Minuz1 skrifaði:Tollar eru tilbúnir til að "vernda" Íslenska framleiðslu þannig að íslenskar vörur séu samkeppnishæfari innan landsins.
Málið er bara að þetta er helsta leiðin fyrir þróuð ríki heims til þess að halda 3ja heiminum niðri, væri miklu betra fyrir lönd í afríku að rækta grænmeti og flytja það hingað, en það er ekki hægt, bæði EU og Ísland eru búin að byggja tollmúra til að koma í veg fyrir nákvæmlega þetta...
Útskýrir kannski ekki af hverju við erum með tollmúra til að koma í veg fyrir innflutning á Xbox og kindle, því hvorugt er í samkeppni við íslenska framleiðslu og það er helsta hlutverk tolla, þessir tollar eru orðir að skatti, sem ætti ekki að eiga sér stað.
Getur því miður varla verið meira vitlaust hjá þér!
Þú virðist greinilega halda að það sé bara til ein tegund af tollum, verndartollar. Tollar eru settir á á útaf mörgum ástæðum, t.d. að reyna að laga stöðuna á milliríkjaviðskiptum með því að minnka innflutining. Með því að leggja tolla á ákveðin gæði verður til þess að færri hafa efni á að kaupa það og við það sparast gjaldeyrir. Þessi aðferð er oft notuð ef að það er kreppa, þessir tollar kallast haftartollar. Verndartollur eins og þú varst að tala um er gerður til verndar íslenskri framleiðslu og eru t.d verndartollar á grænmeti svo að íslenskt grænmeti sé samkeppnishæft. Einnig er til önnur tegund af tollum sem kallasst fjáröflunartollar sem eru aðeins settir á í þeim tilgangi að afla ríkissjóðs tekna. Það eru einnig til fleiri gerðir af tollum en tilgangslaust að tala um þá hér.
Þannig að þarna er greinilega um að ræða samanblöndu af haftartollum og fjáröflunartollum en ekki verndartollum eins og þú segir. Og þegar þú segir að þessir tollar eru orðnir að skatti þá er einn helsti tilgangurinn með tollum að afla ríkisins tekna og til sérstök skilgreining á tollum sem einmitt eru ætlaðir til þess, fjáröflunartollar.
Þegar þú segir að þetta sé helsta leiðin fyrir þróuð ríki heims til þess að halda 3ja heiminum niðri er það alrangt hjá þér þar sem að tollar eru settir á til þess að vernda hagsmuni landins. T.d ef að ekki væri verndartollar á grænmeti myndi allur landbúnur leggjast niður og allir bændur atvinnulausir, án atvinnu myndu bændurinir þurfa að flytja til höfuðborgarinar að leita sér að annari vinnu og flest þorp útá landi myndu leggjast niður vegna þess að stór hluti landsbygðarinnar eru bændur og þá er ekki nógu mikið af fólki eftir til þess að þorp gæti þrifist þar með alla helstu þjónustu sem nútímamaðurinn þarf, t.d. bankar, matvöruverslanir, bensínstöðvar og fleira.