Meniga - veit ekki hvað mér finnst.

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7496
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1161
Staða: Tengdur

Meniga - veit ekki hvað mér finnst.

Pósturaf rapport » Þri 08. Feb 2011 00:32

Ég leit lauslega yfir skilmálana þeirra og fyrsti feill er að krefja alla sem fara inn á lénið um að fara eftir þeim, það virkar ekki þar sem ef ekki er hægt að sýna fram á að þetta hafi verið komið fólki til vitundar, þá er þetta tilgangslaust plagg.

En svo finnst mér eins og það sé verið að orða hlutina þannig að það skapast stór eyða um hvort og hvenær þeir megi selja þau gögn sem þeir vinna úr bankaupplýsingunum þínum.

7. Réttindi sem þú veitir Meniga

Með því að skrá þig fyrir þjónustunni og samþykkja skilmála þar að lútandi í netbankanum þínum samþykkir þú að fjármálastofnanir sem þú ert í viðskiptum við veiti Meniga rafrænan lesaðgang að upplýsingum um ákveðna bankareikninga og greiðslukort í þínu nafni (þú velur hvaða reikninga og greiðslukort þegar þú skráir þig í þjónustuna í netbankanum þínum) sem og að öllum færslum á þessum reikningum og greiðslukortum. Leyfið sem þú veitir Meniga er háð eftirfarandi skilyrðum og takmörkunum:

* Eingöngu er um lesaðgang að ræða. Meniga hefur hvorki leyfi til, né möguleika á, að millifæra eða framkvæma nokkrar fjárhagslegar aðgerðir.
* Leyfið er ótímabundið en má afturkalla hvenær sem er úr netbankanum.
* Eins og skýrt er kveðið á um í Öryggisstefnu Meniga, mun Meniga ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja upplýsinga sem aflað er samkvæmt þessu leyfi til þriðja aðila. Þó getur þér verið af og til gefinn kostur á að veita öðrum notendum vefsins eða utanaðkomandi aðilum aðgang að þínum upplýsingum í tilgangi sem er í samræmi við markmið þjónustunnar. Slíkt verður aldrei gert nema með fyrirfram fengnu upplýstu samþykki þínu. Meniga er þó heimilt að taka saman tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar ópersónugreinanlegar samantektir án sérstaks samþykkis frá þér og nota í viðskiptalegum tilgangi eða miðla til þriðja aðila enda séu þær aldrei á persónugreinanlegu formi.
* Með því að samþykkja skilmálana í netbankanum þínum staðfestir þú að þú hefur rétt til að veita Meniga leyfi til að nota gögnin í þeim tilgangi að veita þjónustuna.
* Leyfið er veitt Meniga án nokkurra skuldbindinga af hálfu Meniga til að greiða fyrir það og án nokkurra annarra takmarkana sem ekki er getið í þessum skilmálum.

Með því að nota þjónustuna veitir þú samþykki þitt fyrir því að Meniga sæki, fyrir þína hönd, upplýsingar sem þú hefur veitt samþykki fyrir í netbankanum þínum. Þú skilur og samþykkir að þegar Meniga sækir upplýsingar þínar er Meniga að sækja þær í þínu umboði en ekki í umboði fjármálastofunarinnar þar sem þær eru geymdar.


OG SVO í annarri stefnu frá Meninga

Þrátt fyrir ofansagt áskilur Meniga sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar upplýsingar sem án alls vafa eru ekki persónugreinanlegar og nota sér þær í viðskiptalegum tilgangi eða afhenda þriðja aðila af málaefnalegum og gildum ástæðum, t.d. sem hér segir:

* Vegna rannsókna ábyrgra aðila á fjármálahegðun.
* Sem hluta af þjónustu Meniga.is, t.d. til að notendur geti borið sitt neyslumynstur saman við meðaltöl annarra notenda síðunnar.
* Svo að Meniga geti upplýst auglýsendur á Meniga.is og aðra samstarfsaðila um samsetningu og neysluhegðun notenda síðunnar. T.d. kann Meniga að upplýsa auglýsendur eða samstarfsaðila um hversu hátt hlutfall notenda kaupir tiltekna vöru eða þjónustu eða að bjóða auglýsendum að auglýsing þeirra birtist bara hjá vissum hópi notenda sem uppfyllir ákveðin (ópersónugreinanleg) skilyrði ef Meniga telur það ekki ganga gegn hagsmunum notenda.

En er auglýsingin ópersónugreinanleg?

Hvað ef CreditInfo dílar við Heimilistæki um að bjóða 500 42" LCD á 69.900 til þeirra sem eru nánast pottþétt gjaldþrota (uppfylla neyslumynstrið Bónus fyrir allan peninginn). Þetta tilboð er eingöngu til valinna viðskiptavina Meniga og svo skrá Heimilistæki kennitölur ´anótuna og afhendir CreditInfo listann...

Þó ekkert persónugreinanlegt hafi verið gert hjá Meninga, þá...

Meniga er s.s. alveg jafn ólöglegt og stjórnlagaþingið. Þar sem það er fræðilega mögulegt að misnota þetta, þó engin sönnun sé fyrir því...

Á að loka þessu með úrskurði Hæstaréttar?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Meniga - veit ekki hvað mér finnst.

Pósturaf Gúrú » Þri 08. Feb 2011 00:51

Af hverju varstu að blanda stjórnlagaþinginu inn í þetta í stað þess að ræða um það af hverju þetta ætti að vera neitt annað en ásættanlegt?

Hvað ef tonlist.is segðu tónlistarmönnum og útgefundum ekki hversu margir hlusta á lögin þeirra?


Modus ponens

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7496
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1161
Staða: Tengdur

Re: Meniga - veit ekki hvað mér finnst.

Pósturaf rapport » Þri 08. Feb 2011 01:14

Gúrú skrifaði:Af hverju varstu að blanda stjórnlagaþinginu inn í þetta í stað þess að ræða um það af hverju þetta ætti að vera neitt annað en ásættanlegt?

Hvað ef tonlist.is segðu tónlistarmönnum og útgefundum ekki hversu margir hlusta á lögin þeirra?


Ég var að líkja saman úrskurði Hæstaréttar um að það hafi verið "tæknilega mögulegt" að rekja atkvæði í kosningunum við að það sé "tæknilega mögulegt" að misnota kerfi Meniga...

Ef Stjórnlagaþingskosningarnar voru ógildar vegna skorts á leynd, þá ætti leyfi Meninga til vinnslu persónuupplýsinga að vera það líka...

Í báðum tilfellum er þessi leynd grundvallarforsenda sem öll framkvæmdin hvílir á...



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Meniga - veit ekki hvað mér finnst.

Pósturaf Gúrú » Þri 08. Feb 2011 03:15

Það er tekið skýrt fram að upplýsingarnar um þig sem einstakling eru aldrei seldar áfram til þriðja aðila eða notaðar af þriðja aðila.

Það er tekið skýrt fram að upplýsingarnar um þig sem stak getur orðið hluti af mengi til að mynda tölfræðiupplýsingar og hópbundnar auglýsingar fyrir leigu eða sölu til þriðja aðila.

Ég sé ekki hvernig að þú dregur þá ályktun að ekkert megi gera vegna skorts á 'leynd' vegna þess að stjórnlagaþingskosningarnar máttu ekki fara þannig fram. (skv. þínum upplýsingum)

Þessi "og svo í annarri stefnu Meniga" stefna stangast nefnilega ekkert á við skilmálana:
Meniga er þó heimilt að taka saman tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar ópersónugreinanlegar samantektir án sérstaks samþykkis frá þér og nota í viðskiptalegum tilgangi eða miðla til þriðja aðila enda séu þær aldrei á persónugreinanlegu formi.


Modus ponens

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Meniga - veit ekki hvað mér finnst.

Pósturaf dori » Þri 08. Feb 2011 09:46

Gúrú skrifaði:Þessi "og svo í annarri stefnu Meniga" stefna stangast nefnilega ekkert á við skilmálana:
Meniga er þó heimilt að taka saman tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar ópersónugreinanlegar samantektir án sérstaks samþykkis frá þér og nota í viðskiptalegum tilgangi eða miðla til þriðja aðila enda séu þær aldrei á persónugreinanlegu formi.


Nú hef ég ekki kynnt mér þetta neitt og hef bara lesið þennan þráð en það sem ég þekki til auglýsinga á vefnum er að það er merkilegt hvernig er hægt að tracka fólk með þeim. Vonandi bara að þeir passi uppá að gera ekki neitt slíkt þarna. Annars þá er þetta bara eins og hver önnur þjónusta á vefnum. Ef þú borgar ekki fyrir þetta ert þú varan. Það er bara verið að safna upplýsingum til að þeir geti aflað tekna í viðskiptalegum tilgangi. Öðruvísi kæmust þeir ekki af.

Hefur annars einhver notað þetta? Er eitthvað varið í þetta? Hvað er það sem þeir eru að bjóða uppá?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16489
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Meniga - veit ekki hvað mér finnst.

Pósturaf GuðjónR » Þri 08. Feb 2011 10:00

Spes...ég var búinn að skoða þennan vef fyrir löngu en hætti við að nota hann þar sem ég sá í gegnum þessa skilmála.
Kæri mig ekkert um að gefa einhverjun út í bæ aðgang að bankareikningunum mínum, svo mikið er víst að umræddur vefur er ekki settur upp með það að leiðarljósi að gera mér eða þér einhvern greiða.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7496
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1161
Staða: Tengdur

Re: Meniga - veit ekki hvað mér finnst.

Pósturaf rapport » Þri 08. Feb 2011 10:16

Dæmið sem ég tók -> Persónugreinanlegu gögnin unnin út frá markaðssetningartólinu sem Meniga bíður/selur aðgang að.

Kjörstjórnir (eins og Meninga) gefa bara frá sér ópersónugreinanleg gögn, þessvegna likti ég þessu tvennu saman...


Orsök/afleiðing stjórnlagaþing -> ef það er mögulegt að rekja einstaka svör til einstakra kjósenda þá er kosning ógild.

Orsök /afleiðing Meniga -> ef það er mögulegt að finna hvaða heimili standa að baki ákveðinni afmarkaðri tölfræði þá er persónuverndarsjónarmiðum ekki fullnægt og þeir missa leyfi til vinnslu persónuupplýsinga.


Ég er EKKI að segja að þeir ættu að missa leyfið, ég er bara að benda á að mér finnist skilmálarnir loðnir og svo setti ég "alvarleikann" í samhengi við úrskurð Hæstaréttar um stjórnlagaþingskosningarnar þar sem þær voru látnar stranda á svona ágalla.

@dori

Þeir safna upplýsingum um fjármál fólks með því að bjóða upp á heimilisbókhald og selja til fyrirtækja/stofnana sem tölfræði um neyslu.

Fyrirtæki geta svo keypt auglýsingar sem birtast eingöngu þeim sem hafa ákveðinn neyslu prófíl.

um 5600 heimili vinna með þeim...



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Meniga - veit ekki hvað mér finnst.

Pósturaf Daz » Þri 08. Feb 2011 10:28

GuðjónR skrifaði:Spes...ég var búinn að skoða þennan vef fyrir löngu en hætti við að nota hann þar sem ég sá í gegnum þessa skilmála.
Kæri mig ekkert um að gefa einhverjun út í bæ aðgang að bankareikningunum mínum, svo mikið er víst að umræddur vefur er ekki settur upp með það að leiðarljósi að gera mér eða þér einhvern greiða.


Þeir gera ekki neitt fyrir neinn nema einhver geri eitthvað fyrir þá í staðinn. Spurning hvort þægindin sem Meniga kerfið veitir þér í utanumhaldi heimilisbókhalds vega upp þann kostnað sem ÞÚ þarft að bera að upplýsingar um þig eru notaðar í markaðs-eitthvað. Að því gefnu að við treystum Meniga til að uppfylla ýtrustu persónuverndarkröfur get ég ekki séð að það sé neitt að því að nota kerfið.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7496
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1161
Staða: Tengdur

Re: Meniga - veit ekki hvað mér finnst.

Pósturaf rapport » Þri 08. Feb 2011 12:33

OK, ég er s.s. ekki einn um þetta...

Fór bara allt of langa og flókna leið við að reyna réttlæta þessa skoðun mína.