Síða 1 af 1

Tölvuíhlutir / gegnumlýsing

Sent: Mán 07. Feb 2011 10:16
af colac
Getur einhver sagt mér hvort tölvuíhlutir eins og örgjörvar, harðir diskar, og svoleiðis dót skemmist ef það fer í gegnum gegnumlýsingartæki, eða hvað þetta nú heitir, eins og er á flugvöllum ?

Re: Tölvuíhlutir / gegnumlýsing

Sent: Mán 07. Feb 2011 10:56
af ponzer
colac skrifaði:Getur einhver sagt mér hvort tölvuíhlutir eins og örgjörvar, harðir diskar, og svoleiðis dót skemmist ef það fer í gegnum gegnumlýsingartæki, eða hvað þetta nú heitir, eins og er á flugvöllum ?


Nei

Re: Tölvuíhlutir / gegnumlýsing

Sent: Mán 07. Feb 2011 10:57
af Meso
Ætti ekki að gera það þar sem gegnumlýsing er ekki segulmögnuð,
en annars þá eru skannarnir sem gegnumlýsa handfarangur ekki eins sterkir og þeir sem skanna "check-in" farangur,
t.d. með ljósmynda filmur þá er í lagi að fara með þær í gegnum handfarangursskanna en ekki hina.

Re: Tölvuíhlutir / gegnumlýsing

Sent: Mán 07. Feb 2011 12:28
af Benzmann
ég hef farið með skjákort, vinnsluminni, örgjörva, solidstate diska og margt fleira í gegnum flugvelli, og þá alltaf í tösku (ekki handfarangri) og hef aldrei hefur neitt bilað hjá mér, allt hefur staðið fyrir sínu.

Re: Tölvuíhlutir / gegnumlýsing

Sent: Mán 07. Feb 2011 19:03
af colac
Ég þakka svörin :)