Síða 1 af 1

Hjálp við stærðfræði

Sent: Fim 17. Mar 2011 17:46
af BjarkiB
Sælir/ar vaktarar,

Vantar smá hjálp með eitt heimadæmi.

Í spilastokk eru 52 spil, þar af eru mannspilin tólf og hefur hver spilasort þrettán spil.
G táknar grunnmengið, þ.e. spilastokkinn.
M táknar mannspil.
H táknar hjarta.
S táknar spaða.
T táknar tígul.
L táknar lauf.

Hver er fjöldi staka í S ∪ H ∪ M ?

Gott að teikna mengjamynd.


Hvað merkir aftur "U"?
Er allveg búinn að steingleyma því, og næ ekki að finna þetta á google.

Mbk. Bjarki

Re: Hjálp við stærðfræði

Sent: Fim 17. Mar 2011 17:49
af dori

Re: Hjálp við stærðfræði

Sent: Fim 17. Mar 2011 17:51
af bulldog

Re: Hjálp við stærðfræði

Sent: Fim 17. Mar 2011 17:54
af wacko
U = öll spilin sem eru í hvaða mengi sem er af þessum 3
ef það er öfugt U þá er það bara þau spil sem eru í öllum 3 mengjunum

Re: Hjálp við stærðfræði

Sent: Fim 17. Mar 2011 17:56
af jagermeister
"∪" þýðir "sammengi" og er skilgreint svona: Sammengi tveggja mengja A og B er mengi þeirra staka sem eru a.m.k. í öðru þeirra. Þetta mengi er táknað með A∪B (lesið: A sam B).

Það er ss verið að biðja þig um að finna öll þau stök sem eru spaði hjarta eða mannspil

Re: Hjálp við stærðfræði

Sent: Fim 17. Mar 2011 17:58
af axyne

Re: Hjálp við stærðfræði

Sent: Fim 17. Mar 2011 18:03
af BjarkiB
Takk kærlega fyrir, væri þá 32 rétt?

Re: Hjálp við stærðfræði

Sent: Fim 17. Mar 2011 18:13
af jagermeister
BjarkiB skrifaði:Takk kærlega fyrir, væri þá 32 rétt?


já 32 væri rétt vegna þess að þú telur auðvitað spaðakónginn, drottninguna og gosann með í öllum 13 af sortinni og færð þá 13 + 13 + 6 = 32

Re: Hjálp við stærðfræði

Sent: Fim 17. Mar 2011 18:21
af intenz
Strjál stærðfræði, fun fun fun!

Re: Hjálp við stærðfræði

Sent: Fim 17. Mar 2011 18:31
af BjarkiB
intenz skrifaði:Strjál stærðfræði, fun fun fun!


ughm mjög svo :pjuke

En takk fyrir svörin strákar.