Síða 1 af 1

Bannað að flytja inn Playstation 3 tölvur

Sent: Mið 02. Mar 2011 11:34
af Benzmann
hvað finnst ykkur vökturum um þetta mál ?

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett ... -i-supunni

Re: Bannað að flytja inn Playstation 3 tölvur

Sent: Mið 02. Mar 2011 11:47
af GullMoli
Af hverju er þetta altíeinu að gerast núna? Annars er mér sama, hef ekki áhuga á þessum PS3 tölvum :P

Re: Bannað að flytja inn Playstation 3 tölvur

Sent: Mið 02. Mar 2011 11:49
af Frost
Þetta er samt bara 10 daga bann. Ætti ekki að hafa nein áhrif...

Re: Bannað að flytja inn Playstation 3 tölvur

Sent: Mið 02. Mar 2011 11:59
af hsm
Frost skrifaði:Þetta er samt bara 10 daga bann. Ætti ekki að hafa nein áhrif...

Já en það hljóta að fylgja einhver skilirði fyrir þessu banni og ef að Sony uppfyllir ekki skilirðin þá verður það lengt.
Það er ekki bara sett 10 daga bann sem einhver refsing, það verður eitthvað að gerast á þessum tíma.

Re: Bannað að flytja inn Playstation 3 tölvur

Sent: Mið 02. Mar 2011 12:03
af Revenant
Er þetta ekki bara eins og með lögbann á Íslandi? Fyrst er farið til sýslumanns sem gefur út lögbannskröfuna í ákveðin tíma en síðan verður að höfða dómsmál til þess að staðfesta lögbannið?

Re: Bannað að flytja inn Playstation 3 tölvur

Sent: Mið 02. Mar 2011 12:14
af Einsinn
Las einhverstaðar að þætta væri útaf Sony fór í einhvað mál við LG útaf einhverjum einkaleyfum tengdum snjallsímum og LG svaraði með þessu mótbragði :)

Verður fróðlegt að sjá hver útkoman verður úr þessu öllu saman.

Re: Bannað að flytja inn Playstation 3 tölvur

Sent: Mið 02. Mar 2011 12:22
af Daz
Svo leysa LG og Sony þetta mál sín á milli og banninu verður aflétt.

Re: Bannað að flytja inn Playstation 3 tölvur

Sent: Mið 02. Mar 2011 12:26
af hsm
Daz skrifaði:Svo leysa LG og Sony þetta mál sín á milli og banninu verður aflétt.

Enda er verið að tala um innfluttning á SP3 fyrir einhverja miljarða í hverri viku til Evrópu

Re: Bannað að flytja inn Playstation 3 tölvur

Sent: Mið 02. Mar 2011 13:25
af BjarkiB
Afhverju er alltíeinu að vera banna núna?
Annars xbox 360 og málið dautt.

Re: Bannað að flytja inn Playstation 3 tölvur

Sent: Mið 02. Mar 2011 13:48
af AntiTrust
Segir sig held ég sjálft að um allt of stóra og eftirsótta vöru sé að ræða til þess að bannið endist til lengri tíma.