Tölvutækni og ábyrgð

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1323
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 108
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Tengdur

Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf Fletch » Fös 18. Feb 2011 12:00

Leiðinlegt að þurfa pósta svona en ég er að glíma við tölvutækni, ætlaði að fá ykkar álit.

Þannig er mál með vexti að ég keypti hjá þeim Zalman 850w PSU sem fór að syngja á fullu (Coil whine). Almennt erlendis er þetta ábyrgðarmál og þú færð nýtt PSU gegnum RMA eða hjá erlendum birgjum.

Tölvutækni hafa verið mjög liðlegir og tóku PSU‘ið, prófuðu það, framkölluðu bilunina (coil whine) og viðurkenndu gallann.
Hinsvegar hafa þeir hingað til neitað að skipta PSU‘inu út því þeirra birgi vill ekki skipta því.

Ég spyr, er það mitt mál? Það er lögbundinn íslensk ábyrgð uppá 2 ár, sé ekki að það komi málinu við hvað þeirra birgi segir.

Hvað finnst ykkur?


AMD Ryzen 5700X3D * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * MSI 32" MPG 321URX 4k OLED


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Tengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf AntiTrust » Fös 18. Feb 2011 12:12

Ef framleiðandinn sjálfur lítur á þetta sem nægan galla til útskipta kemur þeim né þér lítið við hvað birginn hefur að segja.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1899
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf emmi » Fös 18. Feb 2011 12:38

Ef þeir hafa viðurkennt þennan galla við þig þá eiga þeir að skipta honum út burtséð frá því hvort þeir fái hann svo bættan frá sínum birgja. Ég skil þig mjög vel, ég átti svona aflgjafa einu sinni sem ég keypti hjá Tölvutækni og lenti í þessum hávaða, alveg óþolandi. Enda fékk ég mér Corsair næst og ekkert nema sæla. :)



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf Gúrú » Fös 18. Feb 2011 12:41

Þetta er auðgreinanlegasti framleiðslugalli í veröldinni?

Flott move hjá fyrirtækinu með einhvern stærsta aðdáendahóp Vaktarinnar að púlla eitthvað svona á akkúrat stjórnanda, þó að hver sem er ætti að fá þessu útskipt.


Modus ponens

Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1404
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf ZoRzEr » Fös 18. Feb 2011 12:42

Lenti í þessu skemmtilega coil whine hljóði á Tagan BZ 700w aflgjafa keyptan hjá att.is fyrir nokkrum árum. Parað með GTX285 korti var hljóðið stanslaust þegar einhver þrívíddar vinnsla var í gangi. ATI kort hegðuðu sér vel.

Fór með hann til þeirra og þeir skiptu honum út fyrir annan slíkann með sama vandamál. Endaði á að fá aðra tegund.


13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7496
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1161
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf rapport » Fös 18. Feb 2011 12:54

Ef þetta gerist innan 6 mánaða þá er það þeirra að sýna fram á að þetta sé ekki vegna rangrar meðferðar svo í 1,5 ár eftir það þá er það þitt að sýna fram á að þetta sé framleiðslugalli (eins auðvelt og það virðist vera í þessu tilfelli).

Shit hvað mér finnst svona neitun stupid, einfaldlega skammarlegt að þeir átti sig ekki sjálfir á þeirri ábyrgð sem þeir eru lögbundnir til að veita.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf Klemmi » Fös 18. Feb 2011 13:05

Áður en þið farið að vera með einhverja svaka sleggjudóma þá ætla ég að fá að heyra í strákunum um hvað þetta mál snýst :)

Trúi ekki að þeir hafi bara sagt hreint út við þig "Nei, við tökum þetta ekki í ábyrgð".

Ég hef ekki verið að vinna í þessu ákveðna máli en svo ég útskýri aðeins vandamálið með coil-whine í sambandi við aflgjafa og X58 móðurborð.
Þetta coil-whine kemur frá ÖLLUM aflgjöfum sem ég hef unnið með og alveg sama við hvaða X58 móðurborð hann er tengdur við. Hins vegar heyrist hljóðið mishátt eftir aflgjafa-týpum, í sumum tilfellum heyrist lítið sem ekkert nema þú leggir eyrað nálægt aflgjafanum. Með það fyrir sjónum, þá því miður dugir ekki að skipta aflgjafanum út fyrir annan eins aflgjafa, því þú átt eftir að heyra jafn hátt og leiðinlegt whine frá honum, eins og hann Zorzer greinilega lennti í. Yfirleitt kemur þetta hljóð helst fram þegar verið er að vinna á harða disknum, s.s. við ræsingu á stýrikerfi.

Að sjálfsögðu er það ekki í hag fyrirtækis að neita mönnum um ábyrgð á svona vandamálum og mér finnst mjög skrítið ef þú hefur fengið þau svör frá okkur í Tölvutækni, þar sem hingað til höfum við verið að leysa þetta í samráði við eigendur svo allir gangi sáttir frá borði. Þessir Zalman aflgjafar eru dúndur aflgjafar sem þó því miður, fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir svona hljóðum (ég er ekki að gera lítið úr vandamálinu heldur bara segja að þetta hljóð truflar ekki alla þó ég sjálfur sé í þeim hópi sem þolir ekki þetta hljóð) henta ekki samtvinnaðir við X58 borð.

En eins og ég segi, ég hef ekki verið að vinna í þessu tiltekna máli en ég skal koma mér inn í þetta og láta ykkur vita hvernig við myndum vilja tækla þetta og fá á hreint frá hverjum og hvaða svör þú hefur verið að fá :)

Bezta mál að setja svona inn á Vaktina þegar maður er ósáttur og skil ég það vel, enda sérðu að þú færð strax viðbrögð fyrirtækisins ;) En ég vil einnig benda hinum hér á sem hafa commentað að þeir eru aðeins búnir að sjá aðra hlið sögunnar og það á aldrei að dæma alfarið út frá henni :)



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf Gúrú » Fös 18. Feb 2011 13:17

Hins vegar heyrist hljóðið mishátt eftir aflgjafa-týpum, í sumum tilfellum heyrist lítið sem ekkert nema þú leggir eyrað nálægt aflgjafanum. Með það fyrir sjónum, þá því miður dugir ekki að skipta aflgjafanum út fyrir annan eins aflgjafa, því þú átt eftir að heyra jafn hátt og leiðinlegt whine frá honum,


Ekki að vera leiðinlegur eða neitt, en þið eruð semsagt að selja aflgjafa sem að þið vitið að veldur coil whine með X-58 móðurborðum,
vitið sjálfir að það eru til aflgjafar sem að það heyrist ekki í úr fjarlægð m. X58 móðurborðum en létuð ekki kóng né prest fá þessar upplýsingar?

Ég væri nett brjálaður sem viðskiptavinur ykkar í augnablikinu hefði ég lent í þessu.

Og seinni setningin málsgreinin er soddan non sequitur m.v. þá fyrri, til að skýra betur seinni línu póstsins míns. :?


Modus ponens


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf Klemmi » Fös 18. Feb 2011 13:30

Gúrú skrifaði:
Hins vegar heyrist hljóðið mishátt eftir aflgjafa-týpum, í sumum tilfellum heyrist lítið sem ekkert nema þú leggir eyrað nálægt aflgjafanum. Með það fyrir sjónum, þá því miður dugir ekki að skipta aflgjafanum út fyrir annan eins aflgjafa, því þú átt eftir að heyra jafn hátt og leiðinlegt whine frá honum,


Ekki að vera leiðinlegur eða neitt, en þið eruð semsagt að selja aflgjafa sem að þið vitið að veldur coil whine með X-58 móðurborðum,
vitið sjálfir að það eru til aflgjafar sem að það heyrist ekki í úr fjarlægð m. X58 móðurborðum en létuð ekki kóng né prest fá þessar upplýsingar?

Ég væri nett brjálaður sem viðskiptavinur ykkar í augnablikinu hefði ég lent í þessu.

Og seinni setningin málsgreinin er soddan non sequitur m.v. þá fyrri, til að skýra betur seinni línu póstsins míns. :?


Höfum ekki verið að selja þessa aflgjafa með X58 móðurborðum án þess að láta fólk vita eða í það vel hljóðeinangruðum kössum að það heyrist ekki út fyrir það eftir að við komumst að þessu vandamáli.
Það hefði að sjálfsögðu mátt fletta upp öllum þeim sem keypt hafa X58-setup og athuga hvaða setup að öðru leyti er með þeim og leggjast þá yfir hvort hljóðið sé álitið leiðinlega hátt eða ekki, en þá er aðal spurningin, hvar á að stoppa? Því eins og ég segi, þetta hljóð er alltaf til staðar, mishátt eftir aflgjöfum og heyrist mismikið út fyrir kassann eftir því hvaða kassa þú ert með.
Þess vegna var sú ákvörðun tekin að fara ekki í að innkalla allar X58 tölvur eða hafa samband við alla þá sem hafa keypt slíkar vélar hjá okkur heldur hafa þeir sem hafa orðið fyrir óþægindum af þessum völdum haft samband við okkur og við þá leyst þetta vandamál í samráði við þá. Í þessu tilfelli hefur þó greinilega ekki verið farið eftir þessu.

Ég var annars að tala við strákana og það var hann Danni sem var í samskiptum við Fletch. Síðasta e-mail til hans fjallaði um að birgi myndi ekki taka þetta í ábyrgð en við ætluðum að prófa þetta betur og hafa svo samband við Fletch, ef ég á að taka Danna trúanlegan að þá vorum við aldrei búnir að neita Fletch um ábyrgð á þessum aflgjafa heldur eingöngu segja að við fengjum þetta ekki í ábyrgð frá okkar birgja.
Eins og AntiTrust nefndi að þá kemur það Fletch í raun ekkert við, ég veit ekki hvort það er þó neikvætt að hann skuli hafa fengið að vita það.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf Gúrú » Fös 18. Feb 2011 13:49

Klemmi skrifaði: ef ég á að taka Danna trúanlegan að þá vorum við aldrei búnir að neita Fletch um ábyrgð á þessum aflgjafa heldur eingöngu segja að við fengjum þetta ekki í ábyrgð frá okkar birgja.

Held að það sé engin ástæða til að stækka einhvern misskilning eða véfengja starfsmann, OP sagði að 'hingað til' hefðuð þið neitað því. :)

Höfum ekki verið að selja þessa aflgjafa með X58 móðurborðum án þess að láta fólk vita eða í það vel hljóðeinangruðum kössum að það heyrist ekki út fyrir það eftir að við komumst að þessu vandamáli.

Flott mál :P


Modus ponens

Skjámynd

Höfundur
Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1323
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 108
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Tengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf Fletch » Fös 18. Feb 2011 15:01

var að heyra í Danna, málið er leyst. :happy
Þakka skjót viðbrögð :)


AMD Ryzen 5700X3D * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * MSI 32" MPG 321URX 4k OLED


wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf wICE_man » Fös 18. Feb 2011 15:24

Svo að ég haldi mig við efni þráðsins þá myndi ég segja að svona væri ábyrgðarmál á eftirfarandi forsendum.

Ábyrgð nær yfir galla sem ekki eru til komnir vegna eðlilegs slits eða rangrar meðhöndlunar (hér er um hvorugt þessa að ræða).

Galli telst þegar vara uppfyllir ekki auglýsta eða sjálfsagða virkni.

Þar sem þessi tiltekni aflgjafi er auglýstur sem "mjög hljóðlátur" þá er augljóst að pirrandi suð sem á ekki að vera fellur undir ábyrgð.

Hins vegar sýnist mér málið snúast um það að þeir eigi erfitt með að finna ásættanlega lausn fyrir Fletch frekar en að þér séu að neita honum um ábyrgð. Þeir hafa lögum samkvæmt allt að 2 vikur til að leysa úr vandanum (það er þó augljóslega þeim fyrir bestu að klára málið eins hratt og mögulegt er) ef þeir þurfa lengri tíma þá er hægt að semja við viðskiptavinin um einhverja bráðabirgðalausn.


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal


wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf wICE_man » Fös 18. Feb 2011 15:25

Fletch skrifaði:var að heyra í Danna, málið er leyst. :happy
Þakka skjót viðbrögð :)


En ekki hvað? Klassa piltar þarna á ferð :)


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)

...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal

Skjámynd

Höfundur
Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1323
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 108
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Tengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf Fletch » Fös 18. Feb 2011 15:51

wICE_man skrifaði:... Þeir hafa lögum samkvæmt allt að 2 vikur til að leysa úr vandanum (það er þó augljóslega þeim fyrir bestu að klára málið eins hratt og mögulegt er) ef þeir þurfa lengri tíma þá er hægt að semja við viðskiptavinin um einhverja bráðabirgðalausn.


Það eru ca 4 vikur síðan ég fór með hann í viðgerð. En málið er leyst, fæ að skipta í annan PSU og er sáttur :happy


AMD Ryzen 5700X3D * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * MSI 32" MPG 321URX 4k OLED


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf Klemmi » Fös 18. Feb 2011 16:32

Fletch skrifaði:
wICE_man skrifaði:... Þeir hafa lögum samkvæmt allt að 2 vikur til að leysa úr vandanum (það er þó augljóslega þeim fyrir bestu að klára málið eins hratt og mögulegt er) ef þeir þurfa lengri tíma þá er hægt að semja við viðskiptavinin um einhverja bráðabirgðalausn.


Það eru ca 4 vikur síðan ég fór með hann í viðgerð. En málið er leyst, fæ að skipta í annan PSU og er sáttur :happy


Gott að heyra að þú sért sáttur og biðst ég afsökunar fyrir hönd Tölvutækni á því hversu lengi þetta mál drógst.
Eins og ég segi, ef það hefði verið hægt að skipta þessum aflgjafa út fyrir annan eins og leyst vandamálið þannig, þá hefði þetta gengið smurt fyrir sig, en ókosturinn var að sama vandamálið hefði þá fylgt þeim aflgjafa og við áttum engan ásættanlegan til að skipta við þig á, þ.e.a.s. engan annan 850W aflgjafa sem hentar í hefðbundna kassa og engan heldur öflugri nema þá 1000W Zalman með sama vandamáli og svo Mushkin Joule 1200W sem við vorum ekki búnir að prófa með X58 en Danni er að vinna í núna. En þú varst ekki aflgjafalaus allar þessar 4 vikur en að sjálfsögðu leiðinlegt að þurfa að hlusta á suðið í honum (aflgjafanum) á meðan fundin var ásættanleg lausn :)

Þakka Guðbjarti svo fyrir sýndan stuðning og hrós :beer Ekki hver sem er sem er tilbúinn til að taka upp hanskan fyrir samkeppnisaðila :happy

Beztu kveðjur og þökk fyrir sýnda þolinmæði,
Klemmi
Tölvutækni



Skjámynd

bulldog
Besserwisser
Póstar: 3439
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 18:33
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf bulldog » Mið 23. Feb 2011 10:14

Tölvutækni er besta fyrirtækið :) Ég er að fara að versla fokdýrann skjá hjá þeim. Ég er borga frekar aðeins meira þegar ég veit að ég er að fá toppþjónustu hjá toppfyrirtæki annað en þetta tölvutek rusl.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2565
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 124
Staða: Tengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf svanur08 » Mið 23. Feb 2011 11:05

Tölvutækni rules frábær þjónusta skemmtilegir starfmenn og eru með góð tölvumerki :-)


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf Arnarr » Mið 23. Feb 2011 11:29

Klemmi skrifaði:
Höfum ekki verið að selja þessa aflgjafa með X58 móðurborðum án þess að láta fólk vita eða í það vel hljóðeinangruðum kössum að það heyrist ekki út fyrir það eftir að við komumst að þessu vandamáli.
Það hefði að sjálfsögðu mátt fletta upp öllum þeim sem keypt hafa X58-setup og athuga hvaða setup að öðru leyti er með þeim og leggjast þá yfir hvort hljóðið sé álitið leiðinlega hátt eða ekki, en þá er aðal spurningin, hvar á að stoppa? Því eins og ég segi, þetta hljóð er alltaf til staðar, mishátt eftir aflgjöfum og heyrist mismikið út fyrir kassann eftir því hvaða kassa þú ert með.
Þess vegna var sú ákvörðun tekin að fara ekki í að innkalla allar X58 tölvur eða hafa samband við alla þá sem hafa keypt slíkar vélar hjá okkur heldur hafa þeir sem hafa orðið fyrir óþægindum af þessum völdum haft samband við okkur og við þá leyst þetta vandamál í samráði við þá. Í þessu tilfelli hefur þó greinilega ekki verið farið eftir þessu.


Hvaða aflgjafar hafið þið verið að selja þá með x58 borðunum??, vantar nýjan afgjafa og langar mikið að forðast coil vælið :D




toybonzi
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Fim 17. Feb 2011 13:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutækni og ábyrgð

Pósturaf toybonzi » Mið 23. Feb 2011 11:31

Er búið að stofna Facebúkk fan síðu :P