Meniga - veit ekki hvað mér finnst.
Sent: Þri 08. Feb 2011 00:32
Ég leit lauslega yfir skilmálana þeirra og fyrsti feill er að krefja alla sem fara inn á lénið um að fara eftir þeim, það virkar ekki þar sem ef ekki er hægt að sýna fram á að þetta hafi verið komið fólki til vitundar, þá er þetta tilgangslaust plagg.
En svo finnst mér eins og það sé verið að orða hlutina þannig að það skapast stór eyða um hvort og hvenær þeir megi selja þau gögn sem þeir vinna úr bankaupplýsingunum þínum.
7. Réttindi sem þú veitir Meniga
Með því að skrá þig fyrir þjónustunni og samþykkja skilmála þar að lútandi í netbankanum þínum samþykkir þú að fjármálastofnanir sem þú ert í viðskiptum við veiti Meniga rafrænan lesaðgang að upplýsingum um ákveðna bankareikninga og greiðslukort í þínu nafni (þú velur hvaða reikninga og greiðslukort þegar þú skráir þig í þjónustuna í netbankanum þínum) sem og að öllum færslum á þessum reikningum og greiðslukortum. Leyfið sem þú veitir Meniga er háð eftirfarandi skilyrðum og takmörkunum:
* Eingöngu er um lesaðgang að ræða. Meniga hefur hvorki leyfi til, né möguleika á, að millifæra eða framkvæma nokkrar fjárhagslegar aðgerðir.
* Leyfið er ótímabundið en má afturkalla hvenær sem er úr netbankanum.
* Eins og skýrt er kveðið á um í Öryggisstefnu Meniga, mun Meniga ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja upplýsinga sem aflað er samkvæmt þessu leyfi til þriðja aðila. Þó getur þér verið af og til gefinn kostur á að veita öðrum notendum vefsins eða utanaðkomandi aðilum aðgang að þínum upplýsingum í tilgangi sem er í samræmi við markmið þjónustunnar. Slíkt verður aldrei gert nema með fyrirfram fengnu upplýstu samþykki þínu. Meniga er þó heimilt að taka saman tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar ópersónugreinanlegar samantektir án sérstaks samþykkis frá þér og nota í viðskiptalegum tilgangi eða miðla til þriðja aðila enda séu þær aldrei á persónugreinanlegu formi.
* Með því að samþykkja skilmálana í netbankanum þínum staðfestir þú að þú hefur rétt til að veita Meniga leyfi til að nota gögnin í þeim tilgangi að veita þjónustuna.
* Leyfið er veitt Meniga án nokkurra skuldbindinga af hálfu Meniga til að greiða fyrir það og án nokkurra annarra takmarkana sem ekki er getið í þessum skilmálum.
Með því að nota þjónustuna veitir þú samþykki þitt fyrir því að Meniga sæki, fyrir þína hönd, upplýsingar sem þú hefur veitt samþykki fyrir í netbankanum þínum. Þú skilur og samþykkir að þegar Meniga sækir upplýsingar þínar er Meniga að sækja þær í þínu umboði en ekki í umboði fjármálastofunarinnar þar sem þær eru geymdar.
OG SVO í annarri stefnu frá Meninga
Þrátt fyrir ofansagt áskilur Meniga sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar upplýsingar sem án alls vafa eru ekki persónugreinanlegar og nota sér þær í viðskiptalegum tilgangi eða afhenda þriðja aðila af málaefnalegum og gildum ástæðum, t.d. sem hér segir:
* Vegna rannsókna ábyrgra aðila á fjármálahegðun.
* Sem hluta af þjónustu Meniga.is, t.d. til að notendur geti borið sitt neyslumynstur saman við meðaltöl annarra notenda síðunnar.
* Svo að Meniga geti upplýst auglýsendur á Meniga.is og aðra samstarfsaðila um samsetningu og neysluhegðun notenda síðunnar. T.d. kann Meniga að upplýsa auglýsendur eða samstarfsaðila um hversu hátt hlutfall notenda kaupir tiltekna vöru eða þjónustu eða að bjóða auglýsendum að auglýsing þeirra birtist bara hjá vissum hópi notenda sem uppfyllir ákveðin (ópersónugreinanleg) skilyrði ef Meniga telur það ekki ganga gegn hagsmunum notenda.
En er auglýsingin ópersónugreinanleg?
Hvað ef CreditInfo dílar við Heimilistæki um að bjóða 500 42" LCD á 69.900 til þeirra sem eru nánast pottþétt gjaldþrota (uppfylla neyslumynstrið Bónus fyrir allan peninginn). Þetta tilboð er eingöngu til valinna viðskiptavina Meniga og svo skrá Heimilistæki kennitölur ´anótuna og afhendir CreditInfo listann...
Þó ekkert persónugreinanlegt hafi verið gert hjá Meninga, þá...
Meniga er s.s. alveg jafn ólöglegt og stjórnlagaþingið. Þar sem það er fræðilega mögulegt að misnota þetta, þó engin sönnun sé fyrir því...
Á að loka þessu með úrskurði Hæstaréttar?
En svo finnst mér eins og það sé verið að orða hlutina þannig að það skapast stór eyða um hvort og hvenær þeir megi selja þau gögn sem þeir vinna úr bankaupplýsingunum þínum.
7. Réttindi sem þú veitir Meniga
Með því að skrá þig fyrir þjónustunni og samþykkja skilmála þar að lútandi í netbankanum þínum samþykkir þú að fjármálastofnanir sem þú ert í viðskiptum við veiti Meniga rafrænan lesaðgang að upplýsingum um ákveðna bankareikninga og greiðslukort í þínu nafni (þú velur hvaða reikninga og greiðslukort þegar þú skráir þig í þjónustuna í netbankanum þínum) sem og að öllum færslum á þessum reikningum og greiðslukortum. Leyfið sem þú veitir Meniga er háð eftirfarandi skilyrðum og takmörkunum:
* Eingöngu er um lesaðgang að ræða. Meniga hefur hvorki leyfi til, né möguleika á, að millifæra eða framkvæma nokkrar fjárhagslegar aðgerðir.
* Leyfið er ótímabundið en má afturkalla hvenær sem er úr netbankanum.
* Eins og skýrt er kveðið á um í Öryggisstefnu Meniga, mun Meniga ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja upplýsinga sem aflað er samkvæmt þessu leyfi til þriðja aðila. Þó getur þér verið af og til gefinn kostur á að veita öðrum notendum vefsins eða utanaðkomandi aðilum aðgang að þínum upplýsingum í tilgangi sem er í samræmi við markmið þjónustunnar. Slíkt verður aldrei gert nema með fyrirfram fengnu upplýstu samþykki þínu. Meniga er þó heimilt að taka saman tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar ópersónugreinanlegar samantektir án sérstaks samþykkis frá þér og nota í viðskiptalegum tilgangi eða miðla til þriðja aðila enda séu þær aldrei á persónugreinanlegu formi.
* Með því að samþykkja skilmálana í netbankanum þínum staðfestir þú að þú hefur rétt til að veita Meniga leyfi til að nota gögnin í þeim tilgangi að veita þjónustuna.
* Leyfið er veitt Meniga án nokkurra skuldbindinga af hálfu Meniga til að greiða fyrir það og án nokkurra annarra takmarkana sem ekki er getið í þessum skilmálum.
Með því að nota þjónustuna veitir þú samþykki þitt fyrir því að Meniga sæki, fyrir þína hönd, upplýsingar sem þú hefur veitt samþykki fyrir í netbankanum þínum. Þú skilur og samþykkir að þegar Meniga sækir upplýsingar þínar er Meniga að sækja þær í þínu umboði en ekki í umboði fjármálastofunarinnar þar sem þær eru geymdar.
OG SVO í annarri stefnu frá Meninga
Þrátt fyrir ofansagt áskilur Meniga sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar upplýsingar sem án alls vafa eru ekki persónugreinanlegar og nota sér þær í viðskiptalegum tilgangi eða afhenda þriðja aðila af málaefnalegum og gildum ástæðum, t.d. sem hér segir:
* Vegna rannsókna ábyrgra aðila á fjármálahegðun.
* Sem hluta af þjónustu Meniga.is, t.d. til að notendur geti borið sitt neyslumynstur saman við meðaltöl annarra notenda síðunnar.
* Svo að Meniga geti upplýst auglýsendur á Meniga.is og aðra samstarfsaðila um samsetningu og neysluhegðun notenda síðunnar. T.d. kann Meniga að upplýsa auglýsendur eða samstarfsaðila um hversu hátt hlutfall notenda kaupir tiltekna vöru eða þjónustu eða að bjóða auglýsendum að auglýsing þeirra birtist bara hjá vissum hópi notenda sem uppfyllir ákveðin (ópersónugreinanleg) skilyrði ef Meniga telur það ekki ganga gegn hagsmunum notenda.
En er auglýsingin ópersónugreinanleg?
Hvað ef CreditInfo dílar við Heimilistæki um að bjóða 500 42" LCD á 69.900 til þeirra sem eru nánast pottþétt gjaldþrota (uppfylla neyslumynstrið Bónus fyrir allan peninginn). Þetta tilboð er eingöngu til valinna viðskiptavina Meniga og svo skrá Heimilistæki kennitölur ´anótuna og afhendir CreditInfo listann...
Þó ekkert persónugreinanlegt hafi verið gert hjá Meninga, þá...
Meniga er s.s. alveg jafn ólöglegt og stjórnlagaþingið. Þar sem það er fræðilega mögulegt að misnota þetta, þó engin sönnun sé fyrir því...
Á að loka þessu með úrskurði Hæstaréttar?