Síða 1 af 1

Hjálp varðandi peningaflutningabréf á ensku.

Sent: Mið 13. Júl 2011 05:07
af BjarniTS
Ég skil ekki hvað ég á að gera , þetta eru leiðbeiningarnar sem ég fékk um það hvernig ég gæti greitt fyrir vöru (Varahlut í landbúnaðartæki sem er ófáanlegur hérlendis)

Mynd

Hef bara ekki áður séð svona leiðbeiningar , samskiptin við þá sem ég er að eiga við hafa verið nokkuð góð og skýr , allt virðist í lagi þar er að segja.

Er einhver sem getur hjálpað ?

Þeir bjóða ekki upp á paypal svo að það er ekki lausn.

Re: Hjálp varðandi peningaflutningabréf á ensku.

Sent: Mið 13. Júl 2011 05:21
af sigurdur
BjarniTS skrifaði:Ég skil ekki hvað ég á að gera , þetta eru leiðbeiningarnar sem ég fékk um það hvernig ég gæti greitt fyrir vöru (Varahlut í landbúnaðartæki sem er ófáanlegur hérlendis)

Mynd

Hef bara ekki áður séð svona leiðbeiningar , samskiptin við þá sem ég er að eiga við hafa verið nokkuð góð og skýr , allt virðist í lagi þar er að segja.

Er einhver sem getur hjálpað ?

Þeir bjóða ekki upp á paypal svo að það er ekki lausn.


Þetta eru bankaupplýsingar svo þú getir greitt inn á bankareikninginn þeirra úti. Ætti að vera nóg að fara með þetta í banka og biðja hann að greiða inn á reikninginn. Veit hinsvegar ekki hvort bankinn verður við því að undangenginni skriflegri umsókn til Seðlabankans um heimild til gjaldeyrisútflutnings.

Re: Hjálp varðandi peningaflutningabréf á ensku.

Sent: Mið 13. Júl 2011 05:40
af sigurdur
sigurdur skrifaði:
Þetta eru bankaupplýsingar svo þú getir greitt inn á bankareikninginn þeirra úti. Ætti að vera nóg að fara með þetta í banka og biðja hann að greiða inn á reikninginn. Veit hinsvegar ekki hvort bankinn verður við því að undangenginni skriflegri umsókn til Seðlabankans um heimild til gjaldeyrisútflutnings.


Þarft að geta sýnt fram á að þú sért að kaupa vöru að utan og lætur svo millifæra. Ert væntanlega með nafn reikningshafa hjá þér, en það er það eina sem mér sýnist vanta á pappírinn.

Re: Hjálp varðandi peningaflutningabréf á ensku.

Sent: Mið 13. Júl 2011 09:36
af Icarus
Vandamálið svo þegar þú sendir pening svona til Bandríkjanna er að þú veist ekki hve oft hann stoppar á leiðinni. Ég var einu sinni að panta varahluti í gamla bílinn minn frá bandarískri síðu og það átti að kosta einhvern 10þ kall. Ég fer niður í það sem þá var Kaupþing og þeir taka eitthvað gjald og það fer 15þ út af reikningnum mínum, svo einni viku síðar fæ ég tölvupóst frá fyrirtækinu, aðeins 6þ kr höfðu skilað sér, þá hafði þetta stoppað í einhverjum fleirri bönkum sem allir tóku sína þóknun...

Svo ég þurfti að millifæra aftur og endaði með að borga 25þ fyrir eitthvað sem átti að kosta 10þ, bara útaf þóknunum til banka.