Síða 1 af 1

Vantar upplýsingar um Bose Lifestyle 48 hátalarasnúrur

Sent: Mán 14. Feb 2011 13:54
af ManiO
Vantar góðar myndir af báðum endum og upplýsingar um vírana sjálfa. Þetta eru sem sagt vírarnir sem fara frá bassaboxi og í hátalarana sjálfa.

Ef einhver getur staðfest að plöggið í bassaboxið sé RCA tengi þá væri það líka frábært.

Re: Vantar upplýsingar um Bose Lifestyle 48 hátalarasnúrur

Sent: Mán 14. Feb 2011 14:47
af tdog
Sýnist þetta vera spes tengi, BoseLink.


http://products.bose.com/pdf/customer_s ... ies_iv.pdf

Re: Vantar upplýsingar um Bose Lifestyle 48 hátalarasnúrur

Sent: Mán 14. Feb 2011 15:15
af ManiO
Boselink er til að tengja fleiri kerfi við til að hægt sé t.d. að spila tónlist í öðrum herbergjum.

Re: Vantar upplýsingar um Bose Lifestyle 48 hátalarasnúrur

Sent: Mán 14. Feb 2011 15:21
af tdog
Ef ég skil þetta rétt, þá tengist búmmboxið í magnarann með þessu sérstaka tengi þarna (það er samt örugglega analog hljóðmerki sem þú getur splæst þig inná viljir þú endilega nálgast það), þaðan liggja síðan RCA kaplar að hinum tunglunum.

Re: Vantar upplýsingar um Bose Lifestyle 48 hátalarasnúrur

Sent: Mán 14. Feb 2011 15:22
af ManiO
Boomboxið er magnarinn fyrir hljóðið.


Hátalarar -> boombox -> Central græjan


Svona eru tengingarnar gróflega.

Re: Vantar upplýsingar um Bose Lifestyle 48 hátalarasnúrur

Sent: Mán 14. Feb 2011 15:39
af natti
Ertu að fara að smíða þér nýja kapla eða?
Það er amk ekki annað að sjá en að tengið frá hátalara og í bassaboxið sé RCA tengi við bassaboxið, og svo tveggjapinnatengi í hátalarann.
Svo ertu auðvitað með boselink snúru milli bassabox og central unitsins.
Geri ráð fyrir að þú sért búinn að reyna að googla þetta útí eitt...en ertu búinn að spyrja starfsmenn Nýherja(Sense) út í þetta?
Hjá Sense sem að seldi þetta (sem fóru aftur inn í Nýherja í "hruninu") voru menn sem að sáu um að koma þessu fyrir í heimilum flotta og fína fólksins, og gætu haft eða bent þér á góðar upplýsingar.

Svona fyrir forvitnissakir. Duga kaplarnir sem fylgja pakkanum ekki? Eða ertu að lengja/stytta þá?

Re: Vantar upplýsingar um Bose Lifestyle 48 hátalarasnúrur

Sent: Mán 14. Feb 2011 15:49
af ManiO
Það er verið að taka húsið heima alveg í gegn og ég var að fræsa fyrir snúrunum áður en loka frágangur er í herberginu. Svo þegar kemur að því að koma snúrunum að, þá eru þær grafnar lengst inni í gám þar sem ég kemst ekki að þeim fyrr en framkvæmdunum er alveg lokið.

Hef talað við þá í Nýherja versluninni og Sense og það var lítil hjálp í þeim. Veit reyndar að ef ég set lagnir í vegginn þá get ég dregið í þær. Klippi af endan sem fer í hátalarana og set nýtt stykki á (svo að hægt sé að koma snúrunum í gegnum viðráðanlega lögn). Var í pælingum að smíða eigin snúrur ef það er möguleiki þar sem að fræsingin er ekki nógu stór fyrir lagnir.