Síða 1 af 1

Foxtrot

Sent: Fim 16. Jún 2011 18:05
af bulldog
Ég var að velta fyrir mér hvort að einhver hérna gæti frætt mig um það hvort íslenska bíómyndin Foxtrot http://www.imdb.com/title/tt0095172/ hafi komið út á dvd eða hvar ég gæti nálgast upplýsingar um slíkt. Langar að sjá þessa mynd aftur og væri gaman að eiga hana á dvd \:D/

Re: Foxtrot

Sent: Fim 16. Jún 2011 18:59
af Gúrú
Grunar að hún hafi verið gefin út á VHS en ekki DVD (Kom út fyrir tíma DVD) og mæli því með því að campa vídjóspóluborðin í Kolaportinu. :P

Re: Foxtrot

Sent: Fim 16. Jún 2011 19:17
af dori
bulldog skrifaði:Ég var að velta fyrir mér hvort að einhver hérna gæti frætt mig um það hvort íslenska bíómyndin Foxtrot http://www.imdb.com/title/tt0095172/ hafi komið út á dvd eða hvar ég gæti nálgast upplýsingar um slíkt. Langar að sjá þessa mynd aftur og væri gaman að eiga hana á dvd \:D/

Skv. imdb.com færslunni sem þú bendir á er myndin framleidd af Frost film. Hérna eru einhverjar upplýsingar um það félag og contact upplýsingar.

Ef einhver veit hvort myndin var gefin út á mynddisk þá væru það þeir. Annars er ráðið hans Gúrú flott ef þú vilt bara sjá hana.

Re: Foxtrot

Sent: Fim 16. Jún 2011 19:19
af gardar
Mátt endilega láta mig vita ef þú finnur hana, langar að sjá þessa mynd :)

Re: Foxtrot

Sent: Lau 18. Jún 2011 14:41
af bulldog
geri það

Re: Foxtrot

Sent: Mið 03. Ágú 2011 08:25
af bulldog
þá er ég kominn með foxtrot á vhs :) þeir sem vilja sjá hana endilega hafið bara samband :)

Re: Foxtrot

Sent: Mið 03. Ágú 2011 10:05
af Haxdal
bulldog skrifaði:þá er ég kominn með foxtrot á vhs :) þeir sem vilja sjá hana endilega hafið bara samband :)

Hvar varstu þér úti um VHS eintak af henni ?

Man eftir að hafa séð þessa mynd þegar ég var lítill og í minningunni er hún snilld og mig hefur alltaf langað að sjá hana aftur :P

Re: Foxtrot

Sent: Mið 03. Ágú 2011 11:06
af bulldog
ég náði mér í eintak á barnalandi :) þurfti að vísu að borga 1500 kall fyrir. Ætla að setja hana í digital form ef þið hafið áhuga :)

Re: Foxtrot

Sent: Mið 03. Ágú 2011 12:15
af TraustiSig
Nú langar mig að spyrja hvaða mynd þetta var eiginlega.. Kem henni ekki fyrir mig..

Re: Foxtrot

Sent: Mið 03. Ágú 2011 12:21
af bulldog

Re: Foxtrot

Sent: Mið 03. Ágú 2011 12:40
af bulldog