Síða 1 af 1
Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 00:39
af Viktor
FréttPirrar mig óstjórnlega þegar vitleysingar eins og Sigmundur Ernir tjá sig um eitthvað eins og þetta:
„Það er í góðu lagi að hafa góðar tekjur - og góð samfélög eiga að geta af sér góðar tekjur - en góðar tekjur eiga auðvitað að gefa meira af sér til samfélagsins,“ segir Sigmundur.
Hvernig finnur hann það út að maður með 2.000.000 kr. í tekjur sem borgar 40% skatt gefi ekki meira til samfélagsins en maður sem borgar 40% af 200.000 kr?
Mér finnst þessi umræða fáránleg. Takk fyrir mig
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 01:01
af ManiO
Sallarólegur skrifaði:FréttPirrar mig óstjórnlega þegar vitleysingar eins og Sigmundur Ernir tjá sig um eitthvað eins og þetta:
„Það er í góðu lagi að hafa góðar tekjur - og góð samfélög eiga að geta af sér góðar tekjur - en góðar tekjur eiga auðvitað að gefa meira af sér til samfélagsins,“ segir Sigmundur.
Hvernig finnur hann það út að maður með 2.000.000 kr. í tekjur sem borgar 40% skatt gefi ekki meira til samfélagsins en maður sem borgar 40% af 200.000 kr?
Mér finnst þessi umræða fáránleg. Takk fyrir mig
Ekki gleyma að persónuafslátturinn er form af hátekjuskattstefnu. Þ.e. þeir sem eru með hærri laun borga hlutfallslega meira en þeir sam hafa lægri laun.
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 01:42
af Littlemoe
Menn borga líka með mismunandi hlutfall eftir tekjum,
Tekið beint af
http://www.rsk.is/einstakl/skattar/tekjusk/tekjuskatturTekjuskattur og útsvar eru innheimt í staðgreiðslu, þ.e. á því ári sem teknanna er aflað. Staðgreiðsluhlutfall er 37,31% af fyrstu 209.400 kr. í staðgreiðslustofn á mánuði, 40,21 % af næstu 471.150 kr. og 46,21% af stofni umfram 680.550 kr. á mánuði.
Sigmundur vill semsagt bæta við fjórða þrepinu og rukka 50% skatt á laun yfir 2 milljónir.
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 02:11
af rapport
Ég er alveg til búinn til að borga hellings skatt, finnst það sjálfsagt að borga til samfélagsins fyrri ýmsa samtryggingu og innviði samfélagsins.
Góðir, traustir innviðir tryggja hagvöxt og möguleika atvinnulífsins til að dafna í lengri tíma.
Samtrygging sem contingency og failover fyrir nauðsynlegustu þætti samfélagsins eru góð fjárfesting sbr. spítalar, heilsugæsla, lögregla, slökkvilið, flugvellir o.s.frv.
Þetta er allt þess virði.
Það sem er ekki þess virði er að Ríkisskattstjóri er í dag með fleiri starfsmenn eftir að allt varð rafrænt en hann var með í "den tid".
Tölvurnar virðast ekki hjálpa afkastagetunni þar og geta sparað starfsfólk.
Nefndir og ráð, óskilvirk stjórnsýsla uppfull af vinum og vandamönnum núverandi og fyrri ríkisstjórna er spilling sem þarf að uppræta.
Metnaðarlaust ríkisbatterý sem neitar að viðurkenna að framfarir jafngilda breytingum og að stöðnun er slæm.
Fólk er svo skelfilega hrætt við að hugsa hlutina upp á nýtt að mig langar stundum að gubba.
Ég get alveg verið afturhaldskreistingur dauðans en það er mín skoðun, ég læt mínar skoðanir "almennt" ekki stöðva hugmyndir annarra sem eru uppfullir af eldmóð og vilja til breytinga.
Niðurstaða:
Ég vil ekki borga skatt til ríkisins því að það kann ekki að fara með peninga og ég fæ miklu minna fyrir þá en ég á skilið.
Ríkið virðist vera botnlaust gat í veskinu manns í stað þess að vera góður þjónustuaðili sem hugsar í "solution selling" fyrir almúgann.
Að borga skatt á Íslandi er bara bull... fólkið sem ræður ber ekki meiri virðingu fyrir því sem maður greiðir en það, að það vill senda peningana beint til UK og Hollands næstu 30 árin.
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 07:27
af Icarus
Öfundssýki er ljótur hlutur.
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 08:33
af hsm
Icarus skrifaði:Öfundssýki er ljótur hlutur.
Jóhanna og Steingrímur eru það líka
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 08:38
af Icarus
hsm skrifaði:Icarus skrifaði:Öfundssýki er ljótur hlutur.
Jóhanna og Steingrímur eru það líka
Amen to that!
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 11:33
af Bjosep
rapport skrifaði:Ég er alveg til búinn til að borga hellings skatt, finnst það sjálfsagt að borga til samfélagsins fyrri ýmsa samtryggingu og innviði samfélagsins.
Góðir, traustir innviðir tryggja hagvöxt og möguleika atvinnulífsins til að dafna í lengri tíma.
Samtrygging sem contingency og failover fyrir nauðsynlegustu þætti samfélagsins eru góð fjárfesting sbr. spítalar, heilsugæsla, lögregla, slökkvilið, flugvellir o.s.frv.
Þetta er allt þess virði.
Það sem er ekki þess virði er að Ríkisskattstjóri er í dag með fleiri starfsmenn eftir að allt varð rafrænt en hann var með í "den tid".
Tölvurnar virðast ekki hjálpa afkastagetunni þar og geta sparað starfsfólk.
Nefndir og ráð, óskilvirk stjórnsýsla uppfull af vinum og vandamönnum núverandi og fyrri ríkisstjórna er spilling sem þarf að uppræta.
Metnaðarlaust ríkisbatterý sem neitar að viðurkenna að framfarir jafngilda breytingum og að stöðnun er slæm.
Fólk er svo skelfilega hrætt við að hugsa hlutina upp á nýtt að mig langar stundum að gubba.
Ég get alveg verið afturhaldskreistingur dauðans en það er mín skoðun, ég læt mínar skoðanir "almennt" ekki stöðva hugmyndir annarra sem eru uppfullir af eldmóð og vilja til breytinga.
Niðurstaða:
Ég vil ekki borga skatt til ríkisins því að það kann ekki að fara með peninga og ég fæ miklu minna fyrir þá en ég á skilið.
Ríkið virðist vera botnlaust gat í veskinu manns í stað þess að vera góður þjónustuaðili sem hugsar í "solution selling" fyrir almúgann.
Að borga skatt á Íslandi er bara bull... fólkið sem ræður ber ekki meiri virðingu fyrir því sem maður greiðir en það, að það vill senda peningana beint til UK og Hollands næstu 30 árin.
x2
Ég ætlaði reyndar að fara að spyrja þig hvort að þú værir eitthvað ruglaður eftir að ég las fyrstu setninguna þína, en sem betur fer fyrir mig las ég þetta allt til enda
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 13:01
af GuðjónR
Skrítin umræða.
VG vilja allt að 80% skatt á "ofurlaun" ...
Launamaður sem vinnur hjá eigin félagi og nær upp í ofurlaunaflokkinn myndi þá greiða eftirfarandi af ofurlauna-milljóninni sinni:
1.000.000.- ofurlaunamilljón (milljón umfram eitthvað X)
-800.000.- (80% skattur)
-120.000.- (12% (4+8))
-93.420 .--(8.65% tryggingagjald á laun plús 8% mótframlag)
---------------------------------------
-13.420 ... Já þú last rétt...talan kemur út í mínus !!! Launamaður hjá eigin félagi er í 13.420- króna SKULD af hverji milljón ef þetta verður raunin.
Þetta er ekki alveg 100% rétt reiknað miðað við praxís þar sem skattur af 4% lífeyrissjóði er greiddur við töku hans en ekki strax. En hann er engu að síður skattur á þau laun.
Úborgunin liti í raun svona út:
1.000.000.-
-768.000.- skattur af 960.000 (4% lífeyrissjóðurinn er skattlagður síðar)
-120.000. - 12% lífeyrissjóður.
-93.420.- 8.65% tryggingagjald
-----------------------
18.580.- krónur útborgaðar af ofurmilljóninni.
Er þetta virkilega skattastefna sem við viljum?
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 13:03
af Daz
GuðjónR skrifaði:Skrítin umræða.
VG vilja allt að 80% skatt á "ofurlaun" ...
Launamaður sem vinnur hjá eigin félagi og nær upp í ofurlaunaflokkinn myndi þá greiða eftirfarandi af ofurlauna-milljóninni sinni:
1.000.000.- ofurlaunamilljón (milljón umfram eitthvað X)
-800.000.- (80% skattur)
-120.000.- (12% (4+8))
-93.420 .--(8.65% tryggingagjald á laun plús 8% mótframlag)
---------------------------------------
-13.420 ... Já þú last rétt...talan kemur út í mínus !!! Launamaður hjá eigin félagi er í 13.420- króna SKULD af hverji milljón ef þetta verður raunin.
Þetta er ekki alveg 100% rétt reiknað miðað við praxís þar sem skattur af 4% lífeyrissjóði er greiddur við töku hans en ekki strax. En hann er engu að síður skattur á þau laun.
Úborgunin liti í raun svona út:
1.000.000.-
-768.000.- skattur af 960.000 (4% lífeyrissjóðurinn er skattlagður síðar)
-120.000. - 12% lífeyrissjóður.
-93.420.- 8.65% tryggingagjald
-----------------------
18.580.- krónur útborgaðar af ofurmilljóninni.
Er þetta virkilega skattastefna sem við viljum?
Rólegur. Ég held að það séu nú flestir að meina að 80% skatturinn væri nýtt hátekjuskattþrep á allar launatekjur yfir "ofurlaunamarkinu", hvar sem það nú endar. Svo áttu ekki að borga tekjuskatt af lífeyrissgreiðslum (dregur lífeyrissgreiðslur fyrst af brúttólaunum og dregur SVO skattinn af).
(Ekki að ég sé sérstaklega að mæla með þessum ofurtekjuskatti, held að hann sé ekki lausnin á vandamálinu þegar vandamálið eru ríkisstofnanir sem borga laun sem eru ekki í neinum takti við samfélagið).
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 13:11
af GuðjónR
Daz, lestu það sem ég skrifaði.
Ég tala um ofurlauna-milljón sem er þá milljón sem kemur eftir að ofurlaunum er náð, hver svo sem þau verða skilgreind.
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 13:18
af Daz
GuðjónR skrifaði:Daz, lestu það sem ég skrifaði.
Ég tala um ofurlauna-milljón sem er þá milljón sem kemur eftir að ofurlaunum er náð, hver svo sem þau verða skilgreind.
Ah sorry. Held ég. En engu að síður áttu nokkuð að greiða tekjuskatt af tryggingagjaldi og hlut atvinnurekanda í lífeyrissjóði?? Þegar þú ert sjálfstætt starfandi og greiðir sjálfum þér laun, þá er tryggingagjald og 8% greiðsla í lífeyrissjóð (eru hún ekki bara 8% en ekki 12%?) ekki partur af þínum vinnulaunum og þar með ekki partur af þínum skattstofni.
Hef reyndar enga persónunulega reynslu af því að vera verktaki, en finnst þetta líta undarlega út.
Þurfum samt ekkert að sveifla þessu svona dramatískt, 80% skattur þýðir að 800 þúsund af hverri milljón renna beint í ríkissjóð, sem er nú bara ansi dramatískt eitt og sér.
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 13:54
af GuðjónR
Ekki kommenta með þessum hætti á útreikningana ef þú skilur þá ekki.
En þetta er rétt reiknað. Ég útskýri í sviga forsendurnar, þú getur farið á
http://www.skattur.is og
http://www.rsk.is og séð að þetta er rétt.
Tryggingagjald er 8.65 % af launum plús mótframlag sem í þessu tilfelli væri 8.65% af 1.080.000.- þú greiðir hins vegar ekki tekjuskatt af mótframlagi strax, ekki fyrr en að því kemur að þú ferð að fá greitt úr lífeyrirssjóði.
Þegar þú ert launamaður hjá eiginfélagi þá situr þú beggja megin borðs, þ.e. borgar þín 4% sem launamaður og borgar líka hin 8% sem atvinnurekandi 4+8=12
Þessi útreikningur var ekki til þess að vera skattur101 og heldur engöngu til að sýna fram á hversu öfgafullt það er að ætla að hafa skattprósentuna svona háa.
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 13:56
af ZiRiuS
Ráðherrar, bankastjórar og aðrir stjórnendur endalaust að biðja um launahækkanir en nei nei svo er örorkulífeyrir frystur til að spara.
Þætti gaman að sjá þetta lið með 140þús á mánuði með 90þús í húsaleigu og nota svo þennan 50þús í að borga reikninga og mat!
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 14:05
af GuðjónR
Launakerfin eru gölluð, það er ekki spurnging, að fá tugi milljóna fyrir ímyndaða ábyrgð er út úr korti.
Og bónuskerfi bankamanna sem beinilis hvetur þá til að fremja landráð er ennþá meira út úr korti ekki spurning.
En að halda að ofurskattur leysi það...
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 14:27
af Icarus
GuðjónR skrifaði:Launakerfin eru gölluð, það er ekki spurnging, að fá tugi milljóna fyrir ímyndaða ábyrgð er út úr korti.
Og bónuskerfi bankamanna sem beinilis hvetur þá til að fremja landráð er ennþá meira út úr korti ekki spurning.
En að halda að ofurskattur leysi það...
Einmitt, ef ríkið hefur eitthvað útá launastefnu bankanna að setja eiga þau að nýta rétt sinn sem hluthafar í bönkunum og taka þetta upp við stjórn bankans.
Re: Umræða um ofurtekjur
Sent: Fös 11. Mar 2011 14:55
af Daz
GuðjónR skrifaði:Ekki kommenta með þessum hætti á útreikningana ef
þú skilur þá ekki.En þetta er rétt reiknað. Ég útskýri í sviga forsendurnar, þú getur farið á
http://www.skattur.is og
http://www.rsk.is og séð að þetta er rétt.
Tryggingagjald er 8.65 % af launum plús mótframlag sem í þessu tilfelli væri 8.65% af 1.080.000.- þú greiðir hins vegar ekki tekjuskatt af mótframlagi strax, ekki fyrr en að því kemur að þú ferð að fá greitt úr lífeyrirssjóði.
Þegar þú ert launamaður hjá eiginfélagi þá situr þú beggja megin borðs, þ.e. borgar þín 4% sem launamaður og borgar líka hin 8% sem atvinnurekandi 4+8=12
Þessi útreikningur var ekki til þess að vera skattur101 og heldur engöngu til að sýna fram á hversu öfgafullt það er að ætla að hafa skattprósentuna svona háa.
Ég held ég skilji þá fullkomlega þakka þér fyrir, ég held að þú skiljir ekki hvað ég er að biðja þig um að útskýra nánar.
12% greiðslan í lífeyrissjóð er ekki dregin af nettótekjum (eftir skatt), heldur af brúttótekjum. 8,65% tryggingagjaldið er dregið af brúttótekjum, ekki nettótekjum.
Ef við gefum okkur útreiknaðar launatekjur (í ofurtekjuflokki) 1.000.000 þá greiðirðu 80% skatt af 960.000 og fær því útborgað 192.000 kr af þessari milljón.
Að auki ber þér sem verktaka (eða þínum atvinnurekanda) að greiða 165.000 í lífeyrissjóð og tryggingargjöld. (Raunar ætti ekki að reikna tryggingargjald af 4% lífeyrissjóðsgreiðslunni heldur því hún er ekki partur af skattstofni).
1.000.000
-40.000
-768.000
=
192.000Heildarkostnaður launagreiðandas (verkatakans) 1.165.000 og fyrir þær þénar launamaðurinn 192.000 kr. (eða 164 þúsund af hverri milljón).
Skilurðu núna hvað ég var að velta fyrir mér GuðjónR?
(og aftur, ég er ekkert að styðja ofurskatta á ofurlaun enda væru þeir ekki lausnin á vandamálinu, en ég vil hafa rökfærslur "réttar").