Tryggingavíxill?
Sent: Mið 06. Júl 2011 07:42
Núna er ég að fara að leigja í fyrsta skipti og er að gera staðlaðan leigusamning en ég er ekki alveg að átta mig á því hvernig þetta víxil dót virkar. Einhver sem getur frætt mig?
GuðjónR skrifaði:Tryggingavíxill er í raun peningur sem leigusali getur gengið í og notað í lagfæringar ef þú skemmir eignina, ég veit ekki hvort hann geti gengið að víxlinum ef þú borgar ekki leiguna.
Passaðu þig bara á því að eignin hafi verið tekin út af hlutlausum aðila áður en þú afhendir víxilinn, svo þú verðir ekki látinn borga fyrir skemmdir eftir aðra.
T.d. gæti verið gott fyrir þig að taka ljósmyndir af öllum áður en þú flytur inn, sérstaklega ef þú sérð eitthvað sem er ekki í lagi, t.d. skemmdir í parketi, lélegar hurðar í innréttingu, sprungu í gleri, etc.
Allt sem hugsanlega væri hægt að klína á þig eftir á.
tdog skrifaði:Á digital myndavélum er hægt að breyta dagsetningunni, en póststimpillinn er með dagsetningu sem verður ábyggilega ekki dregin í efa.