Síða 1 af 1
Android market
Sent: Mið 29. Jún 2011 08:45
af Dagur
Hafið þið tekið eftir því að forritum á android hefur fækkað töluvert eftir að hægt var að kaupa á Íslandi?
Ég hef til dæmis notað shazam og "reddit is fun" í marga mánuði en núna get ég ekki sótt þau lengur.
Re: Android market
Sent: Mið 29. Jún 2011 09:26
af Kristján
soundhound er alveg eins app og shazam.
mér finnst líka bara vera svo mikið drasl þarna inná
Re: Android market
Sent: Mið 29. Jún 2011 09:49
af wicket
Já , þetta er skráningaratriði hjá þeim sem bjó til appið.
En.... þú getur séð eiginlega öll öppin á
http://market.android.com og installað þaðan.
Bara market appið sem lætur svona.
Re: Android market
Sent: Mið 29. Jún 2011 10:12
af Daz
wicket skrifaði:Já , þetta er skráningaratriði hjá þeim sem bjó til appið.
En.... þú getur séð eiginlega öll öppin á
http://market.android.com og installað þaðan.
Bara market appið sem lætur svona.
Þú getur séð öll Appsin á market.android.com, en þú getur ekkert frekar installað þeim þaðan. Þetta er skráningardæmi já, en afhverju breyttist það núna nýlega á svona mörgum Apps? Ég tók eftir þessu um leið og Ísland komst inn í "paid apps" hópinn, þá datt mikið af hlutum út.
Re: Android market
Sent: Mið 29. Jún 2011 10:30
af Dagur
wicket skrifaði:Já , þetta er skráningaratriði hjá þeim sem bjó til appið.
En.... þú getur séð eiginlega öll öppin á
http://market.android.com og installað þaðan.
Bara market appið sem lætur svona.
Ég resettaði símann og ætlaði að setja Shazam aftur upp og þá kom þetta. Er að nota Soundhound núna.
Re: Android market
Sent: Mið 29. Jún 2011 10:40
af wicket
Daz skrifaði:wicket skrifaði:Já , þetta er skráningaratriði hjá þeim sem bjó til appið.
En.... þú getur séð eiginlega öll öppin á
http://market.android.com og installað þaðan.
Bara market appið sem lætur svona.
Þú getur séð öll Appsin á market.android.com, en þú getur ekkert frekar installað þeim þaðan. Þetta er skráningardæmi já, en afhverju breyttist það núna nýlega á svona mörgum Apps? Ég tók eftir þessu um leið og Ísland komst inn í "paid apps" hópinn, þá datt mikið af hlutum út.
Þegar einhver setur app inná market þarf að skilgreina fyrir hvaða svæði forritið er fyrir. Hægt er að læsa þeim niður á lönd, landssvæði og fyrir lönd sem sjá bara frí efni (eins og Ísland var) eða fyrir lönd sem sjá apps sem kosta og svo eru fleiri breytur inn í þessu.
Þegar Ísland breyttist duttum við einhvern veginn á milli þannig að mörg apps sem við sáum áður duttu út og birtast okkur engan veginn. Þetta er að lagast smámsaman en samt sem áður er þetta vandamál.
Ég hef oft getað installað í gegnum vefinn eitthvað sem að Market appið sýndi mér ekki. Gat t.d gert það við Skype og Angry Birds Rio.
Re: Android market
Sent: Lau 02. Júl 2011 14:50
af noizer
reddit is fun er komið aftur inn á market fyrir Ísland.
Re: Android market
Sent: Mán 04. Júl 2011 09:40
af Dagur
noizer skrifaði:reddit is fun er komið aftur inn á market fyrir Ísland.
Já ég hafði samband við gaurinn sem bjó það til og hann var búinn að redda málunum klukkutíma seinna
Re: Android market
Sent: Mán 04. Júl 2011 17:18
af intenz
Ísland er ekki til í augum Google.
Re: Android market
Sent: Mán 04. Júl 2011 17:19
af worghal
intenz skrifaði:Ísland er ekki til í augum Google.
ísland er ekki til í augum stórra fyrirtækja