Síða 1 af 1

Bílastillingar

Sent: Mið 11. Maí 2011 12:37
af dadik
Ég þarf að láta stilla bílinn - legacy 2006 - hann er kominn með smávægilegar gangtruflanir.

Hvert er best að fara með svona?

Re: Bílastillingar

Sent: Mið 11. Maí 2011 12:49
af chaplin
Eru þessar gangtruflanir e-h tengdar miðstöðunni, þeas. ef þú td. slekkur á henni þá hætta truflanirnar?

Re: Bílastillingar

Sent: Mið 11. Maí 2011 13:05
af dadik
Nope, hikstar bara aðeins á bilinu 2000 - 2800 rpm. Margir myndu ekki taka eftir þessu.

Re: Bílastillingar

Sent: Mið 11. Maí 2011 13:57
af Danni V8
Er ekki bara kominn tími á ný kerti?

Ef þetta er 5 ára gamall bíll og ennþá á orginal kertunum þá kæmi það mér ekkert á óvart að þau eru orðin slöpp.