Druslugangan

Allt utan efnis

Ég fer að sjálfsögðu í druslugönguna.

Atkvæðagreiðslan endaði Lau 23. Júl 2011 23:43

Ó já.
8
17%
1
2%
Kannski
4
9%
Nei
19
40%
Ó nei
15
32%
 
Samtals atkvæði: 47

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7497
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1162
Staða: Ótengdur

Druslugangan

Pósturaf rapport » Fös 22. Júl 2011 23:43

Á ekki að mæta galvaskir/galvaskar?



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf chaplin » Lau 23. Júl 2011 00:05

Ég mæti þá bara í mínum everyday fötum, catchiiing!


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf FuriousJoe » Lau 23. Júl 2011 00:43

Þetta er svo mikið rugl.

"Já, hvetjum stelpur til að vera hórur."

Hverjum datt þetta kjaftæði í hug ? og auðvitað fylgja stelpur á eftir, sem segir mér bara eitt.

http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP4315

:beer :happy


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD


Batrell
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Sun 04. Júl 2010 15:54
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf Batrell » Lau 23. Júl 2011 01:45

Bara fyrir þá sem vita ekki hvað er verið að vekja athygli á...

http://en.wikipedia.org/wiki/SlutWalk
http://www.visir.is/drusluganga-i-reykjavik/article/2011110608956


Nothing special.....


Nuketown
Ofur-Nörd
Póstar: 265
Skráði sig: Sun 10. Júl 2011 20:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf Nuketown » Lau 23. Júl 2011 02:03

rapport skrifaði:Á ekki að mæta galvaskir/galvaskar?


myndi ekki fara nema mér yrði borgað fyrir það á góðu kaupi



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7497
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1162
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf rapport » Lau 23. Júl 2011 11:54

Maini skrifaði:Þetta er svo mikið rugl.

"Já, hvetjum stelpur til að vera hórur."

Hverjum datt þetta kjaftæði í hug ? og auðvitað fylgja stelpur á eftir, sem segir mér bara eitt.

http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP4315

:beer :happy



Þessi ganga er í mínum augum farin í þeim tilgangi að endurskilgreina orðið "drusla".

Í dag táknar það nánast "viljalaust verkfæri fyrir karlmenn að svala fýsnum sínum".

Gangan er farin til að leggja áherlsu á að druslur hafa líka mannréttindi og að sök á kynferðisglæpum liggur ekki hjá fórnarlömbunum, það er ekkert sem fólk getur gert sem réttlætir að því sé nauðgað.


Ég vona að þið áttið ykkur á að Erpur, Steindinn og þessir gaurar eru með flugbeitta samfélagsgagnrýni í sketsunum sínum, húmorinn er fólginn í að kalla konur hórur, húmorinn er fólginí því að við þekkjum karla sem hugsa svona og halda að það sé kúl.

Alveg eins og með t.d. þennan: http://www.youtube.com/watch?v=FGfx7hFB ... re=related

Það fyndna við þennan texta eru ekki ævintýrin sem pabbinn lendir í, heldur að það eru karlmenn sem halda að þetta sé OK og eðlileg hegðun í siðmenntuðu samfélagi.



Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf beggi90 » Lau 23. Júl 2011 12:09

rapport skrifaði:
Þessi ganga er í mínum augum farin í þeim tilgangi að endurskilgreina orðið "drusla".

Í dag táknar það nánast "viljalaust verkfæri fyrir karlmenn að svala fýsnum sínum".

Gangan er farin til að leggja áherlsu á að druslur hafa líka mannréttindi og að sök á kynferðisglæpum liggur ekki hjá fórnarlömbunum, það er ekkert sem fólk getur gert sem réttlætir að því sé nauðgað.


Ég vona að þið áttið ykkur á að Erpur, Steindinn og þessir gaurar eru með flugbeitta samfélagsgagnrýni í sketsunum sínum, húmorinn er fólginn í að kalla konur hórur, húmorinn er fólginí því að við þekkjum karla sem hugsa svona og halda að það sé kúl.

Alveg eins og með t.d. þennan: http://www.youtube.com/watch?v=FGfx7hFB ... re=related

Það fyndna við þennan texta eru ekki ævintýrin sem pabbinn lendir í, heldur að það eru karlmenn sem halda að þetta sé OK og eðlileg hegðun í siðmenntuðu samfélagi.


Afhverju þarf að endurskilgreina orðið drusla?
Við þurfum orð yfir druslur, ef það er "endurskilgreint" kemur bara annað orð yfir þær.

Btw. druslur seigja já, konur taka ákvörðun.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7497
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1162
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf rapport » Lau 23. Júl 2011 12:14

beggi90 skrifaði:
rapport skrifaði:
Þessi ganga er í mínum augum farin í þeim tilgangi að endurskilgreina orðið "drusla".

Í dag táknar það nánast "viljalaust verkfæri fyrir karlmenn að svala fýsnum sínum".

Gangan er farin til að leggja áherlsu á að druslur hafa líka mannréttindi og að sök á kynferðisglæpum liggur ekki hjá fórnarlömbunum, það er ekkert sem fólk getur gert sem réttlætir að því sé nauðgað.


Ég vona að þið áttið ykkur á að Erpur, Steindinn og þessir gaurar eru með flugbeitta samfélagsgagnrýni í sketsunum sínum, húmorinn er fólginn í að kalla konur hórur, húmorinn er fólginí því að við þekkjum karla sem hugsa svona og halda að það sé kúl.

Alveg eins og með t.d. þennan: http://www.youtube.com/watch?v=FGfx7hFB ... re=related

Það fyndna við þennan texta eru ekki ævintýrin sem pabbinn lendir í, heldur að það eru karlmenn sem halda að þetta sé OK og eðlileg hegðun í siðmenntuðu samfélagi.


Afhverju þarf að endurskilgreina orðið drusla?
Við þurfum orð yfir druslur, ef það er "endurskilgreint" kemur bara annað orð yfir þær.

Btw. druslur seigja já, konur taka ákvörðun.



Er sjálfgefiðað druslur segi "já"?

Hvað ef drusla segir "nei", hvað á maður þá að gera?


p.s. þegar einhverri konu er nauðgað, þá er hún kölluð drusla... eins og það réttlæti eitthvað.

Það er kannski kjarninn í þessu öllu saman.



Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf beggi90 » Lau 23. Júl 2011 12:31

rapport skrifaði:
Er sjálfgefiðað druslur segi "já"?

Hvað ef drusla segir "nei", hvað á maður þá að gera?


p.s. þegar einhverri konu er nauðgað, þá er hún kölluð drusla... eins og það réttlæti eitthvað.

Það er kannski kjarninn í þessu öllu saman.


Það sem gerir druslur að druslum er að þær seigja oftast já.
Flestir kunna að taka neitun, ekki láta eins og margir hugsi "oh shit hún sagði nei, best að naugða henni".

Og ég hef aldrei heyrt nokkurn mann kalla konu druslu því henni var nauðgað.
Gangan sjálf hefur kannski tilgang en mér finnst þetta fáránlegt nafn á henni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf urban » Lau 23. Júl 2011 12:37

daanielin skrifaði:Ég mæti þá bara í mínum everyday fötum, catchiiing!


Mynd

rapport skrifaði:Er sjálfgefiðað druslur segi "já"?

Hvað ef drusla segir "nei", hvað á maður þá að gera?

ferð og finnur þér aðra ???
nei ég segi nú bara svona :)

rapport skrifaði:p.s. þegar einhverri konu er nauðgað, þá er hún kölluð drusla... eins og það réttlæti eitthvað.

Það er kannski kjarninn í þessu öllu saman.


ég hef aldrei vitað til þess að nokkur kalli konu sem að hefur verið nauðgað, druslu


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7497
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1162
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf rapport » Lau 23. Júl 2011 13:08

ég hef aldrei vitað til þess að nokkur kalli konu sem að hefur verið nauðgað, druslu


En tal um að konur sem klæði sig druslulega sé frekar nauðgað?

Hvernig konur eru það sem klæða sig druslulega?

Þó að einhver bendi ekki á þær og segi "drusla" þá er óbeint verið að koma þeim skilaboðum áfram með því að segja í forvarnarstarfi í skólum "Stelpur. Ekki klæða ykkur druslulega, annars gæti ykkur verið nauðgað".

Þá er í raun verið að segja, "druslum er nauðgað" => "Fórnarlömb nauðgana eru druslur"




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf Icarus » Lau 23. Júl 2011 13:25

rapport skrifaði:
ég hef aldrei vitað til þess að nokkur kalli konu sem að hefur verið nauðgað, druslu


En tal um að konur sem klæði sig druslulega sé frekar nauðgað?

Hvernig konur eru það sem klæða sig druslulega?

Þó að einhver bendi ekki á þær og segi "drusla" þá er óbeint verið að koma þeim skilaboðum áfram með því að segja í forvarnarstarfi í skólum "Stelpur. Ekki klæða ykkur druslulega, annars gæti ykkur verið nauðgað".

Þá er í raun verið að segja, "druslum er nauðgað" => "Fórnarlömb nauðgana eru druslur"


x2

Þetta eru mótmæli gegn því að nauðgun sé fórnarlambinu að kenna, þó að stelpan sé blindfull, þó hún sé í minipilsi og stuttum toppi þá réttlætir það ENGAN VEGINN að eitthvað ógeð fari bara og nauðgi henni.

Það er mikill minnihluti sem actually nauðgar en skuggalega margir sem sjá þetta sem réttlætingu "Henni að kenna, hún hefði átt að vera í meiri fötum".




krieben
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Lau 23. Júl 2011 13:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf krieben » Lau 23. Júl 2011 13:25

Ég sé að hér gætir nokkurs misskilnings hvað varðar druslugönguna og langar mig að benda ykkur á síðu göngunnar http://drusluganga.org/ en þarna eru skemmtilegar greinar frá bæði stelpum og strákum, m.a. myndasaga frá Hugleiki Dagssyni sem lýsir ágætlega þeim viðhorfum sem virðast vera gegnumgangandi hjá þeim sem vilja færa ábyrgðina yfir á þolendur kynferðisofbeldis með því að segja þeim hvernig þeir eigi að haga lífi sínu ("ekki klæða þig svona og svona, ekki drekka of mikið, ekki vera úti eftir miðnætti, o.s.frv.")

Yfirlýst markmið göngunnar er:
"Við viljum færa ábyrgð frá þolendum kynferðisafbrota yfir á gerendur.
Við viljum uppræta þá samfélagslegu fordóma sem endurspeglast í þeirri ofur-áherslu sem lögð er á klæðaburð, ástand og atferli þolenda í umræðunni um kynferðisofbeldi."


Hér er sem sagt EKKI verið að hvetja konur til að vera hórur/druslur eins og einhver ykkar sagði. Markmið göngunnar eru að uppræta samfélagslega fordóma og færa ábyrgðina þangað sem hún á heima, til GERENDA en ekki þolenda. Hver getur verið á móti því?

Þarna verður EKKI búningakeppni og fólk, bæði stelpur og strákar, hvatt til að mæta í sínum eigin fötum.

Sannleikurinn er sá að fórnarlömb kynferðisofbeldis eru alls konar, m.a. karlkyns fangar í fangabúning sem og konur í gallabuxum og bol í partýi hjá einhverjum sem þær telja vera vin sinn - og svo mætti lengi telja!

Ég hvet ykkur öll til að mæta - þetta er málefni sem varðar okkur öll, ekki bara konur!



Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf kubbur » Lau 23. Júl 2011 14:31

maður skilur ekki range rover eftir í harlem...


Kubbur.Digital


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf Icarus » Lau 23. Júl 2011 15:11

kubbur skrifaði:maður skilur ekki range rover eftir í harlem...


:thumbsd

Svo þér finnst það að ef stelpa fer fáklædd og full niðri í bæ að það sé bara henni að kenna ef henni verður nauðgað? Að hún átti bara að passa sig betur?



Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf kubbur » Lau 23. Júl 2011 15:14

það er til eitthvað sem heitir heilbrigð skynsemi, það er ekkert manninum að kenna að rangerovernum hafi verið stolið


Kubbur.Digital


Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf Matti21 » Lau 23. Júl 2011 16:42

kubbur skrifaði:það er til eitthvað sem heitir heilbrigð skynsemi, það er ekkert manninum að kenna að rangerovernum hafi verið stolið

o_O
Ertu þá að segja að karlmenn, líkt og þú sjálfur, séu það aumkunaverðar verur að um leið og stelpa fer í "drusluleg" föt þá ráðum við ekki við okkur og neyðumst til að nauðga henni? Ef að einhverjir ættu að verða móðgaðir við svona commentum líkt og frá þessum blessaða kandasíska lögreglumanni sem byrjaði þetta allt saman þá eru það við karlmennirnir því þetta setur okkur á lægri stall.
Hegðun eða klæðaburður einstaklings hefur ekkert með neitunarvald hans/hennar gegn kynlífi að gera. Það að stelpa sé í gallabuxum frekar en stuttu pilsi er ekki að fara stoppa nauðgara og breytir engu um alvarleika broti hans gegn fórnalambi sínu. Það er alveg til eitthvað sem heitir almenn skynsemi. Ég mundi td. ekki fara að labba um götur New York með bakpoka, í "I love NY" bol og með myndavél um hausinn því ég vil ekki láta ræna mig. En að tengja það saman við að konur geti ekki klætt sig eins og þær vilja, á 21. öldinni, því það eru nauðgarar á sveimi er gjörsamlega út í hött.


-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7497
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1162
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf rapport » Lau 23. Júl 2011 17:53

M.v. þessa kenningu Kubbs, þá vilja allir sannir Skotar í skotapilsum og þá naktir undir þeim, þeir vilja í undirmeðvitundinni vera bornir ofurliði af öðrum karlmanni sem svo treður tippinu inn í rassinn á þeim þegar hann er búinn að hafa þá undir.

Þannig eru bara skotar.


Notum nú almenna skynsemi og áttum okkur á því að fórnarlömb nauðgana gera ekkert og geta ekkert gert til að koma í veg fyrir að vera nauðgað þ.e.a.s. ef þau vilja lifa eðlilegu lífi.

Nauðgarar eru oftast vinir og vandamenn og helsta vopn þeirra er traust fórnarlamsins og vantrú annara vandamanna. Fórnarlambið stendur því eitt gegn öllum, niðurbrotið af andlegu og líkamlegu ofbeldi og í því ástandi á það að sækja rétt sinn með aðstoð yfirvalda sem eru þekkt fyrir að gera lítið sem ekekrt fyrir þessi fórnarlömb.

Stöðvum bara nauðganir með því að breyta viðhorfi almennings til fórnarlambana. Með því að standa vð bakið á fórnarlömbunum og tryggja að ábyrgðin sé eingöngu hjá gerendum, þá sláum við vopn úr höndum þeirra og þeir verða varnarlausir í samfélagslæegri umræðu um nauðganir.

Það er sannleikurinn, að ekkert afsaki nauðgun... ...er það ekki?




Predator
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf Predator » Lau 23. Júl 2011 19:05

Kubbur ætla að vona að þú sért bara að trolla með því sem þú sagðir hérna á undan, því annars ertu hreinræktaður fábjáni...


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H

Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf kubbur » Lau 23. Júl 2011 19:19

ég er ekki að segja að það sé stelpum að kenna að þeim sé nauðgað, frekar en það er manninum að kenna að bílnum hans sé stolið, pointið með þessu er að það verða alltaf glæpamenn í heiminum, hvort sem það séu morðingar, nauðgarar, þjófar eða einhverjir aðrir, samfélagið hreinlega þrífst ekki án þeirra

ég er ekki að segja að það sé í lagi að fremja glæp, og ég er ekki að segja að þetta sé fórnarlambinu að kenna, ég vill hinsvegar benda á að maður þarf að passa sig, hvort sem það sé að stíga á glerbrot eða skilja bílinn eftir ólæstan
það að stelpa sé sauðdrukkin hálfnakin er að bjóða hættuni heim, því staðreyndin er einfaldlega sú að það eru nauðgarar í þessum heimi, alveg eins og það eru þjófar, morðingjar og fleiri


Kubbur.Digital


Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf Matti21 » Lau 23. Júl 2011 19:27

kubbur skrifaði:ég er ekki að segja að það sé stelpum að kenna að þeim sé nauðgað, frekar en það er manninum að kenna að bílnum hans sé stolið, pointið með þessu er að það verða alltaf glæpamenn í heiminum, hvort sem það séu morðingar, nauðgarar, þjófar eða einhverjir aðrir, samfélagið hreinlega þrífst ekki án þeirra

ég er ekki að segja að það sé í lagi að fremja glæp, og ég er ekki að segja að þetta sé fórnarlambinu að kenna, ég vill hinsvegar benda á að maður þarf að passa sig, hvort sem það sé að stíga á glerbrot eða skilja bílinn eftir ólæstan
það að stelpa sé sauðdrukkin hálfnakin er að bjóða hættuni heim, því staðreyndin er einfaldlega sú að það eru nauðgarar í þessum heimi, alveg eins og það eru þjófar, morðingjar og fleiri

Og það er einmitt rótin að vandanum og það sem druslugangan stendur m.a. fyrir. Það að það sé yfirleitt gerð tengin þarna á milli - klæðnaburður einstaklings og vilji hans til þess að stunda kynlíf með einhverjum. Þetta á ekki að vera til í nútíma samfélagi og það er það sem druslugöngur eru reyna að vekja athygli á.


-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf tdog » Lau 23. Júl 2011 19:28

Ég fékk alveg hrikalegann bóner að sjá þessar "druslur" í kvöldfréttum RÚV. Síðan fór tengdamamma að tala um að meirihluta kvenna sem væri nauðgað í N-Ameríku hefðu verið í jogginggöllum. (Er ekki að tala um þessar ógeðslega kynæsandi jógabuxur og hlýrabol heldur svona 80's galla)




krieben
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Lau 23. Júl 2011 13:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf krieben » Lau 23. Júl 2011 19:34

Kubbur, þú veist augljóslega lítið hvað þú ert að tala um og skaust sjálfan þig í fótinn þegar þú fórst að líkja nauðgunum við bílaþjófnað. Við þig hef ég bara eitt að segja, endilega kynntu þér um hvað nauðganir snúsast (ekki greddu og kynlíf) og hverjir eru helstu gerendur og hver eru helstu fórnarlöm kynferðisofbeldis.

Sannleikurinn er nefnilega sá að fæstar nauðganir eiga sér stað í dimmu húsasundi þar sem kynsveltur karlmaður ræðst á lítið klædda konu - en þetta myndir þú vita ef þú hefðir kynnt þér málið.
Ef þú vilt halda því fram að kona klædd í stutt pil sé útsett nauðgunarfórnarlamb þá ert þú á sama tíma að segja að karlmenn séu stjórnlaus dýr sem geta ekki ráðið við eigin kynhvöt og verða því að nauðga (Hugleikur Dagsson: http://drusluganga.org/index.php/adsend ... arlambid1/). Ef það er málið þá er lausnin að loka karlmenn inni en ekki konur!



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16490
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf GuðjónR » Lau 23. Júl 2011 19:48

En hvað er drusla?



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Druslugangan

Pósturaf urban » Lau 23. Júl 2011 20:23

GuðjónR skrifaði:En hvað er drusla?



flest allir bílar sem að pabbi hefur átt í gegnum tíðina (nema þessir sem að hann á núna)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !