Mikill United maður hérna
Skemmtilegur leikur áðan þar sem Hernandez skoraði tvö og Wes Brown eitt klaufamark.
Gaman að sjá Rooney vera kominn almennilega tilbaka, sem og Valencia og Nani, en leiðinlegt að missa O'Shea og Rafael.
Svo fannst mér yndislegt að sjá Bayern tapa eftir að hafa komist yfir gegn Inter eftir það sem þeir gerðu United á seinasta ári
Varðandi leikina á morgun..
Mér þætti gaman að sjá FC Köbenhavn vinna Chelsea og komast áfram, en það er einstaklega ólíklegt.
Svo trúi ég ekki öðru en að Real vinni Lyon.
Þori ekki að spá til um hvaða lið verða í úrslitum. Vona bara að United verði þar
En mér þykir líklegt að það verði United - Real/Barca/Inter.
@Ingi90: United hefur nú tekist á við margt í gegnum tíðina, sem og strögglað sér á toppinn á þessari leiktíð með öll þessi meiðsl og fleira vesen.
Núna kemur landsleikjahlé, á meðan ætti Vidic að koma tilbaka, Nani að komast í 100% lag og Valencia líka.
Svo er Park að fara að detta inn á næstunni, sem er mjög mikilvægur í stórleikjum. Carrick er kominn aftur.
Seinast en ekki síst er Hargreaves að byrja að æfa aftur og ætti að geta spilað í lok tímabilsins