eða t.d 1.3KG DME (Dry Malt Extract) fer eftir smekk.
Hrærir þetta saman þangað til þetta leysist allt upp (LME, Liquid Malt Extract sem er í dósinni er ROSALEGA þykt!)

Fyllir upp að ca 20-23L með köldu vatni, mælir hitann samt og passar þig á að fara ekki yfir 20-22°, hrærir alveg vel í ca 1-3min
Tekur hydrometer readings, t.d á þessum sem ég postaði var OG (Original Gravity) 1.044, Svo skelliru gerinu útí, lokar fötunni og setur loftlásinn á.
Eftir gerjun tók ég annað reading, (Final Gravity) og var það 1.008
Sem gefur mér um 4.8% alkahól

Gerjunin tekur 7-10 daga, en þó er ráðlagt að láta fötuna standa í ca 14-20 daga til þess að gerið farlægi eftirbragð sem gæti myndast (t.d með sykri)

Svo skelluru þessu á flöskur, ég er með 500ml flöskur og set því 1/2 teskeið af sykri/dextros í hverja flösku, fyllir svo á þær, lokar og hristir vel.
Geymir þetta á góðum stað í svona 14-20 daga, skellir í kæli 2-6 daga fyrir smökkun.

Edit; Sykurinn sem þú s.s setur á flöskurnar, er til þess að þegar bjórinn er kominn á þá byrjar gerið að éta sykurinn aftur, og þá myndast Co2, nema núna er enginn loftlás svo loftið kemst ekki út.
Það sem gerist er að eftir nokkra daga fer Co2 að éta sig í vökvann og myndar þannig gos í bjórinn ;)

Þetta er gaman :)

Re: Einn bjór takk !

Sent: Mið 10. Ágú 2011 23:02
af biturk
Mér fynnst lang best að nota púðursykur í bjór bruggun, gefur mikid meira og betra "ekta" bjór bragð

Sent from my GT-S5830 using Tapatalk

Re: Einn bjór takk !

Sent: Mið 10. Ágú 2011 23:05
af FuriousJoe
biturk skrifaði:Mér fynnst lang best að nota púðursykur í bjór bruggun, gefur mikid meira og betra "ekta" bjór bragð

Sent from my GT-S5830 using Tapatalk



Var búinn að lesa um það, er mikill munur ?

Re: Einn bjór takk !

Sent: Mið 10. Ágú 2011 23:14
af Minuz1
Maini skrifaði:
Þú tekur þá dós, tæmir hana í 30L fötu, setur ca 2-4L af heitu vatni út í, setur svo 1KG sykur, Dextros eða t.d 1.3KG DME (Dry Malt Extract) fer eftir smekk.
Hrærir þetta saman þangað til þetta leysist allt upp (LME, Liquid Malt Extract sem er í dósinni er ROSALEGA þykt!)


Ég vona að þú hitir upp kalt vatn í stað þess að nota hitaveituvatn í þetta.

Re: Einn bjór takk !

Sent: Mið 10. Ágú 2011 23:16
af FuriousJoe
Minuz1 skrifaði:
Maini skrifaði:
Þú tekur þá dós, tæmir hana í 30L fötu, setur ca 2-4L af heitu vatni út í, setur svo 1KG sykur, Dextros eða t.d 1.3KG DME (Dry Malt Extract) fer eftir smekk.
Hrærir þetta saman þangað til þetta leysist allt upp (LME, Liquid Malt Extract sem er í dósinni er ROSALEGA þykt!)


Ég vona að þú hitir upp kalt vatn í stað þess að nota hitaveituvatn í þetta.



Já auðvitað :) sýð alltaf 4L af vatni til að hafa hjá mér.

Re: Einn bjór takk !

Sent: Mið 10. Ágú 2011 23:19
af worghal
djöfull langar mig að bragða á þessu :popeyed

Re: Einn bjór takk !

Sent: Mið 10. Ágú 2011 23:50
af Zethic
Er ekki allveg inn í þessu, en hver er munurinn á bjórbruggun og landa bruggun ?

Þar sem landa bruggun er ólögleg (?)

Re: Einn bjór takk !

Sent: Mið 10. Ágú 2011 23:51
af FuriousJoe
Zethic skrifaði:Er ekki allveg inn í þessu, en hver er munurinn á bjórbruggun og landa bruggun ?

Þar sem landa bruggun er ólögleg (?)



Landabruggun er bara allt annað ferli, þarft að distilla o.s.f sem er ekki gert með bjór.

Distilling spirits er ólöglegt as hell.

Re: Einn bjór takk !

Sent: Mið 10. Ágú 2011 23:58
af Lallistori
djö líst mér vel á þetta :P Er mikið að spá í að prufa þetta.

Væriru til í að henda inn meiri upplýsingum um hvernig allt þetta ferli er ? það væri alveg mjög vel þegið ;)

Re: Einn bjór takk !

Sent: Fim 11. Ágú 2011 00:03
af GuðjónR
Er eitthvað ódýrara að brugga bjórinn en að kaupa hann í búðinni ?

Re: Einn bjór takk !

Sent: Fim 11. Ágú 2011 00:05
af FuriousJoe
Lallistori skrifaði:djö líst mér vel á þetta :P Er mikið að spá í að prufa þetta.

Væriru til í að henda inn meiri upplýsingum um hvernig allt þetta ferli er ? það væri alveg mjög vel þegið ;)


Skal bara senda þig á video hérna sem útskýrir allt í bitum

Ég geri svona íslenskt video næst þegar ég geri bjór ;)

http://www.youtube.com/watch?v=I-W5YMjw ... 81&index=5

Skoðaðu bara allt með Craigtube, þessi gaur er alveg magnaður og helvíti skemmtilegur :)


GuðjónR skrifaði:Er eitthvað ódýrara að brugga bjórinn en að kaupa hann í búðinni ?


Ef ég nota t.d Geordie kits, þeir eru að kosta 2.600kr

Það gefur mér 23L af bjór, sem fer á 42-44 flöskur, sem eru 4 kassar og 4 bjórar.

Það er total, 2.600kr fyrir 4 kassa og 4 bjóra.

Lager t.d (ódýrasti bjórinn) kostar kassinn 2.660kr
4 kassar kosta 10.640kr

Fyrir 10.600 geturu gert 4x23L = 92L af bjór !

Edit; Svo er auðitað hægt að leika sér með bruggið, bæta við humlum o.s.f
Þetta er rosalega gaman, algjört hobbý :)

Ég er orðinn háður því að brugga þetta, því það er svo "spennandi" og gaman :)

Re: Einn bjór takk !

Sent: Fim 11. Ágú 2011 00:07
af Lallistori
Maini skrifaði:
Lallistori skrifaði:djö líst mér vel á þetta :P Er mikið að spá í að prufa þetta.

Væriru til í að henda inn meiri upplýsingum um hvernig allt þetta ferli er ? það væri alveg mjög vel þegið ;)


Skal bara senda þig á video hérna sem útskýrir allt í bitum

Ég geri svona íslenskt video næst þegar ég geri bjór ;)

http://www.youtube.com/watch?v=I-W5YMjw ... 81&index=5

Skoðaðu bara allt með Craigtube, þessi gaur er alveg magnaður og helvíti skemmtilegur :)


Alright takk fyrir ábendinguna :D

Re: Einn bjór takk !

Sent: Fim 11. Ágú 2011 00:36
af Tesy
Mér finnst epic að þú ert að taka myndbönd af þér að opna bjór :P. Annars lítur þetta þokkalega vel út!!!

Re: Einn bjór takk !

Sent: Fim 11. Ágú 2011 00:43
af FuriousJoe
Tesy skrifaði:Mér finnst epic að þú ert að taka myndbönd af þér að opna bjór :P. Annars lítur þetta þokkalega vel út!!!


Já ég safna saman videos af öllum test bjórum, eða smakk bjórum til að geta borið saman við næstu lögn og séð t.d mun á útliti og notes sem ég skrifa niður.

Re: Einn bjór takk !

Sent: Fim 11. Ágú 2011 01:02
af GuðjónR
En er þetta eins góður bjór og þú kaupir tilbúinn? Er ekki gerbragð ... eða grugg sem truflar...etc.?
Ég gerði eina tilraun fyrir langa löngu...átti eitthvað um tuttugu flöskur en þær sprungu allar þar sem þrýstingurinn var of mikill á þeim. :face

Re: Einn bjór takk !

Sent: Fim 11. Ágú 2011 01:04
af biturk
Munurinn er rosalegue, ég var ad klára lögun sem var sett á flöskur fyrir viku, skal koma með handa þér smakk er þú vilt eftir 2 vikur

Sent from my GT-S5830 using Tapatalk

Re: Einn bjór takk !

Sent: Fim 11. Ágú 2011 01:08
af FuriousJoe
GuðjónR skrifaði:En er þetta eins góður bjór og þú kaupir tilbúinn? Er ekki gerbragð ... eða grugg sem truflar...etc.?
Ég gerði eina tilraun fyrir langa löngu...átti eitthvað um tuttugu flöskur en þær sprungu allar þar sem þrýstingurinn var of mikill á þeim. :face


:D

Það fer auðvitað eftir smekk, ég vill bodymikla bjóra.

EN, framm að þessu hafði ég bara verslað Lager kassa til þess að fá mér bjóra af og til.
Eftir að ég fór að brugga svona þá get ég ekki lengur drukkið lager, hann er bara of vondur.

Það verður auðvitað eitthvað botnfall í öllum flöskum, sem er bara gerið eftir að kolsýrun myndast og sykurmagn í flöskunum búið.
Maður venst því strax að skilja eftir ca 1-2cm af bjór í hverri flösku þá færðu þetta ekkert í glasið þitt :)

Ef þú bruggar rétt, og ert þolinmóður, þ.e.a.s bíður í a.m.k 14 daga með bjórinn í bruggfötunni ósnertann, svo 2-3 vikur í flöskum, notar t.d Dextros og DME, þá ertu að fá úrvalsbragð.
(Svo er líka hægt að nota 2xBeer kit dollur, og færð meira malt bragð og meira body þannig, plús notar minni sykur. Strásykur er það sem gefur þetta óþæginlega eftirbragð, ef þú forðast hann þá ertu golden)

Re: Einn bjór takk !

Sent: Fim 11. Ágú 2011 01:09
af FuriousJoe
biturk skrifaði:Munurinn er rosalegue, ég var ad klára lögun sem var sett á flöskur fyrir viku, skal koma með handa þér smakk er þú vilt eftir 2 vikur

Sent from my GT-S5830 using Tapatalk


Það væri magnað :)

Skal geima eina flösku af þessum sem er í videoinu handa þér ;)

Re: Einn bjór takk !

Sent: Fim 11. Ágú 2011 01:11
af GuðjónR
Já...spurnig um að prófa þetta.... :-k

Re: Einn bjór takk !

Sent: Fim 11. Ágú 2011 01:17
af FuriousJoe
GuðjónR skrifaði:Já...spurnig um að prófa þetta.... :-k



Já um að gera, skoðaðu Craigtube á Youtube, hann fer vel yfir svona beer kit bruggun og allt sem þú þarft að gera er að finna þar :)

Re: Einn bjór takk !

Sent: Fim 11. Ágú 2011 02:15
af vesley
Þessi Craig er mörgum levelum yfir alkóhólisma :shock:

Ástríðan hans fyrir bjór er svakaleg!