Vitnar í þetta fyrir aftan textann sem er að vitna í heimildina.
Formið á þessu er haft til þess að vitna í heimildaskrána neðst auðveldlega, þess vegna stendur nákvæmlega það sama hérna eins og það sem stendur fremst undir Heimildir sem kemur neðst í ritgerðina.
("Poisson distribution," n.d.)
Setur þetta neðst hjá þér í
Formið á þessu er:
Nafn á grein/undirsíðu. (ártal (n.d. þýðir no date)). Nafn á heimasíðu. Dagsetning sem síðan var notuð sem heimild, af
http://"nákvæm slóð að heimild"
Dæmi með síðu frá þér:
"The Republic of South Africa (also referred to as South Africa,SA or RSA) is a state in southern Africa." ("South Africa", 2011)
Hérna eru "" gæsalappir utan um textann, það er af því að hann er tekinn beint af síðunni óbreyttur, sem telst þá vera bein heimild, ef þetta væri óbein heimild eða breyttur texti af síðunni þá eru engar gæsalappir. Ef þetta væri lengri texti en nokkrar línur og tekinn beint þá eru heldur ekki gæsalappir heldur er textinn hliðraður(tab á allar línur) til að sýna það (minnir mig
)
Það eru gæsalappir utan um "South Africa" aftast af því að það er enginn höfundur að síðunni, venjulega væri nafn höfunds þarna í stað nafns á grein, en Wikipedia er special case.
Hérna skrifaði ég ártalið (2011) , það er fengið neðst á síðunni af Wikipedia sem : This page was last modified on 7 April 2011 at 11:21. sumir skrifa alltaf n.d.(no date), veit ekki hvort það væri e.d. (engin dagsetning) eða e.á. (ekkert ártal) á íslensku.
Hérna er síðan linkur á síðu sem mér finnst ágætt að hafa til að fylgja eftir
APA Citation Style. Ég þurfti ekki að pæla í því að gera svona fyrr en á 2.ári í menntaskóla svo kannski er þetta fullmikið fyrir 9.bekk en best að læra þetta sem fyrst svo þetta flækist ekki fyrir manni.