Síða 1 af 1

m-wave barna hjólavagn

Sent: Mán 27. Jún 2011 08:44
af saedis88
hefur einhver reynslu af svona vagni http://www.utilif.is/vorur/hjol/vagnar/nr/293

er að leita að ódýrum vagni til að vera með 2 börn í og jafnvel eitthvað úr bónus í leiðinni til að vera með aftan í hjólinu
það virðist vera voðalega erfitt að finna svona vagna notaða

Re: m-wave barna hjólavagn

Sent: Mán 27. Jún 2011 10:05
af Daz
ætli það sé ekki betra að spyrja á barnalandi, hérna eru líkurnar mjög gegn þér að finna notanda sem bæði á börn OG hjólar ;) Annars finnst mér 40 þúsund kall fyrir þetta ekki beint ódýrt, minnir að ég hafi fengið aulýsingapóst í gegnum leikskólann í vor um svona vagna sem eru smíðaðir á Íslandi og kostuðu eitthvað svipað.

Re: m-wave barna hjólavagn

Sent: Mán 27. Jún 2011 10:18
af Viktor
Daz skrifaði:hérna eru líkurnar mjög gegn þér að finna notanda sem bæði á börn OG hjólar ;)


Mynd

Re: m-wave barna hjólavagn

Sent: Mán 27. Jún 2011 10:25
af jakobs
Ég hjóla, á börn og nota svona tveggja barna vagn.

Kveðja,
Kobbi

Re: m-wave barna hjólavagn

Sent: Þri 28. Jún 2011 11:11
af Icarus
Ég keypti svona vagn nýjann hérna í Noregi um daginn og borgaði rétt undir 20þ fyrir hann, heimsending og allt. Það var samt alveg ódýr vagn, svo leið og maður er kominn í meiri gæði, sterkari og svona þá flýgur verðið alveg upp, hef alveg séð þá fara yfir 100þ.

Re: m-wave barna hjólavagn

Sent: Þri 28. Jún 2011 11:17
af Glazier
Ef ég á að segja alveg eins og er þá eru vagnarnir sem europris selur alls ekkert svo slæmir.. fyrir utan 1 ókost.
Festingin sem festir vagninn við hjólið er ekkert rosalega góð og gúmmíið fljótt að fara þá er þetta bara járn í járn sem fer illa með hjólið.

Þannig ef þú ert að pæla í þessum m-wave vagni skoðaðu bara festinguna vel og líttu aðeins inn í hann :)

Re: m-wave barna hjólavagn

Sent: Þri 28. Jún 2011 11:51
af FriðrikH
Sko bara, fullt af hjólurum á Vaktinni :happy

Hefurðu skoðað þessa vagna http://bg.is/hjolavagnar/ klárlega fínt verð og ég held að þeir séu talsvert betri en Europris vagnarnir þó að þeir séu kannski ágætir til síns brúks.
Annars er M-wawe almennt með ágætis vörur, ég mundi mæla með að þú kíktir bara á báða, prófaðir að hrista þá svolítið til og svona.

Annars sýnist mér ekki vera hægt að setja handfang á þennan M-wave vagn sem mér finnst mikill ókostur, mér fannst nefnilega mjög þægilegt að nota vagninn sem ég var með sem kerru með krakkana þegar við vorum ekki á hjóli, vagninn hjá blikksmiðjunni er með fínu nefhjóli og það er alveg ótrúlega auðvelt að nota þessa vagna sem kerru fyrir 2 krakka og jafnveg smá farangur, svo miklu auðveldara að ýta þessu á undan sér heldur en kerrum.