Síða 1 af 1

Hvar kaupir maður gaddaskó (frjálsar)?

Sent: Mán 27. Jún 2011 15:18
af Aimar
Sælir.

Ég er með eina stelpu 10 ára sem þarf að kaupa gaddaskó því hún var að byrja í frjálsum. Hvar verslar maður þannig típur? Hún notar nr 35-36 af skóm.

Eina sem mér dettur í hug er umboðin.

Kannski einhverjir skiptimarkaðir eða álíka?

Allar hugmyndir vel þegnar.

Re: Hvar kaupir maður gaddaskó (frjálsar)?

Sent: Mán 27. Jún 2011 15:23
af ManiO
Var engin hjá félaginu sem gat gefið ykkur neinar upplýsingar? :-k

Re: Hvar kaupir maður gaddaskó (frjálsar)?

Sent: Mán 27. Jún 2011 15:25
af littli-Jake
Intersport er það firsta sem mér dettur í hug. Annars er svo mikið af krökkum í frjálsum að maður hefði haldið að allar skárri íþróttavöruverslanir væru með þetta

Re: Hvar kaupir maður gaddaskó (frjálsar)?

Sent: Þri 28. Jún 2011 11:10
af Icarus
Þegar ég æfði frjálsar þá var þetta keypt bara í þessum hefðbundnu íþróttabúðum, Intersport, Útilíf og þess háttar.