Síða 1 af 1
Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 13:14
af Frantic
Sælir vaktarar,
Í byrjun vikunnar fékk ég að vita frá skólanum mínum að ég ætti að borga staðfestingagjald 5000kr til að tryggja mér setu á næstu önn.
Mér finnst þetta virkilega skrítið að heimta 5þúsundkr í enda mánaðarins af bláfátækum námsmönnum.
Það er eins og það sé verið að reyna að losna við fólk úr skólanum.
Ég er viss um að ég sé ekki sá eini í skólanum sem er algjörlega á kúpunni og rétt næ að skrapa saman pening fyrir mat.
Ég er í netpóst sambandi við skólafulltrúa Tækniskólans sem sagði:
Skólafulltrúi Tækniskólans skrifaði:það verður að borga staðfestingargjaldið í dag, annars verður lokað á umsókn þína.
S.s. ef ég á ekki 5þúsund krónur núna í dag þá fæ ég ekki að klára námið mitt. (Ég fékk lánað hjá foreldrum mínum svo ég er búinn að borga)
Ég er að bíða eftir svari frá skólafulltrúanum hvers vegna það er svona mikilvægt að láta nemendur borga þetta í enda mánaðarins.
Er ég einn um það að finnast þetta skrítin vinnubrögð?
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 13:16
af thegirl
JoiKulp skrifaði:Sælir vaktarar,
Í byrjun vikunnar fékk ég að vita frá skólanum mínum að ég ætti að borga staðfestingagjald 5000kr til að tryggja mér setu á næstu önn.
Mér finnst þetta virkilega skrítið að heimta 5þúsundkr í enda mánaðarins af bláfátækum námsmönnum.
Það er eins og það sé verið að reyna að losna við fólk úr skólanum.
Ég er viss um að ég sé ekki sá eini í skólanum sem er algjörlega á kúpunni og rétt næ að skrapa saman pening fyrir mat.
Ég er í netpóst sambandi við skólafulltrúa Tækniskólans sem sagði:
Skólafulltrúi Tækniskólans skrifaði:það verður að borga staðfestingargjaldið í dag, annars verður lokað á umsókn þína.
S.s. ef ég á ekki 5þúsund krónur núna í dag þá fæ ég ekki að klára námið mitt. (Ég fékk lánað hjá foreldrum mínum svo ég er búinn að borga)
Ég er að bíða eftir svari frá skólafulltrúanum hvers vegna það er svona mikilvægt að láta nemendur borga þetta í enda mánaðarins.
Er ég einn um það að finnast þetta skrítin vinnubrögð?
já mér finnst þetta léleg vinnubrögð.Ættu að leyfa manni allavega að fá frest þangað til 3 mánaðarins.
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 13:21
af Gúrú
Hrikalegt ef það er satt að enginn hafi vitað af þessu fyrir byrjun þessarar viku,
en ég vona nú að þú getir fundið einhvern sem lánar þér 5000kr í x tíma til að þú missir ekki af heilli önn
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 13:41
af beggi90
Hélt að allir vissu að þessu staðfestingargjaldi.
Og fer það bara í taugarnar á mér þetta sífelda tuð "fátækur námsmaður". Yfirleitt sama fólk sem gaggar þetta hæst og eyðir mestu í sukk.
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 13:43
af Black
ekkert svona staðfestingar gjald í vma
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 13:57
af Daz
Eitthvað segir mér nú að þessar uppplýsingar hafi legið fyrir fyrir síðustu mánaðarmót (s.s. greiðsluseðill með gjaldaga kringum 1. mars, eindagi 25. mars). Ef svo var ekki þá er það augljóslega fáránleg vinnubrögð. (Takk Lýsing fyrir að senda mér rukkun 10. des með eindaga 12. des...)
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 14:33
af AndriKarl
Daz skrifaði:Eitthvað segir mér nú að þessar uppplýsingar hafi legið fyrir fyrir síðustu mánaðarmót (s.s. greiðsluseðill með gjaldaga kringum 1. mars, eindagi 25. mars). Ef svo var ekki þá er það augljóslega fáránleg vinnubrögð. (Takk Lýsing fyrir að senda mér rukkun 10. des með eindaga 12. des...)
Nei ég tók einmitt eftir þessu bara síðustu helgi, og ekki fyrr.
- tskolieindagi.png (23.23 KiB) Skoðað 1222 sinnum
Svona kom þetta hjá mér.
Gjalddagi 25.Mars og eindagi 25.Mars.
Fáránlegt
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 14:38
af gissur1
Leysið bara út orlof
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 14:45
af Icarus
Addikall skrifaði:Daz skrifaði:Eitthvað segir mér nú að þessar uppplýsingar hafi legið fyrir fyrir síðustu mánaðarmót (s.s. greiðsluseðill með gjaldaga kringum 1. mars, eindagi 25. mars). Ef svo var ekki þá er það augljóslega fáránleg vinnubrögð. (Takk Lýsing fyrir að senda mér rukkun 10. des með eindaga 12. des...)
Nei ég tók einmitt eftir þessu bara síðustu helgi, og ekki fyrr.
tskolieindagi.png
Svona kom þetta hjá mér.
Gjalddagi 25.Mars og eindagi 25.Mars.
Fáránlegt
Sé ekkert fáránlegt við það að gjalddagi og eindagi sé settur á sama daginn, hef aldrei skilið af hverju þetta er sitthvor dagurinn. En ef þú gætir komið með dagsetningu hvenær reikningurinn birtist. Ef hann hékk bara þarna í viku eða svo er þetta vægast sagt vafasamt.
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 14:47
af einarhr
Icarus skrifaði:Addikall skrifaði:Daz skrifaði:Eitthvað segir mér nú að þessar uppplýsingar hafi legið fyrir fyrir síðustu mánaðarmót (s.s. greiðsluseðill með gjaldaga kringum 1. mars, eindagi 25. mars). Ef svo var ekki þá er það augljóslega fáránleg vinnubrögð. (Takk Lýsing fyrir að senda mér rukkun 10. des með eindaga 12. des...)
Nei ég tók einmitt eftir þessu bara síðustu helgi, og ekki fyrr.
tskolieindagi.png
Svona kom þetta hjá mér.
Gjalddagi 25.Mars og eindagi 25.Mars.
Fáránlegt
Sé ekkert fáránlegt við það að gjalddagi og eindagi sé settur á sama daginn, hef aldrei skilið af hverju þetta er sitthvor dagurinn. En ef þú gætir komið með dagsetningu hvenær reikningurinn birtist. Ef hann hékk bara þarna í viku eða svo er þetta vægast sagt vafasamt.
eins og talað úr mínu ****gati
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 14:48
af AndriKarl
Icarus skrifaði:Addikall skrifaði:Daz skrifaði:Eitthvað segir mér nú að þessar uppplýsingar hafi legið fyrir fyrir síðustu mánaðarmót (s.s. greiðsluseðill með gjaldaga kringum 1. mars, eindagi 25. mars). Ef svo var ekki þá er það augljóslega fáránleg vinnubrögð. (Takk Lýsing fyrir að senda mér rukkun 10. des með eindaga 12. des...)
Nei ég tók einmitt eftir þessu bara síðustu helgi, og ekki fyrr.
tskolieindagi.png
Svona kom þetta hjá mér.
Gjalddagi 25.Mars og eindagi 25.Mars.
Fáránlegt
Sé ekkert fáránlegt við það að gjalddagi og eindagi sé settur á sama daginn, hef aldrei skilið af hverju þetta er sitthvor dagurinn. En ef þú gætir komið með dagsetningu hvenær reikningurinn birtist. Ef hann hékk bara þarna í viku eða svo er þetta vægast sagt vafasamt.
Sko, ég er nokkuð viss um að þetta hafi komið á sunnudaginn/mánudaginn síðasta. Svo kom tilkynning með sms í
gær að minna á að greiða staðfestingagjald fyrir haustönn 2011.
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 14:57
af einarhr
hérna er þetta td tekið fram á heimasíðu skólans þann 16 mars
http://www.tskoli.is/taekniskolinn/frettir/nr/1303 Þannig að það er frekar erfitt fyrir þig að segja að þú hafir ekkert vitað um þetta fyrir en í vikunni.,
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 15:16
af Frantic
Það er alls ekki erfitt þar sem hvorki ég né nokkur annar nemandi þarf að fara inná tskoli.is.
Allar upplýsingar sem nemandi í skólanum þarf er á inna.is og á námsnetinu.
Að vísu er skóladagatalið á tskoli.is en lítið annað.
En ég skil pointið þitt.
beggi90 skrifaði:Hélt að allir vissu að þessu staðfestingargjaldi.
Og fer það bara í taugarnar á mér þetta sífelda tuð "fátækur námsmaður". Yfirleitt sama fólk sem gaggar þetta hæst og eyðir mestu í sukk.
Ég hef alltaf vitað af þessu staðfestingagjaldi en hef alltaf borgað og haldið kjafti sama hversu fáránlegt mér hefur fundist það vera að maður eigi að borga í enda mánaðarins.
Ég tel mig vera mjög skipulagðan með fjármuni mína og ég hef bókhald sem sýnir hvert hver einasta króna fer.
Sukkinu er haldið í miklu hófi á mínum bæ.
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 15:16
af blitz
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 15:27
af AndriKarl
Það má vel vera að það hafi verið búið að tilkynna þetta einhverjum dögum fyrir, en mér finnst bara lélegt að hafa eindagann ekki bara snemma í næsta mánuði.
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 18:17
af sveik
Finnst þetta frekar léleg hjá skólanum að henda þessu inn í lok mánaðar. Þó þetta sé ekki "nema" 5000þús krónur. Það er bara hellings peningur fyrir suma.
Fékk póst frá þeim síðastliðina nótt(byrjun eindaga skv. heimbankanum) Í þessu stendur svo að við höfum til 4 apríl að greiða. Spurning hvort það komi þá ekki dráttarvextir á þetta... Frekar kjánalega staðið að þessu.
Munið að greiða staðfestingargjald og ganga frá vali
From:
inna@tskoli.is <inna@tskoli.is> 25 March 2011 00:58
To: mín...
Ágætu nemendur
Lokadagur til að ganga frá vali hjá umsjónarkennara vegna haustannar 2011 er föstudaginn 25. mars.
Mikilvæg er að greiða staðfestingargjaldið fyrir 4. apríl en þann dag fellur krafan niður.
Áríðandi er að nemendur sem óska eftir áframhaldandi skólavist á haustönn 2011 staðfesti umsókn sína með því að greiða 5.000 króna staðfestingargjald í heimabanka eða næsta banka fyrir 4. apríl en þann dag fellur krafan niður.
Gjaldið er óafturkræft en gengur sem greiðsla inn á skólagjald haustannar 2011.
Ekki er sendur greiðsluseðill í pósti.
Hægt er að greiða kröfuna í heimabanka umsækjenda eða næsta banka og dugar þá að gefa þar upp kennitölu greiðanda og að krafan sé í Landsbankanum banka 111.
Nemendur sem greiða staðfestingargjaldið eru í forgangi með skólavist á næstu önn, standist þeir kröfur um námsárangur og skólasókn á vorönn 2011. Nemendur sem eru undir 70% skólasókn í lok annar fá ekki skólavist á haustönn 2011 standist þeir ekki reglur um námsárangur.
http://www.tskoli.is/taekniskolinn/frettir/nr/1303Kveðja
Tækniskólinn
Re: Staðfestingagjald í menntaskólum
Sent: Fös 25. Mar 2011 18:55
af Frantic
Ég einmitt nefndi þetta við þennan skólafulltrúa en hún sagði hreint út að ef að þetta væri ekki borgað í dag þá myndi umsóknin falla niður fyrir næstu önn.
Skólinn hefur breyst svo mikið eftir þetta breyttist í Tækniskólann.
Ég man ekki eftir þessu staðfestingagjaldi þegar skólinn hét Iðnskólinn í RVK.