Síða 1 af 1

Tölvustólar?

Sent: Þri 26. Júl 2011 18:04
af ArnarF
Jæja núna er maður farinn að íhuga kaup á nýjum stól þar sem gamli er farinn að segja til sín.

Hvar mælið þið með að maður skoði stóla nú til dags sem eru þæginlegir og hægt að halla þeim þægilega niður osf ?

Re: Tölvustólar?

Sent: Þri 26. Júl 2011 18:32
af mind
Þessi er talinn einn af bestu skrifstofustólunum til langtímasetu

http://hermanmiller.com/Products/Aeron-Chairs

Penninn selur þá á íslandi en er með frekar hátt settan verðmiða.

Fer kannski líka eftir hvernig notkunin á stólnum er ?

Re: Tölvustólar?

Sent: Þri 26. Júl 2011 18:42
af ArnarF
mind skrifaði:Þessi er talinn einn af bestu skrifstofustólunum til langtímasetu

http://hermanmiller.com/Products/Aeron-Chairs

Penninn selur þá á íslandi en er með frekar hátt settan verðmiða.

Fer kannski líka eftir hvernig notkunin á stólnum er ?


Ég er einmitt með þennan stól í vinnunni og dýrka hann, ólýsanlega þæginlegur.

Þetta er bara skrifstofustóll sem ég er að leita af fyrir heimilið, notkunin verður þó nokkur, en ég ýminda mér að verðmiðinn á þessum Aeron stólum sé nokkuð hár hér á landi :lol:

Re: Tölvustólar?

Sent: Þri 26. Júl 2011 19:19
af chaplin
Behold! The Steelcase Please 468!

http://innx.is/?item=150&v=item

Ég og bróðir minn eigum sitthvort stykkið, besti stóll ever.

Re: Tölvustólar?

Sent: Þri 26. Júl 2011 19:32
af kazzi
:shock: 278.000

Re: Tölvustólar?

Sent: Þri 26. Júl 2011 20:27
af halli7

Re: Tölvustólar?

Sent: Þri 26. Júl 2011 20:32
af Ulli
daanielin skrifaði:Behold! The Steelcase Please 468!

http://innx.is/?item=150&v=item

Ég og bróðir minn eigum sitthvort stykkið, besti stóll ever.


http://www.amazon.de/Please-Please-Akti ... 727&sr=8-4

Ílt í Rassin? :^o

Re: Tölvustólar?

Sent: Þri 26. Júl 2011 20:35
af Zethic
Margir fínir stólar í rúmfó

Re: Tölvustólar?

Sent: Þri 26. Júl 2011 20:40
af ArnarF
Já ætli málið sé ekki að taka einn stólarúnt og prófa þá hér og þar í verslununum :)

Ikea, Rúmfatalagerinn, hvaða öðru verslunum mælið þið með, þar sem verðið er ekki handleggur og nýra :lol:

Re: Tölvustólar?

Sent: Þri 26. Júl 2011 21:28
af Jim
Ég keypti svona stól úr IKEA á litlar 30.000 krónur og hann er mjög þægilegur, ég mæli með honum.
http://www.ikea.com/us/en/catalog/products/00103102

Re: Tölvustólar?

Sent: Þri 26. Júl 2011 21:33
af Frost
Eitt stk. Magnus í Ikea. Sérð ekki eftir honum :sleezyjoe

Re: Tölvustólar?

Sent: Þri 26. Júl 2011 22:17
af SolidFeather
Ekki fá þér stól úr rúmfatalagernum, þeir eru algjört drasl.