Síða 1 af 1
að vinna á hnjánum
Sent: Sun 29. Maí 2011 22:05
af kubbur
ég er að leita að svona harðskelja hnjáhlífum til að nota í vinnuna, eina sem ég finn eru
http://www.utilif.is/vorur/linuskautar/ ... tir/nr/495 þessar og einhvern vegin grunar mig að þær séu ekkert svakalega sveigjanlegar
mér finnst mjög óþægilegt að nota svona buxur með innbyggðum hlífum, hlífarnar haldast aldrei á réttum stöðum osfr
þið sem hafið verið í vinnu þar sem er mikið verið að vinna á hnjánum, hverskonar hlífar hafið þið verið að nota ?btw, 24'ra í dag
Re: að vinna á hnjánum
Sent: Sun 29. Maí 2011 22:08
af Gummzzi
Til hamingju með daginn
Re: að vinna á hnjánum
Sent: Sun 29. Maí 2011 22:15
af urban
mundi skoða úrvalið á dynjandi.is og fara síðan og fá að prufa og handfjalta dótið
https://www.dynjandi.is/is/mos/viewProductGroup/102/OG EKKI SPARA Í ÞESSU !!!!
þú vilt frekar eyða fullt af peningum núna, og geta unnið lengur fyrir vikið.
en ég er heldur ekki að segja þér að kaupa það dýrasta, bara vegna þess að það er það dýrasta.
og já, til lukku með daginn !
Re: að vinna á hnjánum
Sent: Sun 29. Maí 2011 22:19
af kubbur
urban skrifaði:mundi skoða úrvalið á dynjandi.is og fara síðan og fá að prufa og handfjalta dótið
https://www.dynjandi.is/is/mos/viewProductGroup/102/OG EKKI SPARA Í ÞESSU !!!!
þú vilt frekar eyða fullt af peningum núna, og geta unnið lengur fyrir vikið.
en ég er heldur ekki að segja þér að kaupa það dýrasta, bara vegna þess að það er það dýrasta.
og já, til lukku með daginn !
ah nice, ætla að tékka á þessu strax í fyrramálið
ég þakka kveðjurnar
Re: að vinna á hnjánum
Sent: Sun 29. Maí 2011 22:22
af MatroX
tilhamingju með daginn.
Re: að vinna á hnjánum
Sent: Sun 29. Maí 2011 22:23
af Benzmann
farðu í JAK í hafnarfirði, sömu götu Hrói höttur er í, þeir eru að selja svona hnéhlífar veit ég
Re: að vinna á hnjánum
Sent: Sun 29. Maí 2011 22:24
af kubbur
benzmann skrifaði:farðu í JAK í hafnarfirði, sömu götu Hrói höttur er í, þeir eru að selja svona hnéhlífar veit ég
sweet, tékka á því
Re: að vinna á hnjánum
Sent: Sun 29. Maí 2011 22:26
af tdog
Hehe, ég heyrði þetta kallað "Lewinski-púða" um daginn
Re: að vinna á hnjánum
Sent: Sun 29. Maí 2011 22:34
af Ulli
kíkja í Múrbúðina.
vinsælt hjá Múrurum,enda vinna þeir mikið á hnjánum.
Re: að vinna á hnjánum
Sent: Sun 29. Maí 2011 23:08
af guttalingur
Er ég sá eini sem tók "að vinna á hnjánum" með allt annari meiningu?
Re: að vinna á hnjánum
Sent: Mán 30. Maí 2011 00:25
af kubbur
guttalingur skrifaði:Er ég sá eini sem tók "að vinna á hnjánum" með allt annari meiningu?
hahaha góður
Re: að vinna á hnjánum
Sent: Mán 30. Maí 2011 00:34
af tdog
guttalingur skrifaði:Er ég sá eini sem tók "að vinna á hnjánum" með allt annari meiningu?
Ergo Lewinski-pads
Re: að vinna á hnjánum
Sent: Mán 30. Maí 2011 00:40
af capteinninn
guttalingur skrifaði:Er ég sá eini sem tók "að vinna á hnjánum" með allt annari meiningu?
Hugsaði nákvæmlega sama. Gott líka að hann tekur ekki fram í postinum hvernig vinnu hann stundar nema bara að hann sé á hnjánum
Re: að vinna á hnjánum
Sent: Mán 30. Maí 2011 04:18
af gardar
Verslanir þar sem dúkarar og flísaleggjarar versla eru iðulega með hörkufína púða, enda versla þar menn sem hafa atvinnu við það að krjúpa á hnjánum.
Getur t.d. kíkt í Kjaran í síðumúla
Re: að vinna á hnjánum
Sent: Mán 30. Maí 2011 21:33
af IL2
Hafa verið til hjá Húsasmiðjunni og Byko frekar þunnar hnéhlífar með hvítu harðplasti framan á sem hafa reynst mér vel. Ég klippti síðan reimarnar af þeim til að hafa þær lausar. Ekki kaupa einhverjar mjúkar, þær verða óþægilegar með tímanum Aðalmálið er síðan að vera með stáltá til að hvíla á að aftan.