Síða 1 af 1

Velkomnir á internetið ljósleiðaranotendur

Sent: Fim 14. Júl 2011 15:56
af Gúrú
Skemmtilegar þessar bilanir sem að taka út símann hjá manni. :)

Vildi annars bara nýta þennan þráð í að hrósa Vodafone fyrir að vera mjög hægt og rólega bætandi upplýsingaflæðið
frá sér til notenda, maður fékk í 1414 strax að vita með upptöku að það væri bilun. :happy

Re: Velkomnir á internetið ljósleiðaranotendur

Sent: Fim 14. Júl 2011 16:24
af J1nX
hvað er í gangi?

Re: Velkomnir á internetið ljósleiðaranotendur

Sent: Fim 14. Júl 2011 16:28
af worghal
ég hringdi í 1414 stax og þetta gerðist og fékk viðeigandi upplýsingar á engum tíma :D
beið í svona 30 sec :happy

Re: Velkomnir á internetið ljósleiðaranotendur

Sent: Fim 14. Júl 2011 16:29
af intenz
Flott að Vodafone sé farið að nota símsvaratæknina almennilega.

Re: Velkomnir á internetið ljósleiðaranotendur

Sent: Fim 14. Júl 2011 17:55
af GuðjónR
Er þetta kaldhæðnisþráðurinn?

Re: Velkomnir á internetið ljósleiðaranotendur

Sent: Fim 14. Júl 2011 18:16
af kazzi
Ég hef verið hjá vodafone frá byrjun, man ekki einu sinni hvað lengi og hef alltaf fengið topp þjónustu. :happy

Re: Velkomnir á internetið ljósleiðaranotendur

Sent: Fim 14. Júl 2011 19:16
af Benzmann
déskotans GAGNAVEITAN !!!! :mad var bilun hjá henni í dag,

Re: Velkomnir á internetið ljósleiðaranotendur

Sent: Fim 14. Júl 2011 19:18
af ZoRzEr
Hef verið hjá Vodafone með ljós núna í tæpa 18 mánuði og það hefur eiginlega ekki klikkað. Nema svona 1 tilfelli þegar einhver strengur fór í sundur.

Gæti ekki verið sáttari.

Hvaða bilun er þetta sem er í gangi núna ?

Re: Velkomnir á internetið ljósleiðaranotendur

Sent: Fim 14. Júl 2011 19:20
af worghal
ZoRzEr skrifaði:Hef verið hjá Vodafone með ljós núna í tæpa 18 mánuði og það hefur eiginlega ekki klikkað. Nema svona 1 tilfelli þegar einhver strengur fór í sundur.

Gæti ekki verið sáttari.

Hvaða bilun er þetta sem er í gangi núna ?


það var bara smá bilun hjá gagnaveitunni svo að þeir sem voru með ljósleiðara mistu netið í einhvern hálftíma til klukkutíma

Re: Velkomnir á internetið ljósleiðaranotendur

Sent: Fim 14. Júl 2011 19:27
af Plushy
Ég er hjá Tal og fékk ekkert að vita.

..fyrr en eftir meira en hálftíma bið í síma.

Re: Velkomnir á internetið ljósleiðaranotendur

Sent: Fim 14. Júl 2011 19:36
af worghal
Plushy skrifaði:Ég er hjá Tal og fékk ekkert að vita.

..fyrr en eftir meira en hálftíma bið í síma.

ég mundi koma mér frá Tal ASAP

Re: Velkomnir á internetið ljósleiðaranotendur

Sent: Fim 14. Júl 2011 19:55
af Plushy
worghal skrifaði:
Plushy skrifaði:Ég er hjá Tal og fékk ekkert að vita.

..fyrr en eftir meira en hálftíma bið í síma.

ég mundi koma mér frá Tal ASAP


Veit, eru nú samt vanalega engin vandræði og fæ bein og hreinskilin svör þegar ég hringi sem er fínt. Mál bara að láta ekki eins og hálfviti í símann og koma sér beint að vandamálinu.