Síða 1 af 1

Hraðamælingar án þess að lögreglan stöðvar ökumann.

Sent: Sun 08. Maí 2011 21:35
af Halli13
Er nokkuð viss um að ég hafi verið mældur áðan, lögreglan var allavegna stopp við veginn eins og hún væri að mæla og ég var að keyra aðeins of hratt. :cry:

Minnir að það hafi verið þráður hérna fyrir nokkrum vikum um að löggan verði að stöðva ökumann til þess að sektin haldi fyrir dómi hvernig er það? Veit eitthver hérna hverjar eru reglurnar með svona, get ég áfrýjað þessu eða eitthvað og sektin fellur niður af því að þeir stöðvuðu mig ekki?

Re: Hraðamælingar án þess að lögreglan stöðvar ökumann.

Sent: Sun 08. Maí 2011 21:43
af AntiTrust
Ef lögreglan var eingöngu við mælingar og ekki með myndavél aftur í bílnum finnst mér afar hæpið að þú fáir sekt.

Re: Hraðamælingar án þess að lögreglan stöðvar ökumann.

Sent: Sun 08. Maí 2011 21:45
af Halli13
þó að hún mæli mig yfir hámarkshraða? hef ekki hugmynd um hvort hún var með myndavél, er hún ekki alltaf með myndavél þegar hún er að hraðamæla?

Re: Hraðamælingar án þess að lögreglan stöðvar ökumann.

Sent: Sun 08. Maí 2011 22:01
af jagermeister
Halli13 skrifaði:þó að hún mæli mig yfir hámarkshraða? hef ekki hugmynd um hvort hún var með myndavél, er hún ekki alltaf með myndavél þegar hún er að hraðamæla?


Ef þetta var merktur lögreglubíll þá var ekki myndavél í bílnum og þeir hefðu stoppað þig ef þú hefðir verið óþarflega mikið yfir hámarkshraða

Re: Hraðamælingar án þess að lögreglan stöðvar ökumann.

Sent: Sun 08. Maí 2011 22:01
af Frussi
Þeir eru nú ekkert alltaf að mæla þó þeir séu stopp við veginn. Stundum eru þei bara að vera sýnilegir

Re: Hraðamælingar án þess að lögreglan stöðvar ökumann.

Sent: Sun 08. Maí 2011 22:12
af GuðjónR
Ég myndi ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu.

Re: Hraðamælingar án þess að lögreglan stöðvar ökumann.

Sent: Sun 08. Maí 2011 22:53
af Hargo
Gera þeir ekki stundum svokallaðar hraðakannanir á ákveðnum svæðum? Maður sér allavega stundum fréttir um þannig lagað. Mæla á ákveðnum svæðum og gefa svo út niðurstöðurnar.

Re: Hraðamælingar án þess að lögreglan stöðvar ökumann.

Sent: Sun 08. Maí 2011 23:06
af GullMoli
Ég held þú þurfir ekkert að hafa áhyggjur. Ég sé þá oft á mjög augljósum stöðum að "mæla" en svo eru þeir bara niðursokknir í eitthvað dagblað og ekkert að fylgjast með, eru bara að vera sýnilegir.

Það fer sömuleiðis ekki framhjá þér ef þú lendir í myndavél, flassið er svakalegt.

Re: Hraðamælingar án þess að lögreglan stöðvar ökumann.

Sent: Sun 08. Maí 2011 23:39
af Danni V8
Það kom ekkert flass þegar ég var tekinn með myndavél.

Reyndar ekki myndavél úr bíl, heldur staur á Sandgerðisveginum og ég aðeins of mikið utan við mig við aksturinn :?

Re: Hraðamælingar án þess að lögreglan stöðvar ökumann.

Sent: Mán 09. Maí 2011 00:29
af Kristján
um leið og fólk sér löggubíl þá hægir það á sér, það er það sem þeir eru að gera.

Re: Hraðamælingar án þess að lögreglan stöðvar ökumann.

Sent: Mán 09. Maí 2011 00:46
af Moldvarpan
Ef þetta var merktur lögreglubíll þá var ekki myndavél í bílnum og þeir hefðu stoppað þig ef þú hefðir verið óþarflega mikið yfir hámarkshraða


Þetta er ekki rétt. Það eru margir lögreglubílar komnir með myndavélar.
Ég hef misst prófið, mældur á 176 með radar en myndavélin mældi 182km hraða. Ég var kærður eftir myndavélinni, ekki radarnum. Það var merktur volvo lögreglubíll.


Og jú, ég hef þroskast síðan þá og mér liggur ekki jafn mikið á í dag ;)

Re: Hraðamælingar án þess að lögreglan stöðvar ökumann.

Sent: Mán 09. Maí 2011 01:30
af Halldór
það fer líka eftir því hversu hratt yfir hámarkshraðanum þú varst að fara ef þú varst ekki að fara neitt ofboðslega hratt yfir takmökununum þá stoppa þeir þig ekki endilega. svo ef að umferðin var líka að fara á meiri hraða en er leyft þá gera þeir ekkert í því

Re: Hraðamælingar án þess að lögreglan stöðvar ökumann.

Sent: Mán 09. Maí 2011 08:22
af lukkuláki
Ég held að þú hefðir verið stöðvaður ef þeir hefðu eitthvað við aksturinn að athuga.
Kannski varstu ekki það mikið yfir hámarkshraða að það hafi þurft nein afskipti hvað þá ef þú hefur hægt á þér þá kannski er það nóg.

Ég myndi ekki hafa áhyggjur af þessu passaðu þig bara að vera á ~ löglegum hraða þá þarftu ekkert spá í svona veseni löggan er að mæla víða þessa dagana

Re: Hraðamælingar án þess að lögreglan stöðvar ökumann.

Sent: Mán 09. Maí 2011 12:44
af everdark
Þeir hefðu stoppað þig ef þeir hefðu ætlað að sekta þig.