Síða 1 af 1

Langar í skjákort, þarf ráð...

Sent: Mið 09. Mar 2011 16:26
af brynjarf
Heilir og sælir notendur góðir!

Ég hef verið að spá í það að versla mér skjákort. Ég stend eiginlega á krossgötum.

Ég er með http://www.tomshardware.com/reviews/intel-p45-chipset,1961-10.html móðurborð.

Langar óstjórnlega í ATI skjákort þar sem þetta móðurborð stiður ATI x-fire.

Ég hef verið að hugsa að fá mér MSI skjákort vegna þess að móðurborðið er MSI en er svosem ekkert heilagt í þeim málum.

Valið stendur í raun á milli 2. korta:
Powercolor kort... hef aldrei heyrt um Powercolor og langar svolítið að vita hvort að einhver hér inni hefur reynslu af þessum kortum?
http://www.buy.is/product.php?id_product=9201028

MSI 5770 Hawk kort, ekki jafn vel spekkað og powercolor og er meira að segja aðeins dýrara en ég hefur betri kælingu og ég hef reynslu af MSI þannig að þetta kort kemur allt eins til greina.
http://www.buy.is/product.php?id_product=9201028

Getið þið ráðlegt mér hvað best sé að gera í þessum málum?

Re: Langar í skjákort, þarf ráð...

Sent: Mið 09. Mar 2011 16:52
af reyndeer
báðir linkar þínir benda á sama skjákort :lol:

Re: Langar í skjákort, þarf ráð...

Sent: Mið 09. Mar 2011 16:53
af biturk
aldrei ættiru ða treista msi fyrir íhlutunum hjá þér :pjuke

Re: Langar í skjákort, þarf ráð...

Sent: Mið 09. Mar 2011 16:54
af reyndeer
biturk skrifaði:aldrei ættiru ða treista msi fyrir íhlutunum hjá þér :pjuke


Af hverju ekki? :|

Re: Langar í skjákort, þarf ráð...

Sent: Mið 09. Mar 2011 18:02
af brynjarf
reyndeer skrifaði:báðir linkar þínir benda á sama skjákort :lol:


Hehehe crap! ég var að gera sirka milljón hluti í einu!

hérna er rétta kortið http://tl.is/vara/20430

Re: Langar í skjákort, þarf ráð...

Sent: Mið 09. Mar 2011 18:12
af halli7

Re: Langar í skjákort, þarf ráð...

Sent: Mið 09. Mar 2011 18:21
af reyndeer
Að sjálfsögðu tekurðu 6850, ekki vit í öðru, ég var einmitt að pæla að skipta mínu 5770 fyrir 6850! :P En ég held ég bíði þar til PCI-E 3.0 kemur á algengustu móðurborðin :megasmile

Re: Langar í skjákort, þarf ráð...

Sent: Mið 09. Mar 2011 19:47
af biturk
reyndeer skrifaði:
biturk skrifaði:aldrei ættiru ða treista msi fyrir íhlutunum hjá þér :pjuke


Af hverju ekki? :|


af því að msi er alger rusl, ég á haug af biluðum hlutum inn í geymslu og 90% af þeim hafa merki sem á stendur msi, þar eru skjákort, móðurborð, sata stýringar, ide stýringar, usb platta og kort og firewire plattar og kort

hef aldrei séð þvílíkt samansafn af ónýtum hlutum frá sama framleiðanda :lol:

Re: Langar í skjákort, þarf ráð...

Sent: Mið 09. Mar 2011 19:49
af Jimmy
biturk skrifaði:aldrei ættiru ða treista msi fyrir íhlutunum hjá þér :pjuke


Ég er með MSI gtx560Ti kort núna, keyrandi í MSI móbói.. gæti ekki verið sáttari :)

Re: Langar í skjákort, þarf ráð...

Sent: Mið 09. Mar 2011 19:51
af bulldog
er að pæla í að fara líka í gtx 560 til að spara aurinn.

Re: Langar í skjákort, þarf ráð...

Sent: Fim 10. Mar 2011 08:49
af brynjarf
Budgetið er ekki meira en 20-30k þannig að ég held að ég láti 6850 bara nægja :)