Síða 1 af 2
buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 01:58
af Manager1
Eru fleiri en ég að lenda í því að geta ekki loggað sig inn á buy.is eftir að nýja lookið kom?
Má svosem vera að þetta tvennt sé ekki tengt en ég hætti a.m.k. að komast inná aðganginn minn þegar nýja lookið kom.
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 02:32
af Black
ég veit allavega eitt að það er ekki hægt að vafra og skoða um þessa síðu eftir að henni var breytt
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 07:42
af audiophile
Mikið rosalega er þetta slæm síða. Hélt að það væri ekki hægt að gera svona slæma hluti árið 2011.
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 07:58
af blitz
Hvernig er hægt að gera slæma síðu verri?
att.is er fullkomin að mínu mati, einföld & hraðvirk
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 08:01
af bAZik
Allt allt alltof mikið af animations og drasli..
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 09:54
af bulldog
ég kemst ekki inn á síðuna.
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 10:03
af codec
Greinilega verið að vinna mikið í síðunni. Hefði haldið að menn sem eru með rekstur sem byggist 99% á vefnum væru með n.k. staging vef til að vinna í og setja hann svo live þegar hann er orðin tilbúinn. Ekki vinnna svona í live vefnum þannig að businessinn er nánast lamaður á meðan. Síðan er nánast ónothæf eins og hún er núna.
Þetta eru frekar sjoppuleg vinnubrögð, betra að fá fagmenn í verkið.
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 10:17
af vesley
það er eins og kerfið hafi hrunið eða eitthvað í þá áttina. nánast engar vörur sjáanlegar inná síðunni eins og er.
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 10:21
af bulldog
ert þú ekki að vinna hjá buy.is vesley ?
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 10:28
af vesley
bulldog skrifaði:ert þú ekki að vinna hjá buy.is vesley ?
neibb var sagt upp og hef engann sérstakann áhuga að tala um það á spjallinu . hann er held ég að sjá um þetta. að mestu leyti einn núna.
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 10:31
af Ulli
You has got the Boot?
Þetta verðstríð virðist erfitt.
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 10:31
af bulldog
ókei.... það hjálpar ekki til við að draga viðskiptin til hans ef hann er bara einn þarna.
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 10:36
af vesley
bulldog skrifaði:ókei.... það hjálpar ekki til við að draga viðskiptin til hans ef hann er bara einn þarna.
síðan hlýtur. nú að lagast fljótlega og allt að komast í lag
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 10:41
af dori
Ég fíla ekki hvernig navigation hreyfist svona. Svo er náttúrulega leiðinlegt fyrir okkur nördana að það þurfi tvo smelli til að komast í vélbúnaðinn...
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 11:11
af ponzer
Þessi síða er hræðileg... Þetta er síða sem maður vill bara hafa clean and simple! hann ætti bara að nota osCommerce
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 12:54
af andribolla
Er ekki bara best að loka svona sjoppum
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 13:02
af Manager1
Það er kannski rétt að árétta hversvegna ég spurði hvort ég væri sá eini sem ætti í erfiðleikum með að logga sig inn á buy.is.
Ég pantaði myndavél og GPS tæki frá buy.is 7. mars, GPS tækið fékk ég 25. mars ef ég man rétt og þá sagði Friðjón mér að myndavélin væri væntanleg. Síðan þá hef ég ekkert heyrt frá honum, hann hefur ekki svarað tölvupósti og mér þótti þetta frekar grunsamlegt í gær þegar ég gat ekki loggað mig inn og fékk upp villu sem sagði að emailið mitt væri ekki á skrá.
Ef þetta login vandamál skýrist af því að síðan hrundi eða eitthvað slíkt þá er það bara gott mál, en það hefði kannski verið sterkur leikur að láta notendur vita af því með einhverju móti.
Ég hef hvergi fundið símanúmer skráð á buy.is þannig að fyrir fólk úti á landi sem hefur ekki þann möguleika á kíkja við hjá honum á opnunartíma virðist eina leiðin til að ná á hann vera í gegnum vaktina... hann hefur jú verið nokkuð duglegur að svara fyrir sig hérna.
Þess má svo geta að ég hef áður verslað við Friðjón og hef ekkert nema gott um þau viðskipti að segja.
Að lokum vil ég svo afsaka það að hafa búið til enn einn buy.is nöldurþráðinn
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 13:39
af coldcut
Ég er að lenda í því sama. Pantaði og borgaði lyklaborð en svo hefur síðan hrunið vegna flutninga strax um nóttina og ég þarf sennilega að panta aftur þó ég skilji ekki alveg afhverju það er nauðsynlegt. En já gamla síðan var mun þægilegri finnst mér og ég skil ekki alveg af hverju hann skipti um, en hann hlýtur að hafa sínar ástæður.
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 13:46
af Manager1
coldcut skrifaði:Ég er að lenda í því sama. Pantaði og borgaði lyklaborð en svo hefur síðan hrunið vegna flutninga strax um nóttina og ég þarf sennilega að panta aftur þó ég skilji ekki alveg afhverju það er nauðsynlegt. En já gamla síðan var mun þægilegri finnst mér og ég skil ekki alveg af hverju hann skipti um, en hann hlýtur að hafa sínar ástæður.
Hefurðu það frá Friðjóni að þú þurfir að panta aftur?
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 13:47
af coldcut
Manager1 skrifaði:Hefurðu það frá Friðjóni að þú þurfir að panta aftur?
jebb...en hann ætlaði að hafa samband þegar ég ætti að gera það.
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 16:32
af bulldog
ég var að fá staðfestingu að varan mín væri á leiðinni í pósti og það var linkur á
http://www.china4you.com/ þar sem allt virkar betur.
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 17:16
af Manager1
bulldog skrifaði:ég var að fá staðfestingu að varan mín væri á leiðinni í pósti og það var linkur á
http://www.china4you.com/ þar sem allt virkar betur.
Sama hérna, var að fá póst frá Friðjóni og varan mín er á leiðinni.
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 17:48
af GullMoli
bulldog skrifaði:ég var að fá staðfestingu að varan mín væri á leiðinni í pósti og það var linkur á
http://www.china4you.com/ þar sem allt virkar betur.
Svo þú verslar ekki bara við Tölvutækni
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 17:57
af bulldog
Ég nennti ekki að bíða eftir að þeir fengju diskanna .... hehehe smá framhjá
Hefði keypt af þeim ef diskarnir hefðu verið komnir þegar ég pantaði.
Re: buy.is ný síða
Sent: Þri 12. Apr 2011 18:02
af HelgzeN
Þetta er samt alltof hæg síða finnst mér, @tt er t.d. miklu hraðari..