Síða 1 af 2

Ertu nikótín neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 09:43
af axyne
Í ljósi umræða hérna á spjallinu um þingsályktunartilöguna um reykingar og bann við munn og neftóbaki Langar mig að varpa þeirri spurningu hversu hátt hlutfall vaktarinnar eru nikótín neytendur.

vill ég biðja alla að svara eftir bestu samvisku.

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 10:08
af mundivalur
Er á innhalor dæminu virkar best fyrir mig :happy

Edit
já mínar 30þ fara á bankabók,svo eftir nokkra mán. fæ ég flotta uppfærslu :happy

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 11:37
af Nothing
Já ég nota nikotín tyggjó, Tvær vikur síðan ég hætti að reykja.

Var farinn að reykja 1-1 1/2 pakka á dag.

Ástæðan afhverju ég hætti að reykja eru nokkrar.

Hef annað betra við 30þ kr á mánuði.
Til að sjá meiri árangur í ræktinni.
Þetta er ógeðslegt og ekkert nema skemmandi.

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 11:40
af bulldog
til hamingju nothing =D>

ég er ekki nikótín neytandi og það sem nothing sagði verð ég að vera sammála um =D>

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 12:48
af lukkuláki
Nothing skrifaði:Já ég nota nikotín tyggjó, Tvær vikur síðan ég hætti að reykja.

Var farinn að reykja 1-1 1/2 pakka á dag.

Ástæðan afhverju ég hætti að reykja eru nokkrar.

Hef annað betra við 30þ kr á mánuði.
Til að sjá meiri árangur í ræktinni.
Þetta er ógeðslegt og ekkert nema skemmandi.


Nákvæmlega Nothing til hamingju með að vera hættur þessu þú ert á réttri braut haltu þessu áfram
Ég nota ekki neitt sem inniheldur nikótín og er stoltur af því.

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 14:01
af Nothing
Þakka, Mun klárlega halda þessu áfram

Eitt sem kemur mér mjög mikið á óvart, Þegar fólk reykir í kringum mig þá fæ ég svona ógeðistilfinningu sem drepur alla fíkn í mér.

Fær mig til að hugsa "Var ég virkilega að gera mér þetta", "þvílíka stybba"

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 14:17
af SIKk
Nothing skrifaði:Fær mig til að hugsa "Var ég virkilega að gera mér þetta", "þvílíka stybba"

Ég fæ líka svona hugsanir, komið hálft ár á morgun frá því að ég hætti :)

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 14:40
af hauksinick
zjuver skrifaði:
Nothing skrifaði:Fær mig til að hugsa "Var ég virkilega að gera mér þetta", "þvílíka stybba"

Ég fæ líka svona hugsanir, komið hálft ár á morgun frá því að ég hætti :)

Ert þú ekki 15 ára?

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 14:57
af SIKk
hauksinick skrifaði:
zjuver skrifaði:
Nothing skrifaði:Fær mig til að hugsa "Var ég virkilega að gera mér þetta", "þvílíka stybba"

Ég fæ líka svona hugsanir, komið hálft ár á morgun frá því að ég hætti :)

Ert þú ekki 15 ára?

16 :)

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 15:55
af halldorjonz
Eitthvað segir mér að þú hafir reykt í svona 1 mánuð og kallað þig reykingamann, 15 ára.. [-X

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 16:04
af lukkuláki
halldorjonz skrifaði:Eitthvað segir mér að þú hafir reykt í svona 1 mánuð og kallað þig reykingamann, 15 ára.. [-X


Krakkar eru að byrja að reykja allt niður í 12 ára. jafnvel núna árið 2011 !
Pabbi minn var byrjaður fyrir fermingu.

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 18:23
af Blackened
Ég nota neftóbak og mér finnst eiginlega fáránlegt ef að það á að fara að banna mér það (ekki að það breyti reyndar nokkru máli þarsem að ég nota nánast bara smyglað tóbak)

og síðan er eitt sem mér finnst gaman við þessa tóbaksumræðu.. að allir séu alltaf að reyna að hætta? þetta hlýtur að vera voðalega mis erfitt fyrir fólk, því að ég tók mér hálfs árs pásu um daginn og það var eiginlega bara ekkert mál að hætta þessum annars ágæta ósið.. það var erfitt í svona 3-5 daga og síðan hætti maður smátt og smátt að spá í þessu :)

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 18:44
af Glazier
Blackened skrifaði:Ég nota neftóbak og mér finnst eiginlega fáránlegt ef að það á að fara að banna mér það (ekki að það breyti reyndar nokkru máli þarsem að ég nota nánast bara smyglað tóbak)

og síðan er eitt sem mér finnst gaman við þessa tóbaksumræðu.. að allir séu alltaf að reyna að hætta? þetta hlýtur að vera voðalega mis erfitt fyrir fólk, því að ég tók mér hálfs árs pásu um daginn og það var eiginlega bara ekkert mál að hætta þessum annars ágæta ósið.. það var erfitt í svona 3-5 daga og síðan hætti maður smátt og smátt að spá í þessu :)

Eigum við ekki bara að halda þessari umræðu á hinum þráðnum ?

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 18:50
af GuðjónR
lukkuláki skrifaði:Pabbi minn var byrjaður fyrir fermingu.

Og er hann lifandi ennþá?

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 18:51
af Blackened
já.. úff.. ég ætlaði reyndar að pósta þessu í hinum þræðinum :) feill í mér :)

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 20:11
af lukkuláki
GuðjónR skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Pabbi minn var byrjaður fyrir fermingu.

Og er hann lifandi ennþá?


Já hann er 60 ára gamall í dag og hardcore reykingamaður, hann reykir 2 pakka + á dag !
Mamma er jafn gömul og reykir líka en talsvert minna en hann þau eiga aldrei nokkurntíman eftir að hætta þessu.

Mig langar mest til að taka upp andardráttinn hjá pabba og setja á netið það er hrollvekjandi að heyra hann draga inn andann.

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 20:38
af SIKk
halldorjonz skrifaði:Eitthvað segir mér að þú hafir reykt í svona 1 mánuð og kallað þig reykingamann, 15 ára.. [-X

Hvað er að segja þér það?
Amk er það ekki satt vegna þess að ég reykti frá því 2008 þegar ég var nýorðinn 13 ára. gerir það að verkum að ég reykti í næstum 3 ár (2 ár og 10 mánuði)

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Þri 31. Maí 2011 21:09
af einarhr
reykti til 2003 og síðan þá snusað sænskt að mestu

Re: Ertu nikótín neytandi ?

Sent: Mið 01. Jún 2011 22:18
af axyne
eru ekki fleiri sem vilja svara ? :-"

Re: Ertu nikótíni neytandi ?

Sent: Mið 01. Jún 2011 22:23
af vesley
einarhr skrifaði:reykti til 2003 og síðan þá snusað sænskt að mestu


Þegar þú hættir þ.e.a.s. ef þú hættir eitthverntímann. Þá áttu eftir að taka eftir því hve gríðarlegt magn af neftóbaki á eftir að koma úr nefinu á þér eftir á.

T.d. þegar afi minn hætti að taka í nefið í denn þá mörgum mánuðum seinna var enn að losna tóbak úr nefinu. Þetta fer útum allt.

Re: Ertu nikótín neytandi ?

Sent: Mið 01. Jún 2011 22:42
af GuðjónR
Reyki ekki og hef ekki áhuga á því....en bjór er góður.
Já og kaffi....ég drekk svona 5-8 bolla á dag af góðu kaffi.

Re: Ertu nikótín neytandi ?

Sent: Mið 01. Jún 2011 22:44
af biturk
GuðjónR skrifaði:Reyki ekki og hef ekki áhuga á því....en bjór er góður.
Já og kaffi....ég drekk svona 5-8 bolla á dag af góðu kaffi.

:happy

Re: Ertu nikótín neytandi ?

Sent: Mið 01. Jún 2011 23:03
af lukkuláki
GuðjónR skrifaði:Reyki ekki og hef ekki áhuga á því....en bjór er góður.
Já og kaffi....ég drekk svona 5-8 bolla á dag af góðu kaffi.


Úr því þú ert kaffiunnandi eins og ég, þá vil ég benda þér á þetta GuðjónR
http://kaffitar.is/kaffi/vorur/Sparikaffiklubburinn

Re: Ertu nikótín neytandi ?

Sent: Fim 02. Jún 2011 04:02
af Gerbill
lukkuláki skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Reyki ekki og hef ekki áhuga á því....en bjór er góður.
Já og kaffi....ég drekk svona 5-8 bolla á dag af góðu kaffi.


Úr því þú ert kaffiunnandi eins og ég, þá vil ég benda þér á þetta GuðjónR
http://kaffitar.is/kaffi/vorur/Sparikaffiklubburinn


Úh, er mikill kaffimaður og líst vel á þetta, held ég prófi!

Re: Ertu nikótín neytandi ?

Sent: Fös 03. Jún 2011 17:14
af GuðjónR
lukkuláki skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Reyki ekki og hef ekki áhuga á því....en bjór er góður.
Já og kaffi....ég drekk svona 5-8 bolla á dag af góðu kaffi.


Úr því þú ert kaffiunnandi eins og ég, þá vil ég benda þér á þetta GuðjónR
http://kaffitar.is/kaffi/vorur/Sparikaffiklubburinn


Já þetta er spennandi, maður ætti að prófa þetta.
Annars er ég svo vanafastur, fer alltaf í "Svartur Rúbín" baunir.
Finnst það laaaangbesta kaffið, flóa kaffirjóma og set síðan dökkan súkkulaðispæni yfir.
Namm namm....