Síða 1 af 1

Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Sun 10. Apr 2011 23:27
af Hargo
Er það bara ég eða er óvenju mikið um starfsauglýsingar sem tengjast upplýsingatækni miðað við ástandið eins og það er í dag? Mér finnst ég alltaf vera að sjá auglýst eftir forriturum eða einstaklingum sem hafa reynslu af rekstri netkerfa.

Hinsvegar finnst mér ég aldrei sjá neinar auglýsingar að það vanti tæknimenn á tölvuverkstæði. Ætli það sé svona lítil vöntun á tæknimönnum sem geta gert við og bilanagreint vélbúnaðarbilanir í fartölvum og borðtölvum? Finnst ykkur vera meira um að einstaklingar auglýsi sig núna sjálfir með viðgerðarþjónustu heima hjá sér og vinni svart?

Ættu ekki almenn tölvuverkstæði að blómstra þegar fólk er tregara að kaupa sér nýjar tölvur í stað þeirra gömlu?

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Sun 10. Apr 2011 23:51
af KristinnK
Störf í forritun og rekstur netkerfa er tvennt mjög ólíkt. Forritun er í auknum mæli verið að outsource-a til landa þar sem starfskraftur í ódýr, svipað og gerðist með símaþjónustu á stórfyrirtækjunum. Það mun hins vegar alltaf þurfa hæfan starfskraft á svæðinu til að sinna rekstri netkerfa, og er það æ algengar að stofnanir og fyrirtæki halda sér úti þannig.

Ég held það verði líka þannig með tæknimenn á tölvuverkstæði. Það verður alltaf nóg af fólki sem vita ekkert hvernig tölvur virka, og skilja ekki af hverju það hljóðar enn í tölvunni þótt þau séu búin að slökkva á skjánum.

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Mán 11. Apr 2011 01:31
af coldcut
@KristinnK: Ertu ekki að misskilja aðeins það sem hann er að segja. Hann er að tala um að það sé endalaust verið að auglýsa eftir forriturum en ekki að það sé aldrei auglýst eftir þeim...

Annars held ég að málið með viðgerðarmenn sé að það eru svo margir sem geta unnið þetta að það þarf aldrei að auglýsa þetta. Blessaður vertu, ég mundi treysta mér til þess að vinna á tölvuverkstæði en samt hef ég ekkert reynt!
Þarf heldur ekki endilega marga vel lærða menn á hvert verkstæði því ég hugsa að (væri gaman að fá u.þ.b. hlutfall frá starfsmönnum verkstæða) mikill meirihluti vinnu á verkstæði fari í gagnabjörgun, vírushreinsun og format!

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Mán 11. Apr 2011 01:43
af kubbur
þetta er vegna einhvers máls sem að vannst um dagin, nú getur ekki hver sem er titlað sig sem tæknimaður án þess að vera með ákveðna kunnáttu

mig minnir að þetta hafi verið svona

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Mán 11. Apr 2011 09:58
af Benzmann
Hargo skrifaði:
Ættu ekki almenn tölvuverkstæði að blómstra þegar fólk er tregara að kaupa sér nýjar tölvur í stað þeirra gömlu?




ég er að vinna á tölvuverkstæði, og það sem ég sé mest þessa dagana er það að fólk eru að koma með gömlu vélina sýna og vill gera eitthvað gott úr henni, frekar heldur en að kaupa nýja

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Mán 11. Apr 2011 10:05
af beatmaster
benzmann skrifaði:ég er að vinna á tölvuverkstæði...


Af hverju er það ekki skráð í undirskriftina hjá þér, var ekki búið að ákveða að starfsmenn tölvufyrirtækja hefði það skráð í undirskrift hjá sér?

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Mán 11. Apr 2011 10:36
af Benzmann
beatmaster skrifaði:
benzmann skrifaði:ég er að vinna á tölvuverkstæði...


Af hverju er það ekki skráð í undirskriftina hjá þér, var ekki búið að ákveða að starfsmenn tölvufyrirtækja hefði það skráð í undirskrift hjá sér?


tjahh, ég sé nú engan tilgang í að vera að auglýsa það hér hjá hvaða fyrirtæki ég er að vinna hjá. sé ekki hvernig þér eða öðrum kemur það við, var með það lengi í undirskrift minni hér, en breytti henni svo því það basicly kemur engum við...

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Mán 11. Apr 2011 11:12
af hsm
benzmann skrifaði:
beatmaster skrifaði:
benzmann skrifaði:ég er að vinna á tölvuverkstæði...


Af hverju er það ekki skráð í undirskriftina hjá þér, var ekki búið að ákveða að starfsmenn tölvufyrirtækja hefði það skráð í undirskrift hjá sér?


tjahh, ég sé nú engan tilgang í að vera að auglýsa það hér hjá hvaða fyrirtæki ég er að vinna hjá. sé ekki hvernig þér eða öðrum kemur það við, var með það lengi í undirskrift minni hér, en breytti henni svo því það basicly kemur engum við...

Ef ég skil reglurnar rétt þá ert þú bara skildugur til að taka það fram ef þú ert að taka þátt í umræðum hér á spjallborðinu sem að gæti haft með hagsmuni að gera.
s.s. ef að umræðurnar eru um tölvuverslanir, ábyrgðarmál og þess háttar. Svo að aðrir geti metið það.

Kv hsm

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Mán 11. Apr 2011 11:23
af Benzmann
hsm skrifaði:
benzmann skrifaði:
beatmaster skrifaði:
benzmann skrifaði:ég er að vinna á tölvuverkstæði...


Af hverju er það ekki skráð í undirskriftina hjá þér, var ekki búið að ákveða að starfsmenn tölvufyrirtækja hefði það skráð í undirskrift hjá sér?


tjahh, ég sé nú engan tilgang í að vera að auglýsa það hér hjá hvaða fyrirtæki ég er að vinna hjá. sé ekki hvernig þér eða öðrum kemur það við, var með það lengi í undirskrift minni hér, en breytti henni svo því það basicly kemur engum við...

Ef ég skil reglurnar rétt þá ert þú bara skildugur til að taka það fram ef þú ert að taka þátt í umræðum hér á spjallborðinu sem að gæti haft með hagsmuni að gera.
s.s. ef að umræðurnar eru um tölvuverslanir, ábyrgðarmál og þess háttar. Svo að aðrir geti metið það.

Kv hsm


tjahh, ef það mun spretta upp umræða hér á vaktinni hjá því fyrirtæki sem ég er að vinna hjá og ef ég vill taka þátt í sá samræðum, þá mun ég taka það fram að ég sé að vinna hjá því verkstæði. að örðu leyti sé ég ekki tilgang í afhverju ég ætti að vera að deila mínum persónuupplýsingum á netinu.

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Mán 11. Apr 2011 13:14
af rapport
En þetta er rétt sem haldið er fram í upphasinnlegginu.

Það hafa sjaldan verið jafn mikið um róteringar í vinnunni hja mér og m.v. það sem maður hefur verið að heyra þa eru fyrirtækin að borga vel fyrir GOTT fólk.

Bankarnir, fyrirtæki og stofnanir reyna mikið að "tune-a" innviðina sina til í stað þess að fjárfesta í nýju og með því móti getur hæfileikarikur tæknimaður/kerfisstjóri/netstjóri/umsjónarmaður borgað sig margfalt.

Hagræðing fyrirtækja veltur oft/alltaf mikið á IT innviðum og getu...

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Mán 11. Apr 2011 23:19
af natti
Það er bara ekki mikið af góðu fólki á lausu...
Sum fyrirtæki hafa líka verið að auglýsa aftur og aftur, þar sem ekki tekst að manna stöðuna.
Eftir "hrunið" hafa menn að ákveðnu leiti verið varkárari í að skipta um starf, því þú vilt ekki endilega vera "nýji maðurinn" á vinnustað sem þarf að fara að skera niður á. Gæti endað sem stutt heimsókn. Þetta hefur kannski stuðlað að því að fyrirtæki eiga erfiðara með að manna stöður.

Ég veit líka til þess að sum fyrirtæki hafa farið þá leið að verðlauna (bónusgreiðslu) ef að starfsmaður nær að finna eða benda á einhvern sem hægt er að ráða í lausa stöðu. (í hnotskurn fá þannig starfsfólkið til að taka fullan þátt í leit að nýju samstarfsstarfsfólki.)
Og sum fyrirtæki hafa líka farið þá leið, eftir árangurslausar auglýsingar, að ráða ráðgjafafyrirtæki í head-hunting.
Þar sem viðkomandi ráðgjafafyrirtæki gerir þá bara í því að hringja í fólk í viðkomandi starfsgeira (hvort sem það eru forritarar eða annað) og reynir að plata það í starfsviðtal.

Fyrirtæki vita að það tekur tíma og kostar pening að þjálfa upp nýjan starfskraft, og vilja því helst fá einhvern sem getur gengið beint inn í starfið og byrjað að vinna.

Og já, það virðist alveg vera skortur af vinnuafli sem að kann networking og hefur reynslu af rekstri netkerfa.

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Mán 11. Apr 2011 23:52
af Hargo
Ef ég væri atvinnulaus þá myndi ég án efa nýta mér tilboð NTV og vinnumálastofnunar og skella mér á fleiri Microsoft námskeið eða jafnvel Cisco námskeið. Það hjálpar eflaust mikið til þar sem ég er alltaf að sjá auglýst eftir kerfisstjórum eða aðilum sem þekkja vel til netkerfa og viðhaldi þeirra.

Langar sjálfum mikið að taka fleiri gráður en þetta er svo fjandi dýrt :crazy

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Þri 12. Apr 2011 00:33
af rapport
Hargo skrifaði:Ef ég væri atvinnulaus þá myndi ég án efa nýta mér tilboð NTV og vinnumálastofnunar og skella mér á fleiri Microsoft námskeið eða jafnvel Cisco námskeið. Það hjálpar eflaust mikið til þar sem ég er alltaf að sjá auglýst eftir kerfisstjórum eða aðilum sem þekkja vel til netkerfa og viðhaldi þeirra.

Langar sjálfum mikið að taka fleiri gráður en þetta er svo fjandi dýrt :crazy


Gráðurnar eru bara svo skelfilega lélegur mælikvarði á hæfni...

Það er eins og sumir fæðist með svona í blóðinu, hálfgerðir BORG sem bara hugsa eins og tölvur...

Fyrir okkur einfeldningana er HELL að biðja óvart um útskýringu á virkni nýs búnaðar eða hönnunar... :snobbylaugh

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Þri 12. Apr 2011 08:37
af Daz
rapport skrifaði:
Hargo skrifaði:Ef ég væri atvinnulaus þá myndi ég án efa nýta mér tilboð NTV og vinnumálastofnunar og skella mér á fleiri Microsoft námskeið eða jafnvel Cisco námskeið. Það hjálpar eflaust mikið til þar sem ég er alltaf að sjá auglýst eftir kerfisstjórum eða aðilum sem þekkja vel til netkerfa og viðhaldi þeirra.

Langar sjálfum mikið að taka fleiri gráður en þetta er svo fjandi dýrt :crazy


Gráðurnar eru bara svo skelfilega lélegur mælikvarði á hæfni...

Það er eins og sumir fæðist með svona í blóðinu, hálfgerðir BORG sem bara hugsa eins og tölvur...

Fyrir okkur einfeldningana er HELL að biðja óvart um útskýringu á virkni nýs búnaðar eða hönnunar... :snobbylaugh


Án þess að hafa svosem mikið fyrir mér í þessu, þá held ég engu að síður að ef þú getur valið milli 2 aðila þar sem annar hefur viðeigandi gráður og hinn ekki, þá sé sá með gráðurnar oftast betri kosturinn. Í það minnsta er gráðan þá auðveld leið til að hafna öðrum og velja hinn, þar sem alvöru hæfnispróf er "of dýrt".

Ég er ekki með neinar viðeigandi gráður :(

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Þri 12. Apr 2011 09:01
af natti
Daz skrifaði:
rapport skrifaði:
Hargo skrifaði:Ef ég væri atvinnulaus þá myndi ég án efa nýta mér tilboð NTV og vinnumálastofnunar og skella mér á fleiri Microsoft námskeið eða jafnvel Cisco námskeið. Það hjálpar eflaust mikið til þar sem ég er alltaf að sjá auglýst eftir kerfisstjórum eða aðilum sem þekkja vel til netkerfa og viðhaldi þeirra.

Langar sjálfum mikið að taka fleiri gráður en þetta er svo fjandi dýrt :crazy


Gráðurnar eru bara svo skelfilega lélegur mælikvarði á hæfni...

Það er eins og sumir fæðist með svona í blóðinu, hálfgerðir BORG sem bara hugsa eins og tölvur...

Fyrir okkur einfeldningana er HELL að biðja óvart um útskýringu á virkni nýs búnaðar eða hönnunar... :snobbylaugh


Án þess að hafa svosem mikið fyrir mér í þessu, þá held ég engu að síður að ef þú getur valið milli 2 aðila þar sem annar hefur viðeigandi gráður og hinn ekki, þá sé sá með gráðurnar oftast betri kosturinn. Í það minnsta er gráðan þá auðveld leið til að hafna öðrum og velja hinn, þar sem alvöru hæfnispróf er "of dýrt".

Ég er ekki með neinar viðeigandi gráður :(


Þetta er meira þannig að fyrirtæki auglýsir starf, og fær kannski 50-100 umsóknir þar sem að menn og konur keppast við að lýsa hversu góð þau eru í word og excel, og sumir jafnvel notað access á lífsleiðinni.
Ef þú ert með einhverjar gráður sem snúa að starfinu þá ertu amk að tryggja að þín umsókn sé skoðuð, og hefur strax forskot.

Gráðurnar eru líka mjög góð leið fyrir mann sjálfan til að setja sér einhver markmið í lærdómi, hefur eitthvað til að vinna að, og ert ánægð(ur) þegar þú nærð gráðunni.

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Þri 12. Apr 2011 14:53
af rapport
Jamm...

Það er líka sniðugt að finna efnilega menn og sponsora þá í gráður gegn því að þeir haldist í vinnu...

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Þri 12. Apr 2011 15:37
af kiddi
Það er eitt að finna góðan forritara/kerfisfræðing/tölvukall almennt, og það er annað að finna svoleiðis mann sem er ekki algjör haugur sem vaknar seint og illa, klárar það sem hann byrjar á og sýnir almenna ábyrgð í vinnu. Núna reyndar þegar ég hugsa um það þá eru svoleiðis menn næstum því jafn sjaldgæfir og einhyrningar.

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Þri 12. Apr 2011 15:56
af Daz
kiddi skrifaði:Það er eitt að finna góðan forritara/kerfisfræðing/tölvukall almennt, og það er annað að finna svoleiðis mann sem er ekki algjör haugur sem vaknar seint og illa, klárar það sem hann byrjar á og sýnir almenna ábyrgð í vinnu. Núna reyndar þegar ég hugsa um það þá eru svoleiðis menn næstum því jafn sjaldgæfir og einhyrningar.


Stundum fer mann að gruna að allt vælið í mömmu gömlu um tölvufíknina sé kannski ekkert svo fjarri lagi. Ég veit að ég sjálfur er orðinn vel dasaður eftir 8 tíma fyrir framan tölvuna, eiginlega bara hressandi að komast heim.

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Mið 13. Apr 2011 12:09
af natti
kiddi skrifaði:Það er eitt að finna góðan forritara/kerfisfræðing/tölvukall almennt, og það er annað að finna svoleiðis mann sem er ekki algjör haugur sem vaknar seint og illa, klárar það sem hann byrjar á og sýnir almenna ábyrgð í vinnu. Núna reyndar þegar ég hugsa um það þá eru svoleiðis menn næstum því jafn sjaldgæfir og einhyrningar.


Fullt af tölvu"köllum" til sem að mæta snemma, klára og sýna ábyrgð.
Þeir sömu eiga yfirleitt líka konu og barn, og eru löngu búnir að gleyma því hvað það er að sofa lengur en til kl 0700. :D
Svo ef að starfið krefst ekki viðveru vegna þjónustu við viðskiptavini, þá þarf ekkert endilega að fókusa svona stíft á að menn séu mættir kl 8 eða 9, svo lengi sem þeir skili 8 tíma vinnudag og sinni vinnunni vel.

Tökum forritun sem dæmi. Skiptir máli hvort að forritarinn sé mættur kl 08 eða 10:30 ?
Ef að eitthvað vit er í næsta yfirmanni, þá veit hann hvort að forritarinn sé að vinna vel eða illa, hvenær svosem hann mætir.
Og ef að starfið er skemmtilegt og krefjandi, þá eiga þessir einstaklingar oft til með að vinna lengur og gera oft mun meira en er krafist af þeim.
En svo er bara fókusað á að viðkomandi sé ekki mættur á slaginu 08:00 ?
Svo eru margir týpískar "8-4/9-5" týpur, slökkva á tölvunni kl 16:59 og fara heim. Vinnur það e-ð betur en sá sem mætti kl 10:30 og fer kannski heim um eða eftir kvöldmat, jafnvel seinna?
Svarið er: ekkert frekar, það eru ekki allir eins.

Sumir passa upp á að mæta alltaf á slaginu 8 eða 9, passa upp á að vera farnir eftir 8 tíma vinnudag (note: vera farnir, ekki "að fara"), byrja að taka saman 10 mín fyrir 16 eða 17. Passa líka alltaf vel upp á hvíldatíma, að ef þeir eru nú að vinna til miðnættis að mæta ekki mínútu fyrir kl 11:00 daginn eftir.
Sumar svona týpur vinna bara þokkalega vel.
En sumar svona týpur eru líka að passa sig svo ofboðslega á að gera alls ekki neitt meira en nauðsynlegt er. Þær týpur eru ekki fólki sem að ég sé "skara framúr" eða "láta hlutina gerast" í sínu vinnu-umhverfi.

Að sama skapi, þá eru sumir sem eru kannski aðeins frjálslegri í mætinu, mæta aðeins seinna, fara oft heim mun seinna. Sömu aðilar eru kannski að vinna til kl 04 á nóttunni en eru samt ready að bregðast við um morguninn ef að eitthvað er að.
Sumir af þessum aðilum eru kannski 10-12 tíma í vinnunni, en ná bara að skila uþb 4 tímum í vinnuframlag, því að restin af tímanum fer í skipulagsleysi, leiki eða annað hangs.
En sumir af þessum aðilum eru líka aðilarnir sem sjá til þess að tölvukerfið virki 24/7, og skila mun meira vinnuframlagi en ætlast er til af þeim.

Pointið er, að margir stjórnendur eru afskaplega fókusaðir á að allir skuli vera í sama kassanum, allir skulu vera ferkantaðir og mæta kl 0800, og nota stimpilklukku frá 1972.
Þeir sömu ættu kannski að horfa á nokkra fyrirlestra um þetta á TED. Og kannski átta sig á að sama "prógrammið" virkar ekki endilega fyrir alla. Og það sem skiptir mestu máli er að leyfa starfsfólkinu að njóta sín í vinnunni og finna út hvernig það vinnur "most effective" og nýta það þannig.

Auðvitað á þetta ekki alltaf við, t.d. þjónustustörf eða annað þar sem er fyrirfram skilgreindur "opnunartími" og menn þurfa að vera við á þeim tíma.

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Mið 13. Apr 2011 14:04
af kiddi
Allt rétt sem þú segir natti, enda átti ég ekki við 9-5 menn :) Biðst afsökunar ef ég hef skilist þannig. Ég þekki bara svo marga í þessum bransa sem eru einmitt með hausinn í lausu lofti og afkasta illa.

Re: Störf í upplýsingatækni - staðan í dag

Sent: Mið 13. Apr 2011 16:14
af coldcut
kiddi skrifaði:Allt rétt sem þú segir natti, enda átti ég ekki við 9-5 menn :) Biðst afsökunar ef ég hef skilist þannig. Ég þekki bara svo marga í þessum bransa sem eru einmitt með hausinn í lausu lofti og afkasta illa.


Margt til í því sem þú ert að segja og ef maður ætlar að vinna við e-ð eftir t.d. tölvunarfræðinám þá þarf maður klárlega að leggja "skóla-lífsstílinn" til hliðar sem ég held að sé það sem þú ert að vísa í. Þ.e.a.s. að þessir "tölvukallar" lifi ennþá eins og þegar þeir voru í skóla og sváfu til hádegis, mættu í skólann um 1 og lærðu svo langt fram á kvöld. En þetta er náttúrulega persónubundið eins og natti bendir á, mér finnst t.d. langbest að læra og vinna seint á kvöldin og á nóttunni en ég efast um að það muni einhvertímann vera möguleiki fyrir mann.

Hins vegar finnst mér 8 tíma starfsfyrirkomulagið fullkomið í svona vinnu. Þá er ég ekki að tala um að það sé e-ð heilagt, menn verða náttúrulega að mæta ef það eru t.d. hópfundir eða slíkt.
Ég var í vinnu síðasta sumar með svona fyrirkomulagi, þ.e.a.s. ég átti að skila 8 tíma vinnu á dag en réð hvernig ég vann það, og það er svo nice að geta nokkurn veginn ráðið því hvenær maður vinnur. Þegar maður gat unnið lengur þá gerði maður það svo maður gæti kannski hætt snemma á föstudegi ef e-ð ferðalag stóð til eða jafnvel unnið sér inn frídag.