Jæja þótt að þetta sé ekki kúnninn minn og ég ætla ekki að setjast á einhvern hástól að þá höfum við átt þetta discussion á Vaktinni endalaust og að vissu leyti er Hringdu til vegna fyrri þráðsins, mér fyndist mjög gaman ef að það myndi nýtt fyrirtæki spinnast út frá þessum
Mig langar helst að svara nokkrum
braudrist skrifaði:Hvernig væri fyrir þessar helvítis internetveitur hér á landi að leggja niður þetta erlenda niðurhal. Er ekki Ísland eitt af þessu örfáu löndum sem þurfa að borga fyrir erlenda bandvídd. Erum við sem neytendur ekki löngu búinn að borga þennan kostnað upp fyrir þessum Sæstrengjum?
Hér kemur tvennt kostnað ISPa er leiga á bandreidd á FARICE. FARICE rukkar ISPana um X og er í einokunarstöðu, Greenland Connect er hér líka en Tele Greenland og FARICE virðast vera í einhvers konar leik saman
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/ ... um_farice/Skuldir FARICE eru 9 milljarðar, þeir hafa ekki náð að byggja upp þá bandbreidd sem þeir vilja á strengjunum og ákveða að þetta sé besta leiðin til þess að ná einhverjum mögulegum arði á strengjunum eins og er. Leikurinn er soldið leiðinlegur, FARICE segir þið verðið að kaupa meira til þess að fá ódýrara og ISParnir segja allir við munum kaupa ef þetta sé ódýrara. Basic málið.
Næsti kostnaðurinn hjá ISPunum eru sambönd erlendis, hvort sem það er í gegnum peering eða alltaf að einhverju leyti IP Transit kostnaður. Sá kostnaður verða allir ISPar í heiminum fyrir ( nema Tier 1 ) og svo auðvita leiga á samböndum. Þannig séð er ekkert sjálfgefið að t.d. innlend bandbreidd sé gjaldfrjáls hún hefur vissan kostnað í för með sér.
urban skrifaði:braudrist skrifaði:Hvernig væri fyrir þessar helvítis internetveitur hér á landi að leggja niður þetta erlenda niðurhal. Er ekki Ísland eitt af þessu örfáu löndum sem þurfa að borga fyrir erlenda bandvídd. Erum við sem neytendur ekki löngu búinn að borga þennan kostnað upp fyrir þessum Sæstrengjum?
þetta er bara ekki rétt.
í fullt af löndum þá þarftu að borga fyrir niðurhal, og það ekki bara "erlent" niðurhal heldur bara niðurhal yfir höfuð.
hellingur af ipsum í bretlandi t.d. bjóða upp á ákveðna bandvídd á mánuði.
og já, Farice er gersamlega á hausnum, ef að ég man rétt þá eru þeir í nauðasamningum
Comcast í USA er með 250 GB fair policy, AT&T er að fara enforca sama. Þetta er total internet traffic. Sky er með einn unlimited broadband pakka sem ég hef allavega lesið mig til um að í UK sé eini TRULY unlimited ( virðast gera út á það ). Ástralía og Nýja Sjáland, Grænland o.s.frv. Ekki það, ef ég gæti boðið uppá ótakmarkað myndi ég gera það hiklaust. Ég get það bara ekki án þess að vera ljúga.
rapport skrifaði:Ef internetfyrirtækin greiða eingöngu fyrir aðgang að erlendu gagnamagni/sæstrengjum, þá skiptir engu máli fyrri þau hvort þau selja 120GB gagnamagn eða 60Gb gagnamagn, sá mismunur er eingöngu búinn til af fyrirtækinu til að reyna að græða sem mest... (og þau geta það vegna þess að það er fákepnni á markaðinum)
The Internet is made of tupes
Sko jú ég til dæmis er að kaupa bandbreidd af FARICE ég kaupi X bandbreidd af FARICE og svo þarf ég að selja það áfram á verði sem er ásættanlegt fyrir meigin kúnna basan hérna heima á Íslandi. Segjum bara að ég kaupi 10 Mb/s tengingu af FARICE þá mun ég fræðilega geta ef ég næ að maxxa linkinn alltaf pushað í gegnum linkinn u.þ.b. 3200 GB. Segjum að ég greiði fyrir þetta 100.000( þetta er ekki byggt á FARICE verðskránni og er bara sem dæmi ) og ég ætla að selja 12 Mb/s tengingar hverja á 1000 kr ( ignorum Mílu gjöld o.s.frv ).
Ef ég ætla eiga uppí kostnað á tengingunni sem ég er að kaupa af FARICE þarf ég væntanlega að selja 100 tengingar. Okey þá er ég með þörf á 1200 Mb/s tengingu til þess að geta veitt þessa þjónustu. Hana get ég augljóslega ekki veitt þannig í staðinn myndi ég úthluta erlendu gagnamagni á tengingarnar, þannig að í þessu tilfelli myndi ég eiga að segja að hver tenging fái 32 GB erlent niðurhal. En hér verð ég líka að vonast til þess að allir noti tengingarnar sína á mismunandi tímum vegna þess að annars á ég ekkert til að fara uppá..... Og hér er ég að fara á tapa á rekstrinum þar sem það þarf að greiða fyrir allt sem tengist rekstrinum líka, búnaður, línur o.s.frv.
Svo þetta er numbers game. Fólk verður bara að hugsa hvað það vill. Þannig séð gætu öll fjarskiptafyrirtækin tekið sig til og selt t.d. 0.1 Mb/s tengingar til þess að þetta myndi makea sense. Fólk virðist samt vilja hitt, capp + meiri hraða. Íslensku ISParnir hafa svo gert þannig umhverfi að allir íslensku isparnir semja um settlement free Peering á Íslandi sjálfkrafa sem virðist virka vel fyrir alla.
----
B.t.w engar tölur sem ég segi hér að ofan hafa neitt með raunrekstur að gera ( þá væri ég að brjóta NDA
) og tengjast topicinu sjálfu ekki alveg beint, bara að reyna útskýra smá sem mér finnst ekki alveg vera 100% rétt hérna