Síða 1 af 1
Flakkara vandamál.
Sent: Þri 05. Júl 2011 22:24
af Stubbzi1991
Góða kvöldið.
Þannig að er mál með vexti að flakkarinn minn slekkur og kveikir á sér í tíma og ótíma, byrjaði með þetta vesen fyrir c.a mánuði síðan.
Er einhver hér sem gæti verið með svarið, eða hvort það þurfti eitthvað að stilla þetta.
M.b.k
Stubbzi1991 /Kristján
Re: Flakkara vandamál.
Sent: Þri 05. Júl 2011 22:25
af biturk
er ekki bara diskurinn að ofhitna?
Re: Flakkara vandamál.
Sent: Þri 05. Júl 2011 22:28
af Stubbzi1991
Nei það er nefnilega ekki málið hýsingin er ekki að hitna neitt né diskurinn.
Ég tók diskinn úr hýsingunni um daginn og sá einhver hitaför/brunabletti eða neitt þesshátar, svo ég efast um að það sé vandamálið.
Re: Flakkara vandamál.
Sent: Þri 05. Júl 2011 22:56
af biturk
það væri líka mjög óeðlilegt
tengdu hann við tölvu, hafðu í gangu og mældu hitann með forriti eins og speedfan eða svipuðu
póstaðu síðann gerð af harða disk, stærð og týpu ásamt hitatölum
er viftan í flakkaranum í lagi?
Re: Flakkara vandamál.
Sent: Mið 06. Júl 2011 18:25
af Gislinn
Getur líka prufað að mæla spennuna yfir spennubreytinn með fjölmæli, sjá hvort að straumbreytirinn er með eitthvað rugl (fluctuation eða bara er að output-a einhverju rugli).