Síða 1 af 1
Varðandi tryggingar
Sent: Mið 10. Ágú 2011 09:28
af Daz
Vildi ekki offtopica
söluþráðinn meira.
Einhverntíman las ég einfalda reglu varðandi tryggingar. Ef maður getur borgað tjón úr eigin vasa án þess að valda sér vandræðum, þá eru tryggingar óþarfar. Ef maður getur það ekki og tjónið sjálft veldur vandræðum (eins og í þessu dæmi, fartölva fyrir t.d. skóla) þá á maður að kaupa tryggingu.
Auðvitað er kostnaðurinn við tryggingarnar hærri en kostnaðurinn við tjónið, í stóru myndinni (s.s. fyrir hverja 1000 viðskiptavini trygginga þá borgar félagið út lægri bætur en þeir fá inn í iðgjöldum), en fyrir einstakling getur bílatjón upp á milljónir skemmt mun meira fyrir honum en tryggingar upp á 60-80 þúsund á ári. Nú eða námsmaðurinn með engar tekjur sem lifir á núðlusúpu, hann á kannnski erfitt með að borga 20 þúsund króna tryggingu, en hann getur engan vegin keypt sér nýja tölvu með skömmu fyrirvara ef tjón verður.
Því meiri peningum sem maður hefur til ráðstöfunnar, því minni ástæða fyrir tryggingum.
Re: Varðandi tryggingar
Sent: Mið 10. Ágú 2011 09:38
af Kristján
mjög satt svo líka nokkur góð spakmæli:
betra að hafa tryggingar og ekki lenda í tjóni en að lenda í tjóni og ekki vera með tryggingu
betra að vera með smokkinn til handar og ekki þurfa hann en að vera ekki með hann og þurfa hann.
getur sagt þetta um helling.
ég og kærastan mín vorum að fá okkur tryggingar á öllum sviðum næstumþví, gott að vera með tryggingar og geta verið rólegur í umferð, vinnu, uppa fjalli, eða hvar sem er en að vera hræddur um svaka sjúkrakostnað og launamissir kannski í útileigu eða fjallaferð.
samt ef maður er með meiri pening en ella þá mundi ég samt tryggja mig og mína.
Re: Varðandi tryggingar
Sent: Mið 10. Ágú 2011 09:38
af TraustiSig
Að sjálfsögðu er það þannig. Ef þú átt fyrir nýjum bíl og telur að þú sért betur settari með að kaupa ekki tryggingu því þau kaupir þér bara nýjan bíl.
Ég stórefa að það sé í meira en 1% atvika sem það er möguleiki.
Með tölvur þá erum við náttúrulega að tala um töluvert minni upphæðir en fyrir mörgum er t.d. 100þ eitthvað sem ekki verður plokkað af tré.. Því er sniðugt að eyða kannski 15þ í tryggingu fyrir vélina sem kostar >100þ og fá 3 ára tryggingu..
Re: Varðandi tryggingar
Sent: Mið 10. Ágú 2011 10:00
af mind
Tryggingar eru negatíft lottó og því stærðfræðilega á ekki að vera hægt að græða á því peninga nema svindla á því.
Þetta skapar vítahring vegna þess að því meira sem viðkomandi fjárfestir í tryggingum því minni peninga hefur hann til að komast hjá þörfinni að tryggja.
Að komast hjá tryggingum á einhverjum máta er næstum ekki hægt þar sem með fjárfestingu í fasteignum eins og húsi eða bíl þá skyldar ríkið þig til að tryggja þær, enda hagur þeirra fólginn í því en ekki þinn.
Svo svipað eins og stunda fjárhættuspil er því ákvörðunin að tryggja umfram yfirleitt skortur á skilning eða peningum hjá viðkomandi, hvoru tveggja er ekki beint jákvæður hlutur fyrir þjóðfélagið að mínu mati.
Re: Varðandi tryggingar
Sent: Mið 10. Ágú 2011 10:04
af Daz
Enda ætlum við ekki að græða pening á tryggingum, heldur jafna út áhættu vegna áfalla. Ef bíllinn minn lendir í tjóni og ég fæ ekkert útúr trygginum (ímyndað dæmi, ég er í kaskó
) þá lendi ég í miklum vandræðum þar sem ég hef ekki fjárráð til að borga útborgun í nýjan bíl eða borga niður lánið sem er áhvílandi á þeim tjónaða og þarf á bíl að halda þessa dagana vegna leikskóla, skóla, vinnu osfrv.
Líklegast mun ég borga meiri fjárhæð í iðgjöld en ég mun fá til baka í bætur, þar sem ég stefni ekki á að skemma bílinn minn í tjóni. Tryggingin er vörn gegn ófyrirséðum atburðum.
Ef ég ætlaði að leggja iðgjaldapeninginn fyrir til að standa straum af þeim kostnaði sem tjón veldur mér og öðrum, þá er ég samt líklega 30 ár að safna nægum sjóð.
Ég tel að vandræðin sem ég forða mér frá séu þeirra peninga virði sem ég legg út á hverju ári, jafnvel þó ég lendi aldrei í þessum vandræðum.
Re: Varðandi tryggingar
Sent: Mið 10. Ágú 2011 10:32
af mind
Daz skrifaði:Enda ætlum við ekki að græða pening á tryggingum, heldur jafna út áhættu vegna áfalla. Ef bíllinn minn lendir í tjóni og ég fæ ekkert útúr trygginum (ímyndað dæmi, ég er í kaskó ) þá lendi ég í miklum vandræðum þar sem ég hef ekki fjárráð til að borga útborgun í nýjan bíl eða borga niður lánið sem er áhvílandi á þeim tjónaða og þarf á bíl að halda þessa dagana vegna leikskóla, skóla, vinnu osfrv.
Fólk tryggir aðallega vegna þess það hefur ekki efni á að tapa peningum sem það á ekki.
Ef þú átt ekki peninga fyrir öðrum bíl eftir að þú skemmir þinn þá keyptirðu líklega of dýran bíl til að byrja með.
Ef þú kaupir bíl á lánum áttirðu að sama skapi ekki fyrir bílnum til að byrja með.
Og þetta væri meira einstaklingsvandamál hvað varðar skynsamlega meðferð peninga.
Daz skrifaði:Líklegast mun ég borga meiri fjárhæð í iðgjöld en ég mun fá til baka í bætur, þar sem ég stefni ekki á að skemma bílinn minn í tjóni. Tryggingin er vörn gegn ófyrirséðum atburðum.
Ef ég ætlaði að leggja iðgjaldapeninginn fyrir til að standa straum af þeim kostnaði sem tjón veldur mér og öðrum, þá er ég samt líklega 30 ár að safna nægum sjóð.
Ég tel að vandræðin sem ég forða mér frá séu þeirra peninga virði sem ég legg út á hverju ári, jafnvel þó ég lendi aldrei í þessum vandræðum.
Munurinn hér er sá að eftir þessi 30 ár þá líklega átt þú þennan sjóð. Eina sem þú værir að gera núna er að treysta á að einhver annar sé hæfari til að sjá um sjóðinn en þú sjálfur. Sem opnar spurninguna, hver er best hæfur að sjá um líf þitt ?
Ég geri mér samt alveg grein fyrir því að í okkar þjóðfélagi telst eðlilegt að tryggja allt o.s.f. (enda höfum við sýnt frammá mikinn skort í skilningi á meðferð peninga)
En það þarf ekki einusinni grunnskólapróf í stærðfræði til að sjá að tryggingar, fjárhættuspil og fleiri hlutir eru undantekningalaust neikvæð fjárfesting til lengri tíma.
En það eru svosem til verri hugmyndir líkindalega séð eins og Base Jumping.
Re: Varðandi tryggingar
Sent: Mið 10. Ágú 2011 10:41
af Daz
Enda lítur fólk ekki á tryggingar sem fjárhættuspil, heldur ...tryggingu. Við erum ekki að borga peninga til að græða á því, heldur til að jafna út áföll. Við borgum pening núna, til að leyfar okkur fjárfestingar núna, en þurfum ekki að fresta þeim þangað til við getum borgað hlutinn tvisvar.
Bílatryggingin inniheldur líka ekki bara skaðann á þínum eigin bíl (fjárfesting sem þú átt eða átt ekki fyrir) líka skaða sem þú veldur á öðrum hlutum og fólki (sem er "fjárfesting" sem þú hefur enga stjórn á). Sérstaklega þessvegna ert þú skyldaður til að tryggja bíla alls staðar í heiminum. Fæstir eru borgunarmenn fyrir því að eyðileggja bíla (og annað fólk, hvernig sem við viljum verðleggja það).
Varðandi trygginu á lausafjármunum, eins og húsbúnaði og raftækjum (fartölvum). Þá eru það vörur sem við eigum mögulega fyrir. Í dag er ég ekki með tryggingar á mínum tölvum, því eins og kom fram áður, þá tryggir maður ekki ef maður ræður við kostnaðinn og vandræði. Ég er aftur á móti með innbúið mitt í heild sinni tryggt því ég ræð ekki við að kaupa nýtt innbú í heild sinni ef eitthvað óvænt kemur upp á. Ég gat keypt það upphaflega, en ég get ekki keypt það tvisvar.
Varðandi 30 ár til að safna sjóð. Ég á þá ca 3 milljónir í sjóð (+ ávöxtun) eftir 30 ár miðað við iðgjöldin. Það borgar ekki mjög dýran bíl og lítinn annan skaða. Einnig þýðir það að ég get ekki ekið bíl í þau 30 ár sem ég er að safna í sjóðinn. Frekar tek ég ákvörðun að láta tryggingafélagið um þennan pening og kaupa mér bíl strax, vitandi þann kostnað sem tryggingar munu vera.
Re: Varðandi tryggingar
Sent: Mið 10. Ágú 2011 10:44
af FriðrikH
Kristján skrifaði:mjög satt svo líka nokkur góð spakmæli:
betra að hafa tryggingar og ekki lenda í tjóni en að lenda í tjóni og ekki vera með tryggingu
betra að vera með smokkinn til handar og ekki þurfa hann en að vera ekki með hann og þurfa hann.
getur sagt þetta um helling.
ég og kærastan mín vorum að fá okkur tryggingar á öllum sviðum næstumþví, gott að vera með tryggingar og geta verið rólegur í umferð, vinnu, uppa fjalli, eða hvar sem er en að vera hræddur um svaka sjúkrakostnað og launamissir kannski í útileigu eða fjallaferð.
samt ef maður er með meiri pening en ella þá mundi ég samt tryggja mig og mína.
Passaðu þig samt á þessum tryggingum vegna sjúkrakostnaðar. Í mjög mörgum tilfellum færðu allan kostnað við meðferð greiddann af ríkinu, þ.e.a.s. ef þú er hérlendis eða í EES landi. Oft eru svo ákvæði um að tryggingafyrirtækið borgar ekki vegna launamissis nema ef þú ert óvinnufær í meira en X vikur og ert búinn að nýta allan veikindarétt í vinnunni hjá þér. Eftir stendur þá að tryggingafyrirtækið borgar bara ef þú verður frá vinnu í mjöög langann tíma.
Re: Varðandi tryggingar
Sent: Mið 10. Ágú 2011 11:18
af mind
Daz skrifaði:Enda lítur fólk ekki á tryggingar sem fjárhættuspil, heldur ...tryggingu. Við erum ekki að borga peninga til að græða á því, heldur til að jafna út áföll. Við borgum pening núna, til að leyfar okkur fjárfestingar núna, en þurfum ekki að fresta þeim þangað til við getum borgað hlutinn tvisvar.
Hvernig fólk lítur á hlutina breytir ekki eðli þeirra, hvoru tveggja eru einfaldlega prósentulegar líkur á að X hlutur komi fyrir og hvort hann komi fyrir þig. Svo í grunninn er þetta sami hlutur.
Flestir eru einmitt að borga til að tapa á því, þeir eru að reyna jafna út áföll sem er mjög ólíklegt að verði einfaldlega vegna þess að þeir hafa ekki efni á því ef svo verður.
Og að fá eitthvað núna og borga af því seinna kallast lán, lántaka er sjaldan skynsamleg fjárfesting.
Til að einfalda hlutinn þar sem þú virðist bæði setja útá og svo réttlæta tryggingar þegar þær fara saman með þínum skoðunum.
Myndirðu tryggja eitthvað ef þú ættir fjármagnið til að kaupa allt sem þú átt aftur einusinni ?
Re: Varðandi tryggingar
Sent: Mið 10. Ágú 2011 11:57
af Daz
Ég held að ég setji ekki út á tryggingar eða geri það ekki viljandi. Ég vildi bara koma fram þessari persónulegu skoðun (sem aðrir hafa komið mér á svo ég er ekki einn í heiminum með hana) um að tryggja ekki hluti sem við höfum efni á að tapa og/eða tjóna. Ég myndi því ekki tryggja eitthvað sem ég tel mig hafa efni á að borga tjónað eða tapað, hvort sem það er lausafjármuni eða fasteignir (sumt erum við víst skylduð til að tryggja engu að síður).
Hvernig maður lítur á hlutina getur breytt eðli þeirra, kannski. Í það minnsta borgar enginn tryggingar með það í huga að græða á því, en fólk kaupir lottómiða í þeim tilgangi. Það væri nú áhugavert að sjá hvort gefi betri "ávöxtun".
Aftur á móti tryggi ég þá hluti sem myndu valda áfalli að tapa eða tjóna eða er skyldaður til að tryggja. T.d. heil búslóð, það myndi valda mér miklum óþægindum ef hún færi á einu bretti, tæki líklega 2-3 ár að kaupa það upp aftur.
Re: Varðandi tryggingar
Sent: Mið 10. Ágú 2011 12:28
af Gúrú
Kristján skrifaði:betra að hafa tryggingar og ekki lenda í tjóni en að lenda í tjóni og ekki vera með tryggingu
Ekki endilega, fer eftir tímanum sem leið í fyrra dæminu og getur
auðveldlega hafa valdið þér meiri kostnaði en seinna dæmið.
Re: Varðandi tryggingar
Sent: Fim 11. Ágú 2011 00:20
af Icarus
Ég kaupi ekki kaskó á bílinn minn því það er það ólíklegt að ég lendi í tjóni, ársgjaldið og sjálfsábyrgðin er það há og ef tjón er komið á þann mælikvarða að það borgar sig að vera í kaskó er bíllinn handónýtur og þyrfti bara að kaupa mér nýjan.
Ég tryggi ekki dýrin mín því það kostar 40þ per hund (á þrjá hunda), sjálfsábyrgðin er um 80þ og langur listi af atvikum sem eru ekki tryggð, til þess að tryggingarnar komi út á sléttu þarf að koma eitthvað svo svakalegt upp á að það eru hvorteðer meiri líkur en minni að það sé best fyrir dýrið að því sé bara lógað.
Annars keypti ég tryggingu á flatskjáinn minn, en þá kostaði það líka skít á kanil, keypti mér síma um daginn og þeir buðu mér tryggingu sem var 25% af kaupverði símans, fannst það alltof dýrt.