Síða 1 af 1

Hvað finnst fólki um þetta?

Sent: Fim 28. Apr 2011 23:51
af capteinninn
http://www.frettatiminn.is/frettir/rann ... reglunnar/

Ég hef ekki myndað mér skoðun á Fréttatímanum en mér þykir ljóst að lögreglan og ríkissaksóknari eru augljóslega sek í þessu máli.
Saksóknari ákærði og náði framlengingu á máli þar sem menn voru sakaðir um að flytja inn ólögleg efni og niðurstöður rannsókna voru að þau voru ekki ólögleg, þeir þykjast ekki hafa vitað að þetta væru ekki ólögleg efni en samt ákærðu þeir.
Þar fyrir utan skilst mér að það sé skylda lögreglunnar að láta í tjé allar upplýsingar sem þeir hafa til varnarinnar og burtséð frá niðurstöðunni héldu þeir gögnunum í að minnsta kosti 12 daga en það var tíminn sem leið frá því að niðurstöður úr rannsókninni komu fram þangað til að gæsluvarðhaldið var framlengt.

Auk þess finnst mér það segja mikið að saksóknarinn rannsakar lögreglustjórann bara því embættið getur ekki rannsakað sig sjálft, vantar ekki einhverskonar hlutlausan rannsóknaraðila á því hvort lögregla eða embætti saksóknara brjóti landslög?

Re: Hvað finnst fólki um þetta?

Sent: Fim 28. Apr 2011 23:56
af Gummzzi
ahahaha spilltar löggur upp til hópa, en flúoramfetamín? :-k ....í hvað átti það svo að vera notað? :?

Re: Hvað finnst fólki um þetta?

Sent: Fim 28. Apr 2011 23:58
af AntiTrust
Gummzzi skrifaði:ahahaha spilltar löggur upp til hópa, en flúoramfetamín? :-k ....í hvað átti það svo að vera notað? :?


Sama og amfetamín, svipuð/sömu áhrif. Skil ekki hvers vegna það er ekki á bannlista.

Re: Hvað finnst fólki um þetta?

Sent: Fös 29. Apr 2011 00:58
af capteinninn
Ég vissi ekki einu sinni hvað flúoramfetamín var eða hvað það gerir en það er ekki á bannlista og þar með voru þeir ekki að brjóta lög.
Sketchy kannski að flytja þetta inn en samt sem áður ekki ólöglegt

Re: Hvað finnst fólki um þetta?

Sent: Fös 29. Apr 2011 09:04
af Frussi
Er ekki eina ástæðan fyrir því að svona efni eru ekki bönnuð sú að það er svo svakaleg þróun í þessu að þeir hafa ekki við að uppfæra bannlistann? Þetta efni yrði þá líklega bannað fyrr eða síðar en það réttlætir ekki framlengt gæsluvarðhald þar sem lögin eru ekki afturvirk.