Síða 1 af 1

Hærri skattar á Kindle en á iPad

Sent: Mán 02. Maí 2011 14:12
af fedora1
Alltaf jafn góðar fréttinar,

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2011/05/02/haerri_skattar_a_kindle_en_a_ipad/

Af hverju koma ekki skýringar með í fréttum, hver eru rök skattman að hafa vörugjöld á kindle en ekki ipad.
Ég er litlu nær eftir lestur þessarar fréttar, nema að skattkerfið á íslandi er fubar. ](*,)

Re: Hærri skattar á Kindle en á iPad

Sent: Mán 02. Maí 2011 14:26
af dori
Þetta er af því að Tollstjóri ákvað að Kindle væri bók og væri tolluð sem slík. iPad er hins vegar tölva og tolluð sem slík (enginn tollur).

Fyrri ákvörðunin er náttúrulega heimskuleg. En þetta er útúm allt í tollakerfinu okkar. Mjög sambærilegir hlutir (mun meira sambærilegir en iPad vs. Kindle) bera gjörólíka tolla útaf einhverjum rökum sem enginn veit hver eru en myndu pottþétt ekki halda vatni ef þau væru opinberuð.

Re: Hærri skattar á Kindle en á iPad

Sent: Mán 02. Maí 2011 14:46
af Minuz1
tollar eru svo asnalegt fyrirbæri að það nær engu lagi...ótrúlegt að það skuli ennþá vera að nota þetta á 21. öldinni

Re: Hærri skattar á Kindle en á iPad

Sent: Mán 02. Maí 2011 14:55
af Daz
dori skrifaði:Þetta er af því að Tollstjóri ákvað að Kindle væri bók og væri tolluð sem slík. iPad er hins vegar tölva og tolluð sem slík (enginn tollur).
...snip...


Ef Kindle væri tollað sem bók bæri það bara 7% vsk og engin önnur gjöld.

Re: Hærri skattar á Kindle en á iPad

Sent: Mán 02. Maí 2011 15:00
af dori
Daz skrifaði:
dori skrifaði:Þetta er af því að Tollstjóri ákvað að Kindle væri bók og væri tolluð sem slík. iPad er hins vegar tölva og tolluð sem slík (enginn tollur).
...snip...


Ef Kindle væri tollað sem bók bæri það bara 7% vsk og engin önnur gjöld.

Hmm... Góður punktur. Ég leitaði ekki upplýsinga núna en ég man eftir að hafa lesið um þetta þegar Kindle var nýrra. S.s. það að Tollstjóri neitaði að skilgreina þetta sem tölvu. Það held ég að hafi haft eitthvað með það að gera að það væri ekki hægt að "keyra forrit" á þessu tæki. Það var allavega mjög heimskuleg skilgreining á tölvu sem tollstjóri fer eftir.

Edit: Kindle er einhvernvegin hluti af mengingu "myndbandsupptökutæki" skv. Tollstjóra

Edit2: Hérna eru úrskurðir Tollstjóra
Kæra vegna Kindle
Kæra vegna Kindle DX

Re: Hærri skattar á Kindle en á iPad

Sent: Mán 02. Maí 2011 15:15
af Matti21
Minuz1 skrifaði:tollar eru svo asnalegt fyrirbæri að það nær engu lagi...ótrúlegt að það skuli ennþá vera að nota þetta á 21. öldinni

Ísland í ESB?? !!

Re: Hærri skattar á Kindle en á iPad

Sent: Mán 02. Maí 2011 15:23
af dori
Eftir að hafa lesið þessa úrskurði Tollstjóra þá álykta ég að:
  • Ef það er ekki til tollflokkur sérsniðinn að vöru er Tollstjóra sama hvernig varan er flokkuð svo lengi sem hún er tolluð í topp
  • Ef þeir skilja ekki notkunarmöguleika vöru þá er það vörulýsing (boxið utanum vöruna?) sem gildir
Þetta er hreinlega fáránlegt. Notandi getur ekki forritað iPad neitt frekar en Kindle nema með því að verða sér úti um SDKið. Það sem virðist valda því að tollurinn vilji meina að Kindle sé heimilistæki en ekki tölva/gagnavinnsluvél er að hún er með skjá sem getur ekki birt litmyndir/hreyfimyndir.

Re: Hærri skattar á Kindle en á iPad

Sent: Mán 02. Maí 2011 15:37
af Daz
Það væri nú gaman ef einhver færi í hart við tollstjórann útaf flokkunum á iPad og Kindle og þessum vélum. Ætli Nook myndi lenda þarna inn á milli, þar sem það er nær því að vera tablet en eBook reader?

Minnir mig annars á Ipod Touch vs Iphone, þegar Iphone var ódýrari á Íslandi því hann fór í betri tollflokk.

Re: Hærri skattar á Kindle en á iPad

Sent: Mán 02. Maí 2011 17:33
af hagur
Ohhh tollurinn :pjuke

Skoðið t.d bara þetta: http://www.tollur.is/upload/files/calc_ ... 822%29.htm

Hver ætli séu rökin fyrir t.d mismunandi tolli á Eldavélum, ofnum og örbylgjuofnum annarsvegar og svo ísskápum og frystum?

Þessi flokkun er bara alltof flókin og rugluð. Maður verður bara pirraður á því að skoða þetta og pæla í þessu.

Má ég leggja til nýja tollflokka:

- Ökutæki
- Raftæki
- Matvæli

Ekki tæmandi listi auðvitað, but you get the picture.

Re: Hærri skattar á Kindle en á iPad

Sent: Mán 02. Maí 2011 19:52
af teitan
Ég einmitt sendi fyrirspurn á tollinn þegar ég var að spá í að panta mér Kindle og fékk að vita að þetta væri flokkað sem myndbandsafspilunartæki eða eitthvað álíka sem er hlutur sem það getur náttúrulega alls ekki framkvæmt... og þessi úrskurður um að færa Kindle bara yfir í annan tollflokk sem hefur sömu tolla og vörugjöld og fyrri flokkurinn en passar ekkert betur við tækið sem slíkt segir náttúrulega bara hvurslags þursar eru að vinna þarna. Endaði á því að kaupa einn lítið notaðan hér heima fyrir svipað verð og hann kostaði úti.

Eina sem er verið að gera með því að setja þessi smátæki í þessa rándýru tollflokka er að ýta undir smygl... og þá fær ríkið hvorki vsk., toll né vörugjöld af þessum tækjum... hvað haldiði t.d. að stór hluti af iPodum sem fólk á á Íslandi hafi verið tollafgreiddur?

Re: Hærri skattar á Kindle en á iPad

Sent: Mán 02. Maí 2011 19:56
af Frikkasoft
Sammála þetta tollakerfi á Íslandi er fáránlegt og hlakka til þegar þetta er lagt niður.

T.d þá keypti ég fyrir nokkrum vikum nýja Xbox 360 slim frá Amazon í UK og lét senda hana til íslands. Ég er mikið að kaupa tölvubúnað og veit að það er ekki tollur af tölvum per se, þannig að ég var frekar hissa þegar þeir ætluðu að rukka mig tæplega 3000 kr fyrir xbox vélina. Ég hringdi í tollstjóra og kvartaði í mann og annan sem endaði með því að ég fékk samband við yfirmann. Þar kom í ljós að tollurinn bjó til sérstakan undirflokk undir snóker, poolborð etc sem heitir "tölvurafspil sem tengt er við sjónvarp" og rökstuddu þannig að xbox vélin bæri toll. Ég rökstuddi á móti að xbox ætti frekar að flokkast undir flokkin "tölvur, prentarar og tölvubúnaður" heldur en í einhverjum undirflokki undir poolborðum. Hann sagði á móti að þetta væri leikjatölva og gæti t.d ekki leyst flóknar excel formúlur frá Nasa (án gríns!!!). Þá tók ég fram að ég væri tölvunarfræðungur og hann gæti ekki gabbað mig með svona rugli og sagði honum að xbox vélin væri eflaust mun öflugri en vélin sem hann notaði í vinnunni og gæti auðveldlega leyst flóknustu Excel formúlur. Hann dró sig aðeins til baka, sagði að svona væri þetta bara.

Getum við ekki bara sett í púkk einhvern pening, ég er t.d alveg tilbúinn að setja in 5.000kr í einhvern málssjóð og svo förum við bara til einhvers lögfræðings og förum til dómstóla með þetta. Ef við vinnum verður þetta fordæmisgefandi og mun t.d lækka verð á öllum innfluttum leikjatölvum og setja þetta tollarugl í umræðuna. Að auki get ég þá hringt í þennan tollgaur otað þessu framan í hann...

Re: Hærri skattar á Kindle en á iPad

Sent: Mán 02. Maí 2011 20:51
af Daz
10% tollur/vörugjald þá? Hefurðu athugað á xbox spjallinu hvort menn hafa almennt lent í að borga einhvern toll af vélinni? Xbox vélin er líklega nákvæmlega jafn mikil tölva og t.d Ipad, svo ef ekki eru færð gríðarlega góð rök fyrir því að skipta þeim í mismunandi flokka þá hlýtur það hreinlega að vera nóg.

Re: Hærri skattar á Kindle en á iPad

Sent: Mán 02. Maí 2011 21:43
af Klemmi
hagur skrifaði:Skoðið t.d bara þetta: http://www.tollur.is/upload/files/calc_ ... 822%29.htm

Hver ætli séu rökin fyrir t.d mismunandi tolli á Eldavélum, ofnum og örbylgjuofnum annarsvegar og svo ísskápum og frystum?


M.a. vegna spilliefna í þessu drasli. Kælitæki sem safnað er saman eru gjarnan flutt erlendis til endurvinnslu sem kostar peninga svo einfalt er að rökstyðja þennan mun :happy

En ég var bara að vera leiðinlegur núna, ég er alveg sammála því að tollflokkunin hér á Íslandi er í mörgum tilfellum mjög undarleg.

Re: Hærri skattar á Kindle en á iPad

Sent: Þri 03. Maí 2011 01:25
af Minuz1
Klemmi skrifaði:
hagur skrifaði:Skoðið t.d bara þetta: http://www.tollur.is/upload/files/calc_ ... 822%29.htm

Hver ætli séu rökin fyrir t.d mismunandi tolli á Eldavélum, ofnum og örbylgjuofnum annarsvegar og svo ísskápum og frystum?


M.a. vegna spilliefna í þessu drasli. Kælitæki sem safnað er saman eru gjarnan flutt erlendis til endurvinnslu sem kostar peninga svo einfalt er að rökstyðja þennan mun :happy

En ég var bara að vera leiðinlegur núna, ég er alveg sammála því að tollflokkunin hér á Íslandi er í mörgum tilfellum mjög undarleg.


Tollar eru ekki tilbúnir til að þess að borga endurvinnslu, það eru vörugjöld sem eru notuð til þess í flestum tilvikum.

Tollar eru tilbúnir til að "vernda" Íslenska framleiðslu þannig að íslenskar vörur séu samkeppnishæfari innan landsins.
Málið er bara að þetta er helsta leiðin fyrir þróuð ríki heims til þess að halda 3ja heiminum niðri, væri miklu betra fyrir lönd í afríku að rækta grænmeti og flytja það hingað, en það er ekki hægt, bæði EU og Ísland eru búin að byggja tollmúra til að koma í veg fyrir nákvæmlega þetta...

Útskýrir kannski ekki af hverju við erum með tollmúra til að koma í veg fyrir innflutning á Xbox og kindle, því hvorugt er í samkeppni við íslenska framleiðslu og það er helsta hlutverk tolla, þessir tollar eru orðir að skatti, sem ætti ekki að eiga sér stað.

Re: Hærri skattar á Kindle en á iPad

Sent: Þri 03. Maí 2011 17:50
af Halli13
Minuz1 skrifaði:Tollar eru tilbúnir til að "vernda" Íslenska framleiðslu þannig að íslenskar vörur séu samkeppnishæfari innan landsins.
Málið er bara að þetta er helsta leiðin fyrir þróuð ríki heims til þess að halda 3ja heiminum niðri, væri miklu betra fyrir lönd í afríku að rækta grænmeti og flytja það hingað, en það er ekki hægt, bæði EU og Ísland eru búin að byggja tollmúra til að koma í veg fyrir nákvæmlega þetta...

Útskýrir kannski ekki af hverju við erum með tollmúra til að koma í veg fyrir innflutning á Xbox og kindle, því hvorugt er í samkeppni við íslenska framleiðslu og það er helsta hlutverk tolla, þessir tollar eru orðir að skatti, sem ætti ekki að eiga sér stað.


Getur því miður varla verið meira vitlaust hjá þér!

Þú virðist greinilega halda að það sé bara til ein tegund af tollum, verndartollar. Tollar eru settir á á útaf mörgum ástæðum, t.d. að reyna að laga stöðuna á milliríkjaviðskiptum með því að minnka innflutining. Með því að leggja tolla á ákveðin gæði verður til þess að færri hafa efni á að kaupa það og við það sparast gjaldeyrir. Þessi aðferð er oft notuð ef að það er kreppa, þessir tollar kallast haftartollar. Verndartollur eins og þú varst að tala um er gerður til verndar íslenskri framleiðslu og eru t.d verndartollar á grænmeti svo að íslenskt grænmeti sé samkeppnishæft. Einnig er til önnur tegund af tollum sem kallasst fjáröflunartollar sem eru aðeins settir á í þeim tilgangi að afla ríkissjóðs tekna. Það eru einnig til fleiri gerðir af tollum en tilgangslaust að tala um þá hér.

Þannig að þarna er greinilega um að ræða samanblöndu af haftartollum og fjáröflunartollum en ekki verndartollum eins og þú segir. Og þegar þú segir að þessir tollar eru orðnir að skatti þá er einn helsti tilgangurinn með tollum að afla ríkisins tekna og til sérstök skilgreining á tollum sem einmitt eru ætlaðir til þess, fjáröflunartollar.

Þegar þú segir að þetta sé helsta leiðin fyrir þróuð ríki heims til þess að halda 3ja heiminum niðri er það alrangt hjá þér þar sem að tollar eru settir á til þess að vernda hagsmuni landins. T.d ef að ekki væri verndartollar á grænmeti myndi allur landbúnur leggjast niður og allir bændur atvinnulausir, án atvinnu myndu bændurinir þurfa að flytja til höfuðborgarinar að leita sér að annari vinnu og flest þorp útá landi myndu leggjast niður vegna þess að stór hluti landsbygðarinnar eru bændur og þá er ekki nógu mikið af fólki eftir til þess að þorp gæti þrifist þar með alla helstu þjónustu sem nútímamaðurinn þarf, t.d. bankar, matvöruverslanir, bensínstöðvar og fleira.