Síða 1 af 1

PS3 - Tölvuskjár

Sent: Fim 07. Apr 2011 23:21
af hauksinick
Get ég notað s.s http://www.computer.is/vorur/3696/ og http://www.computer.is/vorur/3164/

Þar sem skjárinn minn er bara með VGA og ég er með hdmi snúru úr ps3 yfir í skjá.Veit þetta alveg með hljóðið,en get ég gert þetta svona?

Re: PS3 - Tölvuskjár

Sent: Fim 07. Apr 2011 23:24
af djvietice
Svona... kaupa nýja skjár :happy

Re: PS3 - Tölvuskjár

Sent: Fim 07. Apr 2011 23:26
af hauksinick
Er nú með BenQ G220HDA

Alveg fínasti skjár.Bara vantar fjandans DVI tengið!

Re: PS3 - Tölvuskjár

Sent: Fim 07. Apr 2011 23:28
af Orri
Efast stórlega um að þetta virki þar sem DVI/HDMI eru digital merki og VGA er analog.

Re: PS3 - Tölvuskjár

Sent: Fim 07. Apr 2011 23:31
af djvietice
skera og taka þátt :happy HDMI --> DVI

Re: PS3 - Tölvuskjár

Sent: Fim 07. Apr 2011 23:43
af hauksinick
Orri skrifaði:Efast stórlega um að þetta virki þar sem DVI/HDMI eru digital merki og VGA er analog.

Allt í lagi.Djöfull fúlt!

Re: PS3 - Tölvuskjár

Sent: Fim 07. Apr 2011 23:45
af Littlemoe
Þetta virkar.
Flest sjónvörp í dag eru analog. Bara nýjustu full hd sem eru með digital.
Hvaða máli ætti það því að skipta að vera með analog skjá?
Ég er t.d. með mína ps3 tengda í gamalt analog sjónvarp og ég hef tengt hana í Benq skjá sem er analog.

Re: PS3 - Tölvuskjár

Sent: Fim 07. Apr 2011 23:53
af hauksinick
Littlemoe skrifaði:Þetta virkar.
Flest sjónvörp í dag eru analog. Bara nýjustu full hd sem eru með digital.
Hvaða máli ætti það því að skipta að vera með analog skjá?
Ég er t.d. með mína ps3 tengda í gamalt analog sjónvarp og ég hef tengt hana í Benq skjá sem er analog.

Þú tengir hana varla með hdmi í gamalt analog sjónvarp?
Tengdiru hana með hdmi í benQ skjáinn?

Re: PS3 - Tölvuskjár

Sent: Fös 08. Apr 2011 00:05
af Littlemoe
Ég er með breytistykki en það er líka hægt að kaupa hdmi í vga snúru.

Re: PS3 - Tölvuskjár

Sent: Fös 08. Apr 2011 00:07
af hauksinick
Littlemoe skrifaði:Ég er með breytistykki en það er líka hægt að kaupa hdmi í vga snúru.

s.s...þetta virkar svona?

Re: PS3 - Tölvuskjár

Sent: Fös 08. Apr 2011 00:58
af Littlemoe
Þetta var kannski frekar illa orðað hjá mér þegar ég sagði að þetta virkaði...
En málið er að það þarf breytistykki til að ps3 fari í analog monitor.
Ég held að þessi stykki tvö þarna sem þú linkaðir á í byrjun virki ekki.

Re: PS3 - Tölvuskjár

Sent: Fös 08. Apr 2011 01:04
af Orri
Þyrftir svona græju.

Dýrt og örugglega ekkert spes gæði (enda VGA). Þyrftir svo að redda hljóðinu einhvernveginn.