Síða 1 af 1

Bilanir á þráðlausu vegna sólgoss

Sent: Lau 19. Feb 2011 00:47
af reyndeer
Vá! ég var heppinn að geta hent inn þessum þræði, ég held að þetta mikla sólgos sem var í gær/(í dag) sé að fucka öllu þráðlausa stöffinu mínu upp! Ég er varla að fá neitt down né up á tengingunni, búinn að restarta öllu (þ.á.m. reinstalla driverum og laga TCP/IP), og þráðlausu headphonin mín hljóma eins og tómar dósir sem verið er að slá í með kjuða :P

Einhver annar að upplifa svona núna???

Re: Bilanir á þráðlausu vegna sólgoss

Sent: Lau 19. Feb 2011 00:49
af GuðjónR
Hvar ertu á landinu?
Þú veist að þetta er bara byrjunin, árið 2012 ná sólgosin fordæmalausu hámarki og þá verður heimsendir! :pjuke

Re: Bilanir á þráðlausu vegna sólgoss

Sent: Lau 19. Feb 2011 00:50
af reyndeer
Er í Rvk. Jamm, verður heldur betur gaman 2012, heimsendir og alles...

Re: Bilanir á þráðlausu vegna sólgoss

Sent: Lau 19. Feb 2011 00:57
af Glazier
Ég held þú ættir bara að fara að leggja þig.. greinilega orðinn þreyttur 8-[

Re: Bilanir á þráðlausu vegna sólgoss

Sent: Lau 19. Feb 2011 02:20
af kubbur
Ég var einmitt að pæla i þessu i dag þegar ég sat inná kaffihúsi með félaga mínum að prófa wifi tethering okkar a milli

Re: Bilanir á þráðlausu vegna sólgoss

Sent: Lau 19. Feb 2011 02:53
af Frost
Veit ekkert hvort þetta sé útaf gosinu en er búinn að vera í vandamáli að tengjast netinu þegar ég er að kveikja á tölvunni. Þarf alltaf að restarta routernum.

Re: Bilanir á þráðlausu vegna sólgoss

Sent: Lau 19. Feb 2011 05:23
af B550
þráðlausa netið í borðtölvuni er alveg búna vera í 1-2 strikum í allan dag (er venjulega í 5)

Re: Bilanir á þráðlausu vegna sólgoss

Sent: Lau 19. Feb 2011 12:07
af flottur
Já ok, gæti það hafa verið málið í gær hjá mér.

tölvan fór að hegða sér furðulega og winamp var á flakki um tölvuskjáinn, flakkarar að aftengjast og þráðlausa lykklaborðið mitt var eitthvað pirrað.

vei heimsendir í nánd.......hvað ætli taki við?

Re: Bilanir á þráðlausu vegna sólgoss

Sent: Lau 19. Feb 2011 12:38
af Frantic
flottur skrifaði:vei heimsendir í nánd.......hvað ætli taki við?

Snúrur? :D

Re: Bilanir á þráðlausu vegna sólgoss

Sent: Lau 19. Feb 2011 13:24
af Frost
Maður samt spyr sig. Sólin er núna að vakna eftir 4 ár án solgoss... Það er spáð stærsta sólgosinu árið 2013. Þetta eru bara svona pælingar hvort 2012 gæti gerst :)

Re: Bilanir á þráðlausu vegna sólgoss

Sent: Lau 19. Feb 2011 14:02
af Blackened
ég hef nú bara alla tíð notað snúru úr tölvunni í Routerinn og ég hef barasta ekki orðið neitt var við neinar truflanir ;)

svo að snúrur eru klárlega lausnin við heimsendi!