kiddi skrifaði:Það er eitt að finna góðan forritara/kerfisfræðing/tölvukall almennt, og það er annað að finna svoleiðis mann sem er ekki algjör haugur sem vaknar seint og illa, klárar það sem hann byrjar á og sýnir almenna ábyrgð í vinnu. Núna reyndar þegar ég hugsa um það þá eru svoleiðis menn næstum því jafn sjaldgæfir og einhyrningar.
Fullt af tölvu"köllum" til sem að mæta snemma, klára og sýna ábyrgð.
Þeir sömu eiga yfirleitt líka konu og barn, og eru löngu búnir að gleyma því hvað það er að sofa lengur en til kl 0700.
Svo ef að starfið krefst ekki viðveru vegna þjónustu við viðskiptavini, þá þarf ekkert endilega að fókusa svona stíft á að menn séu mættir kl 8 eða 9, svo lengi sem þeir skili 8 tíma vinnudag og sinni vinnunni vel.
Tökum forritun sem dæmi. Skiptir máli hvort að forritarinn sé mættur kl 08 eða 10:30 ?
Ef að eitthvað vit er í næsta yfirmanni, þá veit hann hvort að forritarinn sé að vinna vel eða illa, hvenær svosem hann mætir.
Og ef að starfið er skemmtilegt og krefjandi, þá eiga þessir einstaklingar oft til með að vinna lengur og gera oft mun meira en er krafist af þeim.
En svo er bara fókusað á að viðkomandi sé ekki mættur á slaginu 08:00 ?
Svo eru margir týpískar "8-4/9-5" týpur, slökkva á tölvunni kl 16:59 og fara heim. Vinnur það e-ð betur en sá sem mætti kl 10:30 og fer kannski heim um eða eftir kvöldmat, jafnvel seinna?
Svarið er: ekkert frekar, það eru ekki allir eins.
Sumir passa upp á að mæta alltaf á slaginu 8 eða 9, passa upp á að vera farnir eftir 8 tíma vinnudag (note: vera farnir, ekki "að fara"), byrja að taka saman 10 mín fyrir 16 eða 17. Passa líka alltaf vel upp á hvíldatíma, að ef þeir eru nú að vinna til miðnættis að mæta ekki mínútu fyrir kl 11:00 daginn eftir.
Sumar svona týpur vinna bara þokkalega vel.
En sumar svona týpur eru líka að passa sig svo ofboðslega á að gera alls ekki neitt meira en nauðsynlegt er. Þær týpur eru ekki fólki sem að ég sé "skara framúr" eða "láta hlutina gerast" í sínu vinnu-umhverfi.
Að sama skapi, þá eru sumir sem eru kannski aðeins frjálslegri í mætinu, mæta aðeins seinna, fara oft heim mun seinna. Sömu aðilar eru kannski að vinna til kl 04 á nóttunni en eru samt ready að bregðast við um morguninn ef að eitthvað er að.
Sumir af þessum aðilum eru kannski 10-12 tíma í vinnunni, en ná bara að skila uþb 4 tímum í vinnuframlag, því að restin af tímanum fer í skipulagsleysi, leiki eða annað hangs.
En sumir af þessum aðilum eru líka aðilarnir sem sjá til þess að tölvukerfið virki 24/7, og skila mun meira vinnuframlagi en ætlast er til af þeim.
Pointið er, að margir stjórnendur eru afskaplega fókusaðir á að allir skuli vera í sama kassanum, allir skulu vera ferkantaðir og mæta kl 0800, og nota stimpilklukku frá 1972.
Þeir sömu ættu kannski að horfa á nokkra fyrirlestra um þetta á TED. Og kannski átta sig á að sama "prógrammið" virkar ekki endilega fyrir alla. Og það sem skiptir mestu máli er að leyfa starfsfólkinu að njóta sín í vinnunni og finna út hvernig það vinnur "most effective" og nýta það þannig.
Auðvitað á þetta ekki alltaf við, t.d. þjónustustörf eða annað þar sem er fyrirfram skilgreindur "opnunartími" og menn þurfa að vera við á þeim tíma.