Síða 1 af 1
Bíladagar, tjaldsvæði sem leyfir hunda?
Sent: Fim 02. Jún 2011 17:20
af Kristján
sælir
eru einhver tjaldsvæði sem að leyfa hunda?
eða eru sumabústaðir sem leyfa hunda?
einhver með þetta á hreinu?
Re: Bíladagar, tjaldsvæði sem leyfir hunda?
Sent: Fim 02. Jún 2011 17:24
af AntiTrust
Við verðum með tjaldvagn í Vaglaskóg og með 2 hunda, þar eru þeir leyfðir í ól, og yfirleitt er lítið af fólki þarna um bíladaga svo oftast er hægt að hleypa þeim e-ð lausum, þótt reglurnar tali vissulega um að þeir skuli vera í ól.
Re: Bíladagar, tjaldsvæði sem leyfir hunda?
Sent: Fim 02. Jún 2011 17:41
af Kristján
er vaglaskógur ekki bara fyrir fjölskyldur eða eitthvað og allt á að vera rólegt kl 12 or some?
Re: Bíladagar, tjaldsvæði sem leyfir hunda?
Sent: Fim 02. Jún 2011 17:54
af AntiTrust
Kristján skrifaði:er vaglaskógur ekki bara fyrir fjölskyldur eða eitthvað og allt á að vera rólegt kl 12 or some?
Ég er búinn að vera þarna alla mína fimm bíladaga í góðra vina hópi og á þeim svæðum sem við höfum verið á hafa engar fjölskyldur verið. Tjaldsvæðið í Vaglaskóg er svo stórt og dreift, skiptist í mörg minni svæði þarna inn í skóginum og fjölskyldufólkið virðist safnast í annan endann og við krakkarnir í hinn. Það hefur allavega aldrei verið neitt vesen að vera þarna, syngjandi með gítar og flestir með öl í hönd fram á morgun.
Re: Bíladagar, tjaldsvæði sem leyfir hunda?
Sent: Fim 02. Jún 2011 19:11
af Kristján
var a tjaldsvæðinu hjá þorunnarstræti síðast, það var alveg ágætt, vorum þarna nokkur og mikið fjör, var reyndar að lesa aðeins og það má vera með hunda þar líka bara i bandi og ekki skilja þá eftir eina.
Re: Bíladagar, tjaldsvæði sem leyfir hunda?
Sent: Fim 02. Jún 2011 19:13
af AntiTrust
Kristján skrifaði:var a tjaldsvæðinu hjá þorunnarstræti síðast, það var alveg ágætt, vorum þarna nokkur og mikið fjör, var reyndar að lesa aðeins og það má vera með hunda þar líka bara i bandi og ekki skilja þá eftir eina.
Já, það var heldur til mikið fjör og vitleysa þar fyrir okkur rólega fólkið