Síða 1 af 1

Fartölvu leitin mikla

Sent: Fös 22. Apr 2011 14:32
af gullis
Sælir vaktarar...

Ég hef verið sl daga að óska eftir fartölvu, bæði hérna á vaktinni og á bland.is. Útur því hefur komið margt gott og margt ekki jafn gott :D Mér hefur boðist Toshiba Satellite L450 12E keypt í Janúar 2010 ( 9mán eftir af ábyrgð ) Allir bæklingar og diskar fylgja ásamt tösku undir tölvunna. Ég veit ekki mikið um þessar tölvur en ég fann hérna smá uppl um hana inná elko.is en hún er uppseld þar í augnablikinu svo það er ekki mikið um uppl að fá þaðan akkurat á meðan.

Intel Pentium Dual Core 2,1Ghz örgjörvi / 4096MB vinnsluminni / 500 GB harður diskur / 15,6'' skjár / HDMI útgangur / Windows 7

Ef einhver á svona tölvu eða þekkir til þeirra væri ég rosa feginn ef sá hin sami myndi nenna að henda inn smá rewive* (staf) um hana :)

Fyrir framm þakkir Gulli.

Re: Fartölvu leitin mikla

Sent: Fös 22. Apr 2011 18:11
af gullis
Þessi tölva hér að ofan fæ ég á 70.000kr


Svo er það þessi:
Fartölva - Packard Bell Easynote TJ65-AU-011 fartölva, svört
Örgjörvi - Intel Dual Core T4500 örgjörvi, 2.3GHz, 45nm
Vinnsluminni - 3GB DDR3 1066MHz vinnsluminni
Harðdiskur - 320GB SATA 5400RPM harðdiskur
DVD skrifari - 8xDVD SuperMulti DL skrifari
Skjár - 15.6'' HD LED Diamond View skjár með 1366x768 upplausn
Skjákort - 512MB Intel X4500 HD DX10 skjástýring með True HD 1080P
Hljóðkerfi - 2.0 hljóðkerfi innbyggt með 2 góðum hátölurum
Lyklaborð - Lyklaborð í fullri stærð með sjálfstæðu talnaborði
Netkort - Innbyggt Gigabit 10/100/1000 netkort
Þráðlaust - 300Mbps WiFi n þráðlaust 802.11bgn net
Rafhlaða - 6-Cell LI-ion rafhlaða með allt að 2,5 tíma endingu
Myndavél - Innbyggð 0.3MP vefmyndavél og Skype Certified MIC
Kortalesari - Innbyggður kortalesari fyrir flest minniskort
Tengi - 4xUSB2, VGA, HDMI HDCP, kortalesari o.fl.
Þyngd - Aðeins 2.7kg
Annað - Microsoft Works, Photoshop Elements 6 og fleiri forrit fylgja
Stýrikerfi - Windows 7 Home Premium 64-bit
Ábyrgð - 2ja ára neytendaábyrgð á fartölvu - 12 mán rafhlöðuábyrgð

verð: 55.000kr

Hvor ætti ég að kaupa ???

kveðja

Re: Fartölvu leitin mikla

Sent: Fös 22. Apr 2011 18:37
af bulldog
Ég myndi frekar kaupa fartölvu í Tölvutækni en notaða á netinu eða hjá Elko. Þjónustan hjá Elko er yfirleitt skelfileg en fullkomin hjá tölvutækni \:D/

Re: Fartölvu leitin mikla

Sent: Sun 24. Apr 2011 22:35
af gullis
Ég sé ekkert að því að kaupa árs gamla tölvu eða rúmlega það á netinu :)

Ég er bara að kaupa fartölvu til að hafa sem auka tölvu á heimilinu og til að taka með uppí bústað til að geta verið á facebook og slíkt.... ekkert leikja eða forrit notkun á eftir að vera í þessari fartölvu. Allt í lagi að kaupa notaða nýlega fartölvu fyrir það,, og svo eru þessar tvær sem ég er að alvarlega að spá í báðar með ábyrgðina ennþá í gildi ;)

Re: Fartölvu leitin mikla

Sent: Sun 24. Apr 2011 22:45
af lukkuláki
Þetta fer bara eftir því hvað þú vilt nota vélina í svo er spurning um aðrar lágmarkskröfur eins og skjástærð, rafhlöðuendingu og ef til vill annað ?

Re: Fartölvu leitin mikla

Sent: Þri 26. Apr 2011 19:49
af gullis
Hjá tölvutækni er þetta að mér sýnist eina sem er svipuð þessari sem ég ætla mér að kaupa: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1902

+ hún er ekki með hdmi tengi sem mér finnst vera skilirði :happy