Síða 1 af 1

Orkunotkun á borðtölvum?

Sent: Fim 10. Mar 2011 15:41
af littli-Jake
Ég veit að það er ekki hægt að svara þessari spurningu þar sem fæstar tölvur eru eins. En mig vantar eitthvað viðmið þar sem ég hef ekki hugmynd um hvort að meðal borðtölva notar 100w eða 500w af rafmagni. Geri samt ráð fyrir að það sé einhverstaðar þarna á milli.

Ég er þá að hugsa um vélar sem eru ekki O.C. en samt á fullu plasti.

Re: Orkunotkun á borðtölvum?

Sent: Fim 10. Mar 2011 15:46
af Benzmann
getur c.a miðað það við hversu aflgjafinn er stór, annars er ég með 650w aflgjafa og er að notfæra 594w af því sem tölvan mín notar, annars fer þetta mikið eftir því t.d hversu stór skjákort þú ert með.... þau geta tekið nokkuð mikið..

Re: Orkunotkun á borðtölvum?

Sent: Fim 10. Mar 2011 15:48
af SolidFeather
Mjög breytilegt eftir því hvort hún sé að vinna mikið eða bara idle.

Færð þér bara Kill-A-Watt til að mæla þetta.

Re: Orkunotkun á borðtölvum?

Sent: Fim 10. Mar 2011 16:12
af littli-Jake
SolidFeather skrifaði:Mjög breytilegt eftir því hvort hún sé að vinna mikið eða bara idle.

Færð þér bara Kill-A-Watt til að mæla þetta.


Hvar fæ ég þannig? Dýrt?

Re: Orkunotkun á borðtölvum?

Sent: Fim 10. Mar 2011 16:41
af brynjarf
littli-Jake skrifaði:
SolidFeather skrifaði:Mjög breytilegt eftir því hvort hún sé að vinna mikið eða bara idle.

Færð þér bara Kill-A-Watt til að mæla þetta.


Hvar fæ ég þannig? Dýrt?


Hérna: http://www.thinkgeek.com/gadgets/travelpower/7657/

Re: Orkunotkun á borðtölvum?

Sent: Fim 10. Mar 2011 20:32
af Kristján Gerhard
brynjarf skrifaði:
littli-Jake skrifaði:
SolidFeather skrifaði:Mjög breytilegt eftir því hvort hún sé að vinna mikið eða bara idle.

Færð þér bara Kill-A-Watt til að mæla þetta.


Hvar fæ ég þannig? Dýrt?


Hérna: http://www.thinkgeek.com/gadgets/travelpower/7657/

www.thinkgeek.com skrifaði:Operating voltage: 115 VAC

Re: Orkunotkun á borðtölvum?

Sent: Fim 10. Mar 2011 20:44
af Klemmi
Fer svo voðalega mikið eftir aflgjafanum. Ef íhlutir tölvunnar eru að taka segjum 400W undir fullu blasti en þú ert með aflgjafa sem er 80% efficient, að þá færðu út þá wattatölu sem þú ert í raun að draga útúr veggnum með því að deila þessum 400W með 0,8 (fyrir 80%), svo í raun er tölvan að taka 500W úr innstungunni, þessi auka 100W verða að engu öðru en hita inn í aflgjafanum sem endar inn í kassanum.
Þetta er ein af mörgum ástæðum fyrir því að spara ekki í aflgjafanum, ef þú horfir á rafmagnsreikninginn til langs tíma litið að þá endar það á því að borga sig upp að kaupa vandaðan aflgjafa, auk þess sem lægra hitastig inn í kassanum tryggir það að aðrir hlutir eldast betur og tölvan verður over-all lágværari.

Re: Orkunotkun á borðtölvum?

Sent: Fim 10. Mar 2011 20:46
af snaeji
Klemmi skrifaði:Fer svo voðalega mikið eftir aflgjafanum. Ef íhlutir tölvunnar eru að taka segjum 400W undir fullu blasti en þú ert með aflgjafa sem er 80% efficient, að þá færðu út þá wattatölu sem þú ert í raun að draga útúr veggnum með því að deila þessum 400W með 0,8 (fyrir 80%), svo í raun er tölvan að taka 500W úr innstungunni, þessi auka 100W verða að engu öðru en hita inn í aflgjafanum sem endar inn í kassanum.
Þetta er ein af mörgum ástæðum fyrir því að spara ekki í aflgjafanum, ef þú horfir á rafmagnsreikninginn til langs tíma litið að þá endar það á því að borga sig upp að kaupa vandaðan aflgjafa, auk þess sem lægra hitastig inn í kassanum tryggir það að aðrir hlutir eldast betur og tölvan verður over-all lágværari.


Gaman að lesa þetta, hef aldrei rekist á almennileg rök fyrir góðum aflgjafa