Síða 1 af 1

Netverslanir í BNA

Sent: Mið 03. Ágú 2011 02:49
af ViktorS
Ætla bráðum að fara að panta íhluti frá BNA og var að hugsa um hvaðan ég ætti að panta og hvort þið gætuð deilt einhverjum reynslusögum.
Það er ekkert mál þó að verslunin sendi ekki til Íslands vegna þess að ég er með adress í BNA sem vörurnar verða sendar á, og þaðan fer þetta á klakann.
Pælingin var að panta frá Newegg en þegar ég las skilmálana þar, þá sá ég að maður þyrfti að senda á sitt eigið heimilisfang þar sem maður fær t.d. reikninga senda. svo svara þeir ekki tölvupósti.

Endilega deilið reynslusögum og bendið mér á verslanir, væri helst til í að borga með paypal, eða allavega tryggja öryggi.

Re: Netverslanir í BNA

Sent: Mið 03. Ágú 2011 02:56
af Kristján
spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=9&t=39311

engin reynsla ennþá en það breytist á morgun :-)

Re: Netverslanir í BNA

Sent: Fim 04. Ágú 2011 00:38
af ViktorS
Kristján skrifaði:spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=9&t=39311

engin reynsla ennþá en það breytist á morgun :-)

Þetta eru samt þær sem senda til Íslands, er bara að leita að þeirri bestu innan BNA.

Re: Netverslanir í BNA

Sent: Fim 04. Ágú 2011 01:13
af nino
ViktorS skrifaði:Pælingin var að panta frá Newegg en þegar ég las skilmálana þar, þá sá ég að maður þyrfti að senda á sitt eigið heimilisfang þar sem maður fær t.d. reikninga senda. svo svara þeir ekki tölvupósti.


Þú getur ekki pantað á NewEgg nema þú sért með kreditkort gefið út í Bandaríkjunum eða US verified PayPal reikning. Ég prófaði að panta þaðan með mitt íslenska kort, sem er með secondary billing address í Bandaríkjunum, og það virkaði ekki.

Það er reyndar með vel flestar vörurnar á NewEgg, að þær eru oftast til á Amazon.com og á svipuðu verði.

Re: Netverslanir í BNA

Sent: Fim 04. Ágú 2011 09:07
af ManiO
Microcenter.com

Re: Netverslanir í BNA

Sent: Fös 05. Ágú 2011 19:27
af ViktorS
ManiO skrifaði:Microcenter.com

Tjaa lítið úrval þarna, hvað um TigerDirect ?

Re: Netverslanir í BNA

Sent: Fös 05. Ágú 2011 19:59
af ManiO
ViktorS skrifaði:
ManiO skrifaði:Microcenter.com

Tjaa lítið úrval þarna, hvað um TigerDirect ?


Hef ekki notast við þá.

Re: Netverslanir í BNA

Sent: Lau 06. Ágú 2011 18:53
af ViktorS
bump, Matrox hlýtur að vita eitthvað um þetta, leystu frá skjóðunni!