Síða 1 af 2
Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Fim 05. Maí 2011 20:51
af Kristján
Ég er semi ný fluttur hingar í hverfisgötuna og þar er ekki ljósleiðari en er eitthvað á döfinni að það muni koma ljósleiðari í bæinn eða?
einhver með inside scoop á því?
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Fim 05. Maí 2011 20:55
af AntiTrust
Sendu mail á GR, skildist að það væri verið að fara að leggja hér og þar um Hfj.
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Fim 05. Maí 2011 20:56
af Raidmax
http://www.gagnaveita.is/UmGagnaveituna ... afrett/186Þetta eru Hverfin sem þeir eru að vinna að og eru á dagskrá á næstunni. Getur prófað að senda þeim fyrirspurn
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Fim 05. Maí 2011 21:04
af Kristján
já sendi reyndar mail um leið og ég gerði þráðinn, var að vonast til að einhver væri með inside fréttir
veit ekki hvort maður ætti að fara að spamma "skrá áhuga" hjá þeim
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Fös 06. Maí 2011 09:58
af sigurfr
Sæll Kristján.
Ég starfa hjá Gagnaveitunni svo ég ætti að geta svarað þér.
Því miður þá er ekki fyrirhugað hjá okkur að fara í grónu hverfin í Hafnarfirði. Við erum í dag að vinna við að tengja hluta af Völlunum í Hafnarfirði, en það er vegna þess að lögð voru ljósleiðararör samhliða öðrum veitulögnum þegar hverfið byggðist upp.
Vissulega höfum við áhuga á að ljósleiðaravæða Hafnarfjörðinn þegar fram líða stundir, en það yrði ekki án samstarfs við sveitafélagið og í dag erum við ekki með neitt samkomulag við um það. Ég reyni oft að hvetja íbúa til að ýta aðeins við sínu sveitafélagi og svo þeir séu upplýstir um að það sé áhugi hjá íbúum til að geta tengst ljósleiðaranum.
Kv. Sigurður.
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Fös 06. Maí 2011 10:21
af steinarorri
Sigurður, veistu hvenær Lindahverfið í Kópavogi er á dagskrá hjá ykkur?
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Fös 06. Maí 2011 10:21
af AntiTrust
Sæll Sigurður.
Ekki gætiru upplýst hvenær fyrirhuguð verklok á völlunum eru?
Mbk
Hermann
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Fös 06. Maí 2011 11:18
af Kristján
sigurfr skrifaði:Sæll Kristján.
Ég starfa hjá Gagnaveitunni svo ég ætti að geta svarað þér.
Því miður þá er ekki fyrirhugað hjá okkur að fara í grónu hverfin í Hafnarfirði. Við erum í dag að vinna við að tengja hluta af Völlunum í Hafnarfirði, en það er vegna þess að lögð voru ljósleiðararör samhliða öðrum veitulögnum þegar hverfið byggðist upp.
Vissulega höfum við áhuga á að ljósleiðaravæða Hafnarfjörðinn þegar fram líða stundir, en það yrði ekki án samstarfs við sveitafélagið og í dag erum við ekki með neitt samkomulag við um það. Ég reyni oft að hvetja íbúa til að ýta aðeins við sínu sveitafélagi og svo þeir séu upplýstir um að það sé áhugi hjá íbúum til að geta tengst ljósleiðaranum.
Kv. Sigurður.
aight, takk fyrir svarið
maður verður þá að fara að þrýsta á þetta bæjarfélag.
er farinn niðri ráðhús að mótmæla... eða freka meðmæla ljósleiðara í hafnafirði
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Fös 06. Maí 2011 12:02
af sigurfr
steinarorri skrifaði:Sigurður, veistu hvenær Lindahverfið í Kópavogi er á dagskrá hjá ykkur?
Það er því miður ekki á dagskrá hjá okkur (ég á heima þar
)
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Fös 06. Maí 2011 12:04
af sigurfr
AntiTrust skrifaði:Sæll Sigurður.
Ekki gætiru upplýst hvenær fyrirhuguð verklok á völlunum eru?
Mbk
Hermann
Það ætti að vera hægt panta þjónustu í sumar ef framkvæmdir ganga vel, júlí/ágúst reikna ég með...
En það er ekki allt Vallarhverfið.
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Fös 06. Maí 2011 12:35
af braudrist
Ég vinn hjá Framkvæmdasviði Hafnarfjarðar, ég skal tala við pappakassana sem vinna á efri hæð og spyrja þá út í þetta.
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Fös 06. Maí 2011 13:19
af Kristján
braudrist skrifaði:Ég vinn hjá Framkvæmdasviði Hafnarfjarðar, ég skal tala við pappakassana sem vinna á efri hæð og spyrja þá út í þetta.
SWEET!!!
spjallið á vaktinni sko, reddar öllu
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Fös 06. Maí 2011 13:26
af Tiger
braudrist skrifaði:Ég vinn hjá Framkvæmdasviði Hafnarfjarðar, ég skal tala við pappakassana sem vinna á efri hæð og spyrja þá út í þetta.
Sem uppalinn Hafnfirðingur og tölvunörd þá er ég mega sáttur við þig núna !!
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Fös 06. Maí 2011 13:34
af SIKk
braudrist skrifaði:Ég vinn hjá Framkvæmdasviði Hafnarfjarðar, ég skal tala við pappakassana sem vinna á efri hæð og spyrja þá út í þetta.
Má ég segja að ég elska þig <3
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Fös 06. Maí 2011 16:01
af Klaufi
Snuddi skrifaði:braudrist skrifaði:Ég vinn hjá Framkvæmdasviði Hafnarfjarðar, ég skal tala við pappakassana sem vinna á efri hæð og spyrja þá út í þetta.
Sem uppalinn Hafnfirðingur og tölvunörd þá er ég mega sáttur við þig núna !!
x2, Þú átt skilið Thule!
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Sun 04. Mar 2012 09:23
af Kristján
langaði að bumpa þessum þræði aðeins.
það er næstum ár síðann þessi þráður var active og var að spá hvort einhver væri með eitthvað slúður eða harðar staðreyndir um ljósleiðara í gamla hluta hafnafjarðar?
vona þetta sé í lagi.
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Sun 04. Mar 2012 10:41
af lukkuláki
Move to Grafarvogur ! ! ! Ljósleiðari í öllu hérna
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Sun 04. Mar 2012 13:59
af TraustiSig
braudrist skrifaði:Ég vinn hjá Framkvæmdasviði Hafnarfjarðar, ég skal tala við pappakassana sem vinna á efri hæð og spyrja þá út í þetta.
Þetta er svo basic.. með gaur sem vinnur hjá gagnaveitunni og Hafnafjarðarbæ. Væri fyndið ef það kæmi svo bara tilkynning eftir mánuð að það ætti að fara að leggja í þetta..
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Sun 04. Mar 2012 14:03
af Danni V8
Mikið vildi ég óska þess að það væri eitthvað á döfinni að leggja ljósleiðara í Keflavík!
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Sun 04. Mar 2012 16:12
af Klemmi
Er ég alveg vangefinn að vera fullkomnlega sáttur með hraðann á ADSL og vera ekkert að spá í því hvort eða hvenær það verður lagður ljósleiðari hingað á Álftanesið?
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Sun 04. Mar 2012 16:41
af Tiger
Klemmi skrifaði:Er ég alveg vangefinn að vera fullkomnlega sáttur með hraðann á ADSL og vera ekkert að spá í því hvort eða hvenær það verður lagður ljósleiðari hingað á Álftanesið?
Jebb
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Sun 04. Mar 2012 16:49
af Klemmi
Í hvað eruði að nota þennan hraða?
Er þetta bara svo að ef þið fattið allt í einu að ykkur langi að sjá *nýjuflottubíómyndina" í 1080p eftir nokkrar mínútur, að þá gangi það upp?
Ég get ekki ímyndað mér nein önnur atvik þar sem þessi feiknar-hraði myndi skipta mig máli
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Sun 04. Mar 2012 17:11
af Tiger
Ég persónulega bið spenntari eftir meiri upload hraða þar sem ég set gríðarlegt magn af ljósmyndum á netið (tugi GB) og svo er ég með allt ljósmyndasafnið mitt ofl á backup-i offsite sem er í augnablikinu 437GB. Þannig að þegar ég fer að mynda atburð, þá þarf ég ekki að bíða í nokkra daga til að backupið sé klárt og ég safe.
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Sun 04. Mar 2012 17:58
af kizi86
Klemmi skrifaði:Í hvað eruði að nota þennan hraða?
Er þetta bara svo að ef þið fattið allt í einu að ykkur langi að sjá *nýjuflottubíómyndina" í 1080p eftir nokkrar mínútur, að þá gangi það upp?
Ég get ekki ímyndað mér nein önnur atvik þar sem þessi feiknar-hraði myndi skipta mig máli
dc hub, ftp server, vefsíða, get streamað efni úr tölvunni, irc server, og já, þurfa ekki að bíða í fleiri vikur eftir 1080p mynd, og svo líka náttúrulega til að vera með þeim fyrstu að sjá nýjustu þættina þegar þeir koma, tekur mig 30 sek að sækja þátt (350MB) og rétt um mínútuna að sækja 720p þætti
Re: Hafnafjörður og Ljósleiðari.
Sent: Mán 05. Mar 2012 11:27
af sigurfr
Kristján skrifaði:langaði að bumpa þessum þræði aðeins.
það er næstum ár síðann þessi þráður var active og var að spá hvort einhver væri með eitthvað slúður eða harðar staðreyndir um ljósleiðara í gamla hluta hafnafjarðar?
vona þetta sé í lagi.
Sæll,
Áætlanir okkar gera því miður ekki ráð fyrir að tengja heimili í gamla hluta Hafnafjarðar á þessu ári.
Kveðja
Sigurður, starfsmaður GR.