Síða 1 af 1

Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 09:08
af PepsiMaxIsti
Góðan dag

Nú leita ég til ykkar, helst rafvirkja eða þeirra sem að kunna nokkuð vel á rafmagn.
Ég bý í blokk, bygð 1986, ekki til breytiteikningar af rafmagni, né nokkru öðru.
Ég er að draga lan snúru í gegnum dósir hjá mér til að koma henni hjá sjónvarpinu, ætlaði að reyna að fara í gegnum loftnets dósina, en það er stoppar í öðrum endanum eftis ca. 1 metra, en ef að ég fer hina áttina held ég að ég stoppi á sama stað. Getur verið að það sé einhver deilibox í vegnum sem að ekki er á teikningum eða getur verið að ég sé að fara í gegnum aðra dós.
Gæti verið betra fyrir mig að vera með einhverja aðra tegund af ídráttar fjöður en plast.

Kv. PepsiMaxIst

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 10:01
af IL2
Getur fengið vir fjöður sem er þynnri. Getur líka prófað að setja barnapúður á fjöðrina til að gera hana sleipari.

Ef þú togar í loftnetið hreyfist það þá hinumeginn? Ef þú hreyfir fjöðrina stutt fram og til baka kemur þá svona dunk hljóð eða er hún föst?

Það væri kanski best fyrir þig að taka loftnetssnúruna í burtu og draga hana og netsnúruna saman til að komast framhjá þessu, sérstaklega ef þetta er í beygju,

p.s Ef það er deilibox eða dós þá ættirðu að sjá hana. Ef þetta er í steyptum eða hlöðnum vegg geturðu fundið hana með því ad draga eitthvað yfir flötin og ættir að heyra holhljóð undir þar sem hún er ef það hefur verið lokað yfir þetta.

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 10:04
af PepsiMaxIsti
IL2 skrifaði:Getur fengið vir fjöður sem er þynnri. Getur líka prófað að setja barnapúður á fjöðrina til að gera hana sleipari.

Ef þú togar í loftnetið hreyfist það þá hinumeginn? Ef þú hreyfir fjöðrina stutt fram og til baka kemur þá svona dunk hljóð eða er hún föst?

Það væri kanski best fyrir þig að taka loftnetssnúruna í burtu og draga hana og netsnúruna saman til að komast framhjá þessu.


Ætti kanski að prufa að nota vírfjöður, (er hún ekki dýr) nei það heyrist ekkert þegar að ég íti á hana, hún bara hættir að hreyfast, svipað og þegar að hún er að fara í gegnum beyjur, nema að hún stoppar allveg, loftnets snúran hreyfist þegar að ég tosa í annan endan á henni, þá færist hinn endinn til. En vír fjöður getur hún ekki eyðilagt víra sem að eru fyrir í dósinni??

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 10:40
af demaNtur
PepsiMaxIsti skrifaði:
IL2 skrifaði:Getur fengið vir fjöður sem er þynnri. Getur líka prófað að setja barnapúður á fjöðrina til að gera hana sleipari.

Ef þú togar í loftnetið hreyfist það þá hinumeginn? Ef þú hreyfir fjöðrina stutt fram og til baka kemur þá svona dunk hljóð eða er hún föst?

Það væri kanski best fyrir þig að taka loftnetssnúruna í burtu og draga hana og netsnúruna saman til að komast framhjá þessu.


Ætti kanski að prufa að nota vírfjöður, (er hún ekki dýr) nei það heyrist ekkert þegar að ég íti á hana, hún bara hættir að hreyfast, svipað og þegar að hún er að fara í gegnum beyjur, nema að hún stoppar allveg, loftnets snúran hreyfist þegar að ég tosa í annan endan á henni, þá færist hinn endinn til. En vír fjöður getur hún ekki eyðilagt víra sem að eru fyrir í dósinni??

Ætti ekki að gera það, þetta nú bara mjótt plast, nema að það sé snúra sem er tengd fyrir þannig þú rífir hana úr tenginu...

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 10:42
af tdog
Þú mátt ekki draga í sömu rör og rafmagnið liggur í. Þú getur bara dregið loftnetskapalinn úr og cattinn í, í leiðinni.

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 10:49
af andribolla
tdog skrifaði:Þú mátt ekki draga í sömu rör og rafmagnið liggur í. Þú getur bara dregið loftnetskapalinn úr og cattinn í, í leiðinni.


það er ekki beint neitt sem bannar HONUM að draga cat með 230v , mæli samt ekki með því,
en já það er öruglega ekki vitlaust að draga loftnetskapalinn úr og draga þá fjöðrina í með loftnetskaplinum og fá þér svo grennri loftnetskapal og daga hann með cat til baka.

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 10:56
af PepsiMaxIsti
Eina er að ég er pínu hræddur ef að ég tek coax kapalinn úr að ég nái ekki að draga aftur í gegn, sem að myndi gera það að verkum að það væri sjónvarpslaust hjá mér. Hef samt heyrt að það sé í lagi að draga cat5e með rafmagni þar sem að hann er nokkuð vel skermaður, að það ætti ekki að hafa nein áhrif á hvort annað.

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 11:05
af tdog
andribolla skrifaði:
tdog skrifaði:Þú mátt ekki draga í sömu rör og rafmagnið liggur í. Þú getur bara dregið loftnetskapalinn úr og cattinn í, í leiðinni.


það er ekki beint neitt sem bannar HONUM að draga cat með 230v , mæli samt ekki með því,
en já það er öruglega ekki vitlaust að draga loftnetskapalinn úr og draga þá fjöðrina í með loftnetskaplinum og fá þér svo grennri loftnetskapal og daga hann með cat til baka.


Þegar ég var í RER var okkur sagt að það væri hreinlega bara bannað að draga tölvulagnir í sömu rör og rafmagnið. Ég held ég hafi rekist á þetta í ÍST 200:2006 um daginn líka.

Þó það sé kannski ekkert sem banni honum að gera þetta prívat og persónulega, þá gætu tryggingar og annað fallið úr gildi ef hann fylgir ekki reglum og stöðlum þegar hann breytir einhverju hjá sér :) En losaðu þig bara við þennan COAX. Farðu bara í húsasmiðjuna og keyptu þér 20m fjöður.

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 11:09
af pattzi
Þarft ekkert loftnetskapal er ekki loftnet á húsinu hjá mér einusinni bara sjónvarp í gegnum ljós

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 11:16
af PepsiMaxIsti
Það væri draumur að geta losað mig við þennan coax kapal, en það bara er ekki hægt, þar sem að það er ekki ljós eða neitt þannig, er ekki með neinn afruglara eða neitt þannig. Þannig að coax verður að vera til staðar, nema að þið vitið um eitthvað annað.

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 12:25
af Arnarr
PepsiMaxIsti skrifaði:Það væri draumur að geta losað mig við þennan coax kapal, en það bara er ekki hægt, þar sem að það er ekki ljós eða neitt þannig, er ekki með neinn afruglara eða neitt þannig. Þannig að coax verður að vera til staðar, nema að þið vitið um eitthvað annað.


Festu cat-strengin í endan á coaxinum og dragðu svo coaxin út, Ef allt er stuck þá þarftu að redda þér sleipiefni.

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 12:45
af einarhr
ef það er ekki pláss fyrir Coax og Cat5e þá held ég að það sé möguleiki að þú dregur 2 Cat5e kappla og notar annan fyrir sjónvarpið og hinn netið. Mér skilst að það sé hægt að flytja analog sjónvarpsmerki via CAT5e.

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 12:49
af tdog
einarhr skrifaði:ef það er ekki pláss fyrir Coax og Cat5e þá held ég að það sé möguleiki að þú dregur 2 Cat5e kappla og notar annan fyrir sjónvarpið og hinn netið. Mér skilst að það sé hægt að flytja analog sjónvarpsmerki via CAT5e.


Það er ekki sami impedance á cat5 og coax. sjónvarpsmerki er flutt á 75ohma kapli og það er ástæða fyrir því. Það eru þó til tæki sem breyta coaxmerki í IP pakka.

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 12:50
af FreyrGauti
Vá...það er eins og maðurinn sé að tala við vegg, hann er margbúinn að segjast þurfa halda coax'inum.

Það sem þú gerir er simple, en alltaf möguleiki á að það klúðrist.
1. Græja ídráttarfeiti.
2. Festa fjöður við annan endan á coaxinum og draga hana síðan í gegnum rörið á coaxnum, s.s. draga coax'inn út. Vertu duglegur að láta ídráttarfeiti á fjöðrina meðan þú dregur hana í gegn.
3. Festa cat5e og coax í fjöðurina, hrúga ídráttarfeiti á þá og draga þá í gegn. Mögulega þarftu að kaupa þér coax, veit ekki hve vel þér gengur að festa gamla coax'inn á fjöðrina án þess að stytta hann of mikið.
4. Tengja allt draslið, athuga hvort það virkar ekki og fagna með köldum bjór.

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 12:54
af tdog
16mm rör á alveg að geta tekið allt að þrem cat5 strengjum. þú gætir þurft á mjóum coax að halda eins og einhver minntist á hérna.

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 13:06
af PepsiMaxIsti
Ég held að það sé 16mm rör, en ekki 20MM eisn og gerist í dag, en coax kapallinn kemur annarsvegar í 7mm þykkt og 5mm þykkt, þannig að ég ætti að hafa nóg pláss eftir, ef að þetta gengur. Huga að ég endi með því að skipta út coaxinum allveg, og fari í þynnri gerðinina, ætti ekki að skipta það miklu máli er það?

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 13:39
af tdog
Það gæti skipt máli. Coaxinn er gefinn upp með deyfingu á per 100 metra. Ef að loftnetskerfið er stillt þannig að það skipti máli á hvert decibel þá verðuru að fá kapal sem er sem líkastur þeim sem þú ert með.

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 13:41
af PepsiMaxIsti
Vesen er það, held að hann sé 10mm sá sem að er núna, frekar þykkur og ljótur, en 7mm ætti að duga er það ekki

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 15:04
af Nariur
PepsiMaxIsti skrifaði:Vesen er það, held að hann sé 10mm sá sem að er núna, frekar þykkur og ljótur, en 7mm ætti að duga er það ekki


það er frekar massívt

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 15:06
af andribolla
Blessaður vertu það skiftir engu máli svona innan íbúðar með tap í coax
það er meira tap í grenri strengjum, en á svona leiðum innanhús sem eru kanski 10-25 metrar þá er mismunur á tapi í 10-7-5mm köplum aldrei meira en +/-3db á 10-25merana

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 16:34
af Oak
draga fjöðrina á coaxinum í gegn og setja grennsta coax sem þú færð og svo bara cat5e á fjöðrina og smá feiti eða sápu. dregur svo í gegn punktur pasta. spáir ekki í tapi á þessu nema að þetta er komið í einhverja helvítis hellings vegalengd.

Re: Draga vír í dós

Sent: Fös 08. Júl 2011 16:51
af OliA
PepsiMaxIsti skrifaði:Góðan dag

Ég er að draga lan snúru í gegnum dósir hjá mér til að koma henni hjá sjónvarpinu, ætlaði að reyna að fara í gegnum loftnets dósina, en það er stoppar í öðrum endanum eftis ca. 1 metra, en ef að ég fer hina áttina held ég að ég stoppi á sama stað. Getur verið að það sé einhver deilibox í vegnum sem að ekki er á teikningum eða getur verið að ég sé að fara í gegnum aðra dós.


Mitt eitt sent, ef þú ert í blokk sem er byggð á þessum árum, eru mjög góðar líkur að loftnetskerfi sé dregið á milli hæða, ég sá ekkert um að þú værir búinn að finna hinn endann á coaxnum.

Koma 2x endar í tv tengilinn hjá þér? Ef svo er fara þeir upp og niðrúr dósinni ?

Ef svo er þá skaltu gleyma þessu, loka dósinni og vona að nágranninn sé enn með merki frá loftnetinu ;)

Re: Draga vír í dós

Sent: Lau 09. Júl 2011 17:19
af PepsiMaxIsti
OliA skrifaði:
PepsiMaxIsti skrifaði:Góðan dag

Ég er að draga lan snúru í gegnum dósir hjá mér til að koma henni hjá sjónvarpinu, ætlaði að reyna að fara í gegnum loftnets dósina, en það er stoppar í öðrum endanum eftis ca. 1 metra, en ef að ég fer hina áttina held ég að ég stoppi á sama stað. Getur verið að það sé einhver deilibox í vegnum sem að ekki er á teikningum eða getur verið að ég sé að fara í gegnum aðra dós.


Mitt eitt sent, ef þú ert í blokk sem er byggð á þessum árum, eru mjög góðar líkur að loftnetskerfi sé dregið á milli hæða, ég sá ekkert um að þú værir búinn að finna hinn endann á coaxnum.

Koma 2x endar í tv tengilinn hjá þér? Ef svo er fara þeir upp og niðrúr dósinni ?

Ef svo er þá skaltu gleyma þessu, loka dósinni og vona að nágranninn sé enn með merki frá loftnetinu ;)


Það eru 3 dósir í íbúðinni, inntakið, sem að sendir síðan í dósina hjá sjónvarpinu og svo einhver dós þar sem að er ekki að neinu gagni. Þannig að ég get skift honum út án þess að drepa merkið hjá öðrum.

Re: Draga vír í dós

Sent: Lau 09. Júl 2011 17:42
af urban
PepsiMaxIsti skrifaði:
OliA skrifaði:
PepsiMaxIsti skrifaði:Góðan dag

Ég er að draga lan snúru í gegnum dósir hjá mér til að koma henni hjá sjónvarpinu, ætlaði að reyna að fara í gegnum loftnets dósina, en það er stoppar í öðrum endanum eftis ca. 1 metra, en ef að ég fer hina áttina held ég að ég stoppi á sama stað. Getur verið að það sé einhver deilibox í vegnum sem að ekki er á teikningum eða getur verið að ég sé að fara í gegnum aðra dós.


Mitt eitt sent, ef þú ert í blokk sem er byggð á þessum árum, eru mjög góðar líkur að loftnetskerfi sé dregið á milli hæða, ég sá ekkert um að þú værir búinn að finna hinn endann á coaxnum.

Koma 2x endar í tv tengilinn hjá þér? Ef svo er fara þeir upp og niðrúr dósinni ?

Ef svo er þá skaltu gleyma þessu, loka dósinni og vona að nágranninn sé enn með merki frá loftnetinu ;)


Það eru 3 dósir í íbúðinni, inntakið, sem að sendir síðan í dósina hjá sjónvarpinu og svo einhver dós þar sem að er ekki að neinu gagni. Þannig að ég get skift honum út án þess að drepa merkið hjá öðrum.


ÞÁ geriru þetta einsog FreyrGauti sagði.
nema ég vill nú meina að þú eigir að endurtaka síðasta skrefið :)