Síða 1 af 1

Wifi loftnet sem slitnaði (iBookG4) , nokkrar spurningar.

Sent: Lau 09. Apr 2011 02:26
af BjarniTS
Skulum byrja á forsögunni.

Ég á gamla iBook G4 sem að ég ákvað að gefa smá yfirferð , setti stærri disk í hana , skipti um lyklaborð o.s.f smálegt.

Þegar ég var að setja í samband Airport kortið í henni ,

Mynd

Þá slitnaði snúran út úr hausnum.

Semsagt hausnum sem að tengist svo inn í kortið eins og þarna sést.

Það sem ég gerði var það að ég átti aðra svona snúru úr varahlutavélinni minni , og ég dró vírinn úr henni og snéri þá bara saman svona í von um að bjarga þessu í bili.


Núna er ég að uppfæra þessa vél og hún er hæg með netið og ég kenni um lélegri tengingu hjá mér (að snúa wifi vírum saman getur varla talist góð redding) , Macbook hérna fær fullt netsamband , en þessi bara eitt strik.

Mynd
Þessi snúra er ekki ólík þessari nema að það vantar vírkápuna utan um þennan aðalvír.

Ég spyr :

A ) Í svona wifi köplum er einn aðalvír , plastaður , svo er svona vírkápa utan um hann. Þessi kápa og vírinn snertast aldrei því hann er plastaður. Hvað gerir þessi kápa ? , er vírinn (plastaði) ekki það eina sem skiptir máli ?

B ) Mun ég ná betri árangri með að lóða þetta saman ? Er aðalvírinn eini vírinn sem er að flytja merki eða tekur þessi vírkápa þátt í því ?

C ) Væri hægt að nota eitthvað á borð við svona , minna auðvitað :
Mynd

D ) Er einhver önnur lausn sem að þið hafið í huga , ath : ég vil helst ekki að fylgja snúrunni upp í skjá og skipta um hana þaðan , veit alveg að það er hægt en það verður það síðasta sem ég geri.

Þið skiljið að markmiðið sem ég vil ná er að öðlast sama netsamband og upprunalega var.

MBK

Bjarni